Til baka

Gönguleiðir

Fálkafell

Fálkafell er skáli í eigu skátafélagsins Klakks. Það tekur 30-40 mínútur að ganga þangað frá upphafspunkti gönguleiðarinnar sem er nokkuð brött á köflum. Frábært útsýni yfir bæinn og skemmtileg leið fyrir alla fjölskylduna.
Miðlungs

Gamla Gróðrarstöðin

Leiðin liggur um gömlu Gróðrarstöðina, fram hjá matjurtagörðum bæjarins, hitaveitulögnina og nokkrum söfnum bæjarins.
Létt

Glerárhringur-neðri

Fjölbreytt gönguleið sem liggur meðfram Glerá, við eða niður í gljúfrið, framhjá virkjuninni og lóninu auk þess sem gengið er í gegnum skógarreitinn sem liggur meðfram gljúfrinu fyrir neðan Giljahverfið.
Miðlungs
Vetrargönguleiðir

Glerárdalur

Glerárdalur er fólkvangur og liggur upp af Akureyri. Um dalinn rennur áin Glerá. Dalurinn hentar vel til útivistar og liggur um hann gönguleið inn að Lamba.
Miðlungs
Krefjandi

Hrafnagilsstígurinn

Þægileg gönguleið milli Akureyrar og Hrafnagils. Leiðin er um 9 km, önnur leiðin. Hún er malbikuð og nánast enginn hæðarmunur og hentar því fyrir flesta.
Létt
Vetrargönguleiðir

Hraun í Öxnadal - 14 gönguleiðir

Í Öxnadal við bæinn Hraun eru fjölmargar gönguleiðir, mislangar og á mismunandi erfiðleikastigi. Fjórar gönguleiðir eru stikaðar.
Létt
Miðlungs
Krefjandi

Kjarnaskógur

Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa. Trjágróður í Kjarnaskógi er afar fjölbreyttur og trjásýnistígur liggur um hjarta skógarins meðfram Brunná.
Létt
Vetrargönguleiðir

Krossanesborgir

Krossanesborgir er svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri.
Létt

Lögmannshlíðarhringurinn

Gengið um svæðið fyrir ofan og vestan við Akureyri. Leiðin liggur meðfram Lónsánni, eftir sjálfri Lögmannshlíðinni þar sem fram fer mikil skógrækt suður að Lögmannshlíðarkirkju.
Miðlungs

Naustaborgir

Naustaborgum er mikil náttúrufegurð, fjölbreyttar gönguleiðir, menningarminjar og fuglaskoðunarhús. Naustaborgir eru útivistarsvæði
Létt
Vetrargönguleiðir

Skólavarðan

Gönguleiðin að Skólavörðu í Vaðlaheiði er vinsæl meðal heimamanna.
Miðlungs

Súlur

Súlur eru bæjarfjall Akureyrar, fjallstindar sem rísa yfir bænum í suðvestri.
Krefjandi

Lestrarganga

Bókaskilti. Á Akureyri liggur skemmtileg barnabóka lestraganga frá Amtsbókasafninu að Nonnahúsi sem byggir á járnbókum með brotum úr völdum íslenskum barnabókum.
Létt
Vetrargönguleiðir

Söguskiltaganga

Víða um eldri hluta bæjarins, allt frá Oddeyrarbryggju að miðbænum og áfram suður í innbæinn, hafa verið reist skilti sem segja sögu húsa og staðhátta í máli og myndum.
Létt
Vetrargönguleiðir

Útilistaverkaganga

Á Akureyri eru fjölmörg útilistaverk sem gaman er að skoða á gönguferðum. Hægt er að skipta göngunni eftir hverfum og gera úr þessu fjölbreytta göngurfeðrir.
Létt
Vetrargönguleiðir

Hlaupabrautir Þórs

Á meðan snjór liggur víða yfir og hætta á hálku á göngustígum er hægt að nýta æfingarsvæði Þórs en þar má finna upphitaðar hlaupabrautir sem henta vel til göngu.
Létt
Vetrargönguleiðir

Söguganga um innbærinn

Leiðin frá Innbænum og inn í miðbæinn er hlaðin fróðleik um sögu bæjarins. Leiðin hefur verið vörðuð með söguskiltum en einnig var gerður áhugaverður bæklingingu "Frá Torgi til fjöru" sem tekur fyrir helstu hús og staði á leiðinni, sem er tilvalin leið fyrir fróðleiksfúsa.
Létt
Vetrargönguleiðir

Sandgerðisbót og Sílabás

Gengið er frá Sandgerðisbót fram hjá nýju skólphreinsistöð Norðurorku, upp gamlan vegaslóða í hlíðinni fyrir neðan klettabelti til norðurs í átt að Krossanesi.
Létt
Miðlungs
Vetrargönguleiðir

Jaðarsvallarhringurinn

Gengið er frá bílastæðinu við Ljómatún eftir göngustíg upp hæðina í átt að Naustaborgum. Þegar upp á hæðina er komið er gott útsýni út fjörðinn að Kaldbaki og eins að Súlum, þaðan er gengið til hægri inn á golfvallarsvæðið eftir malarstíg sem liggur um völlinn.
Létt