Til baka

Græna Akureyri

Hleðslustöð rafmagnsbíla


Flokkun á rusli og grendarstöðvar

Akureyrarbær veitir mikla og góða þjónustu þegar kemur að flokkun og endurvinnslu. Alls eru 11 grenndarstöðvar á Akureyri þar sem mjög auðvelt er að koma endurvinnanlegu efni. Einnig eru endurvinnslutunnur víða við gististaði en í hana mega fara allir helstu úrgangsflokkar. Ef mikill úrgangur fellur til og jafnvel úrgangur sem ekki er hægt að flokka í grenndargáma þarf að fara með úrganginn upp á Gámasvæðið á Rangárvöllum og koma fyrir í viðeigandi gáma. 
Hér má finna leiðbeiningar um

Flokkun á Akureyri

Grenndarstöðvar og móttökustöðvar
Á Akureyri eru 11 grenndarstöðvar þar sem hægt er að skila nánast öllum úrgangi (dagblöðum, bylgjupappa og sléttum pappa, plastumbúðum, málmum, gleri, rafhlöðum, kertafgöngum og matarolíu). Meiri upplýsingar og loftmynd af grenndarstöðvunum er að finna hér fyrir neðan.

Flöskum og dósum er hægt að skila til Endurvinnslunnar Akureyri að Furuvöllum 11.

Grenndarstöðvar  Móttökustöðvar Endurvinnslunnar


Útivist og vistvænar samgöngur:

Strætisvagnar
Á Akureyri eru vegalengdir stuttar og því hvetjum við fólk til að labba milli staða eða nýta sér strætó sem er gjaldfrjáls.
Strætó Upplýsingar  Á vef Strætó


Vistvæn orka fyrir bíla 
Í miðbænum og við Ráðhúsið er að finna græn bílastæði sem eru einungis ætluð bílum sem geta nýtt íslenska orku. Á Akureyri eru einnig nokkrar hleðslustöðvar fyrir rafbíla og ein metan eldsneytisstöð sem er staðsett á Miðhúsabraut. 

Hleðslustöðvar Um rafbíla á Akureyri Metan afgreiðslustöð

 

Göngu og hjólaleiðir
Á Akureyri eru frábærar göngu- og hjólaleiðir:

Göngu- og Hjólaleiðir Hjóla- og Gönguleiðakort