Til baka

Innanbæjar



Leigubílar:

BSO leigubílar / Taxi
Strandgata
IS-600 Akureyri
Sími: 461 1010 / 461 1010
Netfang: bso.taxi@simnet.is
Vefsíða: www.bso.is

Bifreiðastöð Oddeyrar er eina leigubílastöðin á Akureyri. Miðstöðin er í miðbænum og er opin allan sólarhringinn. 

Akureyri er tiltölulega nettur og þægilegur bær og því stutt á milli staða. Flugvöllurinn er í 5 mínútna akstur frá miðbænum, áætlunarferðir strætó eru með stoppustöð við menningarhúsið Hof og skemmtiferðaskipahöfnin er í 5 mínútna gönguleið frá miðbænum. Bæjarstrætó Akureyrar (SVA) er með stoppistöð í miðbænum stutt frá Ráðhústorgi.

Strætisvagar Akureyrarbæjar (SVA):
Á Akureyri er frítt í innanbæjar með strætisvögnum bæjarins sem ganga frá kl. 6.28 til 22.55 alla virka daga og frá 12.18 til 18.55 um helgar. Einhverjar undantekningar eru á opinberum frídögum og stórhátíðardögum varðandi áætlun strætó (SVA).  
Tímatöflur fyrir Strætisvagna Akureyri

Allir strætisvagnarnir aka hringi sem byrja og enda við stoppustöðina við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Hver hringur tekur um 30 til 50 mínútur alt eftir hvaða leið er tekin.

Bílastæði og greiðsluleiðir:
Í miðbæ Akureyrar þarf að greiða fyrir bifreiðastæði sjá nánar hér varðandi stæði, gjöld og greiðsluleiðir.

Samgöngur til Hríseyjar og Grímseyjar
Eyjarnar eru hluti af sveitarfélaginu Akureyrarbæ, sjá upplýsingar um ferjur og flug hér.