Til baka

Gamla Gróðrarstöðin

Frá Skautahöllinni er gengið yfir Miðhúsabraut og meðfram henni upp að hitaveitulögninni. Þaðan er stefnan tekin í suður meðfram hitaveiturörunum. Á vinstri hönd er skógarreiturinn við gömlu Gróðrarstöðina og matjurtagarðar bæjarins. Þegar komið er suður að Galtalæk, þar sem vegur þverar gönguleiðina er haldið til vinstri niður veginn og að þjóveginum.

Gengið er yfir þjóðveginn (gætið að umferð) og yfir á Drottningarbrautarstíginn og honum fylgt til norðurs að gatnamótunum við Mótorhjólasafnið. Þar er aftur gengið yfir þjóðveginn (gætið að umferð) og að gömlu Gróðrarstöðinni, á sumrin er gaman að leggja auka krók á leiðina og ganga um skógarreitinn sem þarna er. Frá gömlu Gróðrastöðinni er gengið til norðurs, framhjá Iðnaðarsafninu og í átt að Skautahöllinni þar sem hringnum er lokið.

Powered by Wikiloc
Nánari upplýsingar

Lengd: 2.5Km (hringur)

Tími: 30min

Undirlag: 70% malbik 30% malarvegur

Upphaf/Endir: Skautahöllin (Hringur)

Bílastæði: Við Skautahöll

Áhugaverðir staðir: Gamla skógræktin, matjurtagarðar bæjarins, hitaveitulögnin frá Laugalandi, Iðnaðarsafnið, Mótorhjólasafnið.