Til baka

Gönguleiðir

Á slóð Helga magra og Þórunnar hyrnu

Leiðin byrjar frá Ráðhústorgi og þaðan er labbað framhjá bókasafninu og upp alla Brekkugötu. Þar má sjá styttuna af Helga magra og Þórunni hyrnu. Þaðan er haldið suður eftir Helgamagrastræti alveg að sundlauginni. Þaðan er beygt upp og labbað með Þórunnarstræti að Lystigarðinum.
0-5Km
Létt

Barnabókaganga

Bókaskilti. Á Akureyri liggur skemmtileg barnabóka lestraganga frá Amtsbókasafninu að Nonnahúsi sem byggir á járnbókum með brotum úr völdum íslenskum barnabókum.
0-5Km
Létt
Vetrargönguleiðir

Dalvíkurbyggð - 10 leiðir

Tíu fjölbreyttar gönguleiðir, léttar til krefjandi og allt frá 1.2 til 18.5 km.
Kort/bæklingar
Miðlungs
Krefjandi

Ein með öllu (bláa leiðin)

Gengið um sögustaði og helstu segla bæjarins.
5-10Km
Létt

Fálkafell

Fálkafell er skáli í eigu skátafélagsins Klakks. Það tekur 30-40 mínútur að ganga þangað frá upphafspunkti gönguleiðarinnar sem er nokkuð brött á köflum. Frábært útsýni yfir bæinn og skemmtileg leið fyrir alla fjölskylduna.
0-5Km
Miðlungs

Gamla Gróðrarstöðin

Leiðin liggur um gömlu Gróðrarstöðina, fram hjá matjurtagörðum bæjarins, hitaveitulögnina og nokkrum söfnum bæjarins.
0-5Km
Létt

Glerá og garðar

Náttúruna er ekki langt að sækja frá miðbænum. Aðeins í nokkra mínútu fjarðlægð frá Ráðhústorginu er hægt að sjá fallega náttúru, garða og stórbrotið útsýni.
5-10Km
Létt

Glerárdalur - Lambi

Glerárdalur er fólkvangur og liggur upp af Akureyri. Um dalinn rennur áin Glerá. Dalurinn hentar vel til útivistar og liggur um hann gönguleið inn að Lamba.
10+Km
Miðlungs
Krefjandi

Glerárdalur upp að göngubrú

Gönguleið frá stöðvarhúsi Fallorku sem liggur meðfram ánni/gljúfrinu og upp að göngubrúnni sem er til móts við bílastæðið upp að Súlum.
5-10Km
Miðlungs
Öryggisatriði

Glerárdalur upp að stíflu

Gönguleið frá stöðvarhúsi Fallorku sem liggur meðfram ánni/gljúfrinu og upp að stíflu ofarlega í dalnum.
10+Km
Miðlungs
Öryggisatriði

Glerárhringur - efri

Gönguleið sem liggur frá brúnni við Hlíðarfjallsveg upp eftir svokölluðum Fallorkustíg upp að uppistöðulóninu fyrir Glerárstíflu og aftur niður eftir stígnum sem liggur inn að Lamba.
5-10Km
Miðlungs

Glerárhringur-neðri

Fjölbreytt gönguleið sem liggur meðfram Glerá, við eða niður í gljúfrið, framhjá virkjuninni og lóninu auk þess sem gengið er í gegnum skógarreitinn sem liggur meðfram gljúfrinu fyrir neðan Giljahverfið.
5-10Km
Miðlungs
Vetrargönguleiðir

Grímsey - 5 gönguleiðir

Hér kynnum við 5 gönguleiðir um þessa fögru eyju. Tímarnir sem gefnir eru upp á leiðunum eru flestir rúmir því það er margt sem fangar athyglinga á þessari fallegu eyju og því viðbúið að gönguhraðinn sé ekki mikill.
0-5Km
10+Km
5-10Km
Létt
Miðlungs

Gönguferðir með leiðsögn, viðburðir o.fl

Skipulagða gönguferð með leiðsögn, FFA og gönguviðburðir.
0-5Km
5-10Km
Létt
Miðlungs
Vetrargönguleiðir

Göngukort/-bæklingar

Undirbúðu gönguna með kortum og bæklingum.
Kort/bæklingar

Hlaupabrautir Þórs

Á æfingarsvæði Þórs má finna 400m upphitaða hlaupabraut sem hentar vel til hlaups jafnt og göngu. Brautin er opin bæði um sumar og vetur þannig að það er alltaf tilvalið að taka nokkra hringi.
0-5Km
Létt
Vetrargönguleiðir

Hrafnagilsstígurinn

Þægileg gönguleið milli Akureyrar og Hrafnagils. Leiðin er um 9 km, önnur leiðin. Hún er malbikuð og nánast enginn hæðarmunur og hentar því fyrir flesta.
10+Km
Létt
Vetrargönguleiðir

Hraun í Öxnadal - 14 gönguleiðir

Í Öxnadal við bæinn Hraun eru fjölmargar gönguleiðir, mislangar og á mismunandi erfiðleikastigi. Fjórar gönguleiðir eru stikaðar.
10+Km
Létt
Miðlungs
Krefjandi

