Til baka

Holt í Hrísey

Text Icelandic
Text English

ALDA Í HOLTI - Amma Hríseyinga

Mynd af skiltinu

Alda Halldórsdóttir fæddist á Akureyri 6. febrúar árið 1913. Foreldrar hennar voru Halldór Sigurbjörnsson sjómaður fæddur á Vallanesi í S-Múlasýslu og Guðlaug Ólafsdóttir frá Steindyrum á Látraströnd, en þangað lá leið Halldórs og má ætla að þar hafi þau kynnst. Halldór fluttist síðan til Hríseyjar árið 1901 og Guðlaug um ári seinna og giftust þau í Hrísey árið 1911. Halldór faðir Öldu drukknaði með vélbátnum Fram frá Hrísey 3. september árið 1912, nokkru áður en Alda fæddist. Þær mæðgur bjuggu áfram í Hrísey ásamt Ólafi móðurbróður hennar. Þau leigðu fyrst í Wathnehúsinu en fluttu í Holt árið 1920. Þar óx Alda litla úr grasi í skjóli móður sinnar og móðurbróður. Alda eignaðist síðan húsið árið 1941, þá 28 ára gömul.

Alda var mikill dýravinur. Alla vetur fóðraði hún stóra hópa af smáfuglum á skafli við húsið. Þrestirnir voru sérstaklega hændir að henni og komu oft inn í forstofu hússins þar sem biðu þeirra rúsínur. Alda talaði við þá eins og þegar maður talar við mann.
Í gegnum árin átti Alda býsna marga ketti. Einn þeirra var henni sérlega kær. Hún kallaði hann Bubba kóng. Bubbi kóngur var gæðaköttur sem lét alla fugla í friði. Alda hafði á orði að hann passaði hænuungana á meðan hún færi í búðina.

Alda tók myndir og safnaði þeim. Hún átti myndir af fjölmörgum Hríseyingum, jafnt heimamönnum sem brottfluttum. Alda hafði gaman af ættfræði og var hún hafsjór af fróðleik í þeim efnum. Hún var heimakær og fór lítið frá Hrísey, nema þá helst til Akureyrar. Tvisvar sinnum um ævina fór hún til Reykjavíkur og einu sinni vestur í Dali.

Alda var safnari af guðs náð. Oft þegar fólk var að flytja úr eynni og ætlaði að henda hlutum, fékk Alda að hirða það sem hún vildi. Hún eftirlét sveitarfélaginu húsið og innbúið eftir sinn dag og var ósk hennar að það yrði notað sem vísir að byggðasafni. Alda Halldórsdóttir lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 24. júlí árið 1998


Myndatextar:
Strax á barnsaldri fór Alda að vinna við beitningu og uppstokkun. Síðar var það síldarsöltunin, fyrst með Guðlaugu, móður sinni, en síðan ein og óstudd, þótt hún næði varla niður á botn tunnunnar. Í frystihúsi K.E.A. vann hún í áratugi og flakaði fisk af miklum móð. 

Alda var mikil hannyrðakona. Löngum stundum sátu þær mæðgur með handavinnu sína og horfðu út um suðurgluggana í Holti. Það fór fátt fram hjá þessum samrýmdu mæðgum í Holti sem bjuggu þar saman allt til þess að Guðlaug móðir Öldu lést árið 1972. 

Alda átti alltaf mikið af blómum. Hún eignaðist lítið gróðurhús fyrir tilstuðlan vina sinna og þar ræktaði hún margs konar rósir og önnur blóm. Þar var Alda einatt að störfum og ef hún sá einhvern ganga hjá var hún mætt út að götunni með rós í hendi til að gefa.

Húsið byggði Gunnar Helgason skipstjóri árið 1906. Fyrst var það nefnt Gunnarshús en fékk síðar nafnið Holt. Í húsinu var fyrsta veitingasalan sem um getur í Hrísey og á því var skilti sem á stóð: Öl - Kaffi - Límonaði. Húsinu var seinna breytt mikið, risið tekið af og sett á það valmaþak og um 1965 var byggt við það stofa með kjallara undir. 

