Til baka

Glerárdalur upp að göngubrú

Gengið/hjólað frá nýja stöðvarhúsinu við Gleránna. Haldið er upp áfram meðfram ánni að vestan eftir Fallorkustígnum sem gerður var í tengslum við stífluna sem er ofarlega í dalnum. Á leiðinn er farið fram hjá akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar (BA) og Akstursíþróttafélags vélsleða- og vélhjólamanna (KKA), einnig eru tveir útsýnisstaðir sem liggja að gilinu þar sem sjá má hrikalegt gljúfrið og fallega fossa. Eftir svæði KKA er tekinn sveigur utan um svæði Skotfélags Akureyrar (SA) sem er vel afmarkað með girðingu.

Þegar komið er fyrir ofan skotsvæðið liggur leiðin inn á vegslóða, yfir ristarhlið og tekinn smá sveigur upp hlíðina áður en farið er til vinstri (suðurs) inn á vegslóða sem liggur inn dalinn og alveg inn að nýju Glerárdals stíflunni. Þessum slóða er þó aðeins fylgt stutta stund eða þegar komið er til móts við bílastæðið sem útivistarfólk nýtir til að fara upp á Súlur eða inn á Lamba (austan megin við ánna). Lítið skilti er við veginn þar sem farið er af veginum og farin brattur slóði niður í gilið sem liggur síðan að göngubrú aðeins neðar í gilinu. Þar er farið yfir og slóðanum fylgt upp á bakkan austan megin og að bílastæðinu sem hér var nefnt fyrir ofan.

Frá bílastæðinu er Súluvegi fylgt alveg niður að Mjólkursamsölunni, þar er farið yfir á göngustíg og farið yfir Þingvallarstræti við leikskólann Flúðir. Þar er haldið til vinstri yfir brúnna og á hringtorginu farið nánast hringurinn áður en tekinn er stígur sem liggur niður að stöðvarhúsinu þar sem hringnum er lokið.

Leið á Google Earth og á Wikiloc