Hrísey - 4 gönguleiðir

Hrísey er rétt um 11,5 ferkílómetrar að flatarmáli. Hún er um 7 km að lengd og 2,5 km þar sem hún er breiðust. Hæst er hún rétt norðan við vitann, en þar er hún 110 m yfir sjó. Þar er kallaður Bratti og eru skriður þar fram í sjó.
0-5Km
5-10Km
Létt
Miðlungs
Vetrargönguleiðir

Jaðarshringurinn

Gengið um golfvallarsvæðið og göngustíga um íbúðahverfi. Á leiðinni er gott útsýni út fjörðinn að Kaldbaki og eins að Súlum.
0-5Km
Létt

Kjarnaskógur

Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa. Trjágróður í Kjarnaskógi er afar fjölbreyttur og trjásýnistígur liggur um hjarta skógarins meðfram Brunná.
0-5Km
10+Km
5-10Km
Létt
Vetrargönguleiðir

Krossanesborgir

Krossanesborgir er svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri.
0-5Km
Létt

Lögmannshlíð

Gengið um svæðið fyrir ofan og vestan við Akureyri. Leiðin liggur meðfram Lónsánni, eftir sjálfri Lögmannshlíðinni þar sem fram fer mikil skógrækt suður að Lögmannshlíðarkirkju.
5-10Km
Miðlungs

Naustaborgir

Naustaborgum er mikil náttúrufegurð, fjölbreyttar gönguleiðir, menningarminjar og fuglaskoðunarhús. Naustaborgir eru útivistarsvæði
0-5Km
Létt
Vetrargönguleiðir

Oddeyrin

Oddeyrin er gamall og fallegur partur af Akureyri með mikla sögu. Oddeyrin er ekki mjög stór þannig að það tekur stuttan tíma að ganga hringinn.
0-5Km
Létt

Ratleikurinn Úti er ævintýri í Kjarnaskógi

Ratleikur sem hentar börnum, í boði fram að snjóum og síðan aftur næsta vor/sumar.
0-5Km
Létt

Sandgerðisbót og Sílabás

Gengið er frá Sandgerðisbót upp gamlan vegaslóða í hlíðinni fyrir neðan klettabelti til norðurs í átt að Krossanesi.
0-5Km
Létt
Vetrargönguleiðir

Skólavarðan

Gönguleiðin að Skólavörðu í Vaðlaheiði er vinsæl meðal heimamanna.
5-10Km
Miðlungs

Staðartunguháls

Tiltölulega létt ganga. Gengið er frá Miðhálsskógi í Öxnadal upp fyrir skógræktina og þaðan áfram eftir öxlinni upp á fjallið.
5-10Km
Létt
Öryggisatriði

Súlur

Súlur eru bæjarfjall Akureyrar, fjallstindar sem rísa yfir bænum í suðvestri.
10+Km
Krefjandi

Súluvegur - Fálkafell - Gamli - Kjarnaskógur

Göngu- og hjólaleið um fallegt útivistarsvæði með útsýni yfir Akureyri,  fjörðinn og útivistarsvæði bæjarins.
5-10Km
Miðlungs
Öryggisatriði

Sögugöngur

Víða um eldri hluta bæjarins, allt frá Oddeyrarbryggju að miðbænum og áfram suður í innbæinn, hafa verið reist skilti, svokallaðar "söguvörður", sem segja sögu húsa og staðhátta í máli og myndum. Nánari upplýsingar um skiltin og staðsetningu þeirra má...
0-5Km
Létt

Uppsalahnjúkur

Staðarbyggðafjall blasir við Akureyri til suðausturs, byrjað er að ganga upp á Haus áður en haldið er áfram á Uppsalahnjúk
10+Km
Krefjandi

Útilistaverkaganga

Á Akureyri eru fjölmörg útilistaverk sem gaman er að skoða á gönguferðum. Hægt er að skipta göngunni eftir hverfum og gera úr þessu fjölbreyttar göngurferðir.
0-5Km
10+Km
5-10Km
Létt
Vetrargönguleiðir

Ystuvíkurfjall

Nokkuð þægileg gönguleið sem býður upp á magnað útsýni.
5-10Km
Miðlungs

Þingmannaleið yfir Vaðlaheiði

Í VINNSLU Gengin stikuð yfir heiðina. Á leiðinn má meðal annars sjá merkilega steinbrú sem hlaðin var 1871. Hægt er að velja hvort byrjað eða endað er í Eyjafirðinum eða Fnjóskadal. 
10+Km
Miðlungs
Öryggisatriði

Öryggi á göngu

Að ýmsu þarf að huga þegar gengið er í óbyggðum eða í fjalllendi. Leiðarval eftir getu, réttur útbúnaður o.fl.
Öryggisatriði

Gömlu brýrnar yfir Leiruna (Hjartabrautin)

Göngu- og hjólaleið sem liggur um ósa Eyjarfjarðarár og um gamla þjóðleið.
10+Km
Létt

Steinmenn

Steinmenn eru klettastapar á jökulsorfnum klöppum við Súlumýrar ofan við Kjarnaskóg.
5-10Km
Miðlungs
Öryggisatriði

Kjarnaskógur - Glerárdalur

Mikilfenglegt og fjölbreytt göngu- og fjallahjólasvæði er að finna á milli Glerárdals og Kjarnaskógar.
0-5Km
10+Km
5-10Km
Létt
Miðlungs
Krefjandi
Vetrargönguleiðir