Til baka

Sögugöngur

Söguganga um innbæinn

Leiðin frá Innbænum og inn í miðbæinn er hlaðin fróðleik um sögu bæjarins. Leiðin hefur verið vörðuð með söguskiltum en einnig var gerður áhugaverður bæklingingu "Frá Torgi til fjöru" sem tekur fyrir helstu hús og staði á leiðinni, sem er tilvalin leið fyrir fróðleiksfúsa.
Sjá bæklinginn með korti hