Til baka

Glerá og garðar

Náttúruna er ekki langt að sækja frá miðbænum. Aðeins í nokkra mínútu fjarðlægð frá Ráðhústorginu er hægt að sjá fallega náttúru, garða og stórbrotið útsýni.

Nyrst í Brekkugötunni blasir við styttan af Helga Magra og Þórunni Hyrnu, sem námu land hér í Eyjafirði. Smá spöl lengra er verslunarmiðstöðin Glerártorg og áin sem verslunarmiðstöðin dregur nafnið sitt af, Glerá. Upp með Gleránni er flottur malbikaður stígur sem gerir ferðina mjög auðvelda yfirferðar. Ofar við ána má sjá Glerárvirkjun, sem framleiðir um 290kW af raforku, en bæði er hægt að labba niður að virkjuninni og síðan yfir brúna.

Þegar yfir brúna er komið þá er gengið undir Borgarbrautina og síðan blasir Íslandsklukkan við sem er við Háskólann á Akureyri. Þegar komið er fram hjá háskólanum þá er komið upp í Gerðahverfið. Þar er gengið í gegnum hverfið niður að Mýrarvegi. Þaðan er rölt niður að og í gegnum Hamarskotstún. Þar er 9. holu frisbígolfvöllur sem er mjög gaman að þreyta. Síðan er gengið fram hjá Sundlaug Akureyrar, andapollinum og niður kirkjutröppurnar hjá Akureyrarkirkju og aftur út að Ráðhústorgi í gegnum göngugötuna.

Powered by Wikiloc

 

Nánari upplýsingar

Lengd: 5.1Km (hringur)

Tími: 45-60 min

Undirlag: 100% malbik

Upphaf/Endir: Ráðhústorg

Áhugaverðir staðir: Hof menningarhús, Glerá, Íslandsklukkan, Akureyrarkirkja.