Til baka

InnanbæjarLeigubílar:

BSO leigubílar / Taxi
Strandgata
IS-600 Akureyri
Sími: 461 1010 / 461 1010
Netfang: bso.taxi@simnet.is
Vefsíða: www.bso.is

Bifreiðastöð Oddeyrar er eina leigubílastöðin á Akureyri. Miðstöðin er í miðbænum og er opin allan sólarhringinn. 

Akureyri er tiltölulega nettur og þægilegur bær og því stutt á milli staða. Flugvöllurinn er í 5 mínútna akstur frá miðbænum, áætlunarferðir strætó eru með stoppustöð við menningarhúsið Hof og skemmtiferðaskipahöfnin er í 5 mínútna gönguleið frá miðbænum. Bæjarstrætó Akureyrar (SVA) er með stoppistöð í miðbænum stutt frá Ráðhústorgi.

Strætisvagar Akureyrarbæjar (SVA):
Á Akureyri er frítt í innanbæjar með strætisvögnum bæjarins sem gangar frá kl. 6.28 til 22.36 alla virka daga og frá 12.18 til 18.55 um helgar. Einhverjar undantekningar eru á opinberum frídögum og stórhátíðardögum varðandi áætlun strætó (SVA). 

Tímatöflur fyrir Strætisvagna Akureyri
Allir strætisvagnarnir aka hringi sem byrja og enda við stoppustöðina við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Hver hringur tekur um 30 til 50 mínútur alt eftir hvaða leið er tekin.

Bílastæði og bílastæðaklukkur:
Á Akureyri eru notaðar svokallaðar bifreiðastæðaklukkur í þar til gerð merkt stæði í miðbænum og nágrenni hans á tímabilinu 10 til 16.00, virka daga. Gildistími bílastæða er mismunandi allt frá 15 mínútur og upp í 2 klst. 

Sjá yfirlit yfir bílastæði, bæði frístæði og klukkustæði á miðbæjarsvæðinu.

Klukkurnar má nálgast án endurgjalds á bensínstöðvum, í bönkum og í Ráðhúsinu, Geislagötu 9. Klukkuna skal stilla á komutíma í stæði og staðsetja þannig að hún sjáist vel í framrúðu. Ef engar klukkur eru fáanlegar má nota í þeirra stað miða sem komið er fyrir innan við framrúðu bifreiðar og sýnir greinilega komutíma í stæði, til dæmis "Lagt kl. 14.15". 

Misjafnt er eftir stæðum hversu lengi má leggja, frá 15 mínútum upp í 2 klst. eftir því hve nálægt miðbænum stæðið er, leyfilegur tími er tilgreindur á skiltum við stæðin. Sé bifreið lagt lengur en heimilt er, klukka rangt stillt eða engin klukka sjáanleg í framrúðu er lagt á aukastöðugjald skv. gjaldskrá Bifreiðastæðasjóðs.

Samgöngur til Hríseyjar og Grímseyjar
Eyjarnar eru hluti af sveitarfélaginu Akureyrarbæ, sjá upplýsingar um ferjur og flug hér.