Alda giftist aldrei og átti engin börn, en barngóð var hún og því stundum kölluð amma Hríseyinga. Þess má geta að hún gaf hverju barni sem fæddist í eynni sparisjóðsbók með 1.000 kr. inneign. Þegar fór að gjósa í Vestmannaeyjum árið 1973 sendi Alda þangað peninga sem áttu að fara í björgun dýranna sem þar urðu eftir. Með Öldu er Helgi Rúnar Jónsson.

Alda með hrútinn Nixon. Allt frá því að Alda flutti í Holt voru þar um 30 kindur. Í sauðfjárbúskapnum var Alda allt í öllu. Hún var mjög nærgætin við þessa vini sína, þekkti hverja kind og gaf þeim öllum nöfn, meðal annars tveimur hrútum nöfnin Nixon og Pompidou. Hún hafði komið sér upp reykkofa og reykti þar kjöt fyrir marga í eynni. 

Texti / Text: Þorsteinn Þorsteinsson, Minjasafnið á Akureyri og Akureyrarstofa Myndvinnsla / Photographs: Minjasafnið á Akureyri / Akureyri Museum Hönnun / Design: Blek - www.blekhonnun.is 2020 

 

 


ALDA HALLDÓRSDÓTTIR
- Hrísey’s Grandmother

Alda Halldórsdóttir was born in Akureyri on February 6th 1913. Her parents were Halldór Sigurbjörnsson, fisherman, born in Vallanes farm, South Múlasýsla District and Guðlaug Ólafsdóttir from Steindyr farm, Látraströnd. They probably became acquainted when Halldór moved there. In 1901 he settled down in Hrísey and about a year later Guðlaug joined him. They were married in Hrísey in 1911.

Halldór, Alda’s father, drowned on September 3rd 1912, shortly before Alda was born. Alda, her mother and her maternal uncle, Ólafur, continued living in Hrísey; first renting the house Wathnehús, then moving to Holt in 1920 where Alda grew up under the care of her mother and her uncle. When she was 28 years old, in 1941, Alda bought the house.

Alda loved animals and, every winter, fed flocks of snow buntings. Redwings often visited her porch, waiting for their raisins and she talked to them as if they were people.

Over the years, Alda owned many cats but one, King Bubbi, was her favourite. He was a model cat as he left the birds alone. Alda said he watched over the baby chickens while she went to buy groceries.

Alda took and collected photographs, many of which featured local people, past and present. She also loved to delve into genealogy and was a fountain of knowledge in that field. A home-loving woman, she seldom left Hrísey, although she did visit Akureyri, went twice to Reykjavík and once to Dalir district in the west.

She was a born collector and when someone was moving away from Hrísey, Alda was allowed to keep whatever she wanted. She bequeathed Holt and all its contents to Hrísey District expressing the wish that the house and its contents should be the first seed of a district museum. Alda died in Akureyri Hospital on July 24th, 1998.

Photo text:
As a child, Alda baited fishing lines. She salted herring when so small that she could barely reach the bottom of the barrel. Alda worked for decades as a fish filleter in the local freezing plant. 

Alda was keen on knitting and needlework. Sometimes she and her mother sat with their handicraft, looking out through the south-facing windows in Holt where they lived together until Alda’s mother, Guðlaug, died in 1972. 

Alda loved flowers. Her friends helped her to acquire a small greenhouse where she cultivated roses and other flowers. Alda was often in the greenhouse and liked to give roses to passers-by. 

The house, built in 1906, was home to Hrísey’s first restaurant, boasting a sign advertising Malt drink – Coffee – Lemonade. Later, the house underwent significant changes, including a new, altered roof, an extension and a basement.

Alda never married nor had offspring, but she was a friend to many children on Hrísey; every child born there received 1,000 ISK in a savings account from Alda and therefore some people called her Hrísey’s grandmother. She also donated money to save animals during the Westman Islands eruption.

When Alda moved to Holt farm, she soon made friends with the sheep and named all of them; two rams, for example, were Nixon and Pompidou. Alda built a small smokery where she smoked mutton for many islanders.
 

The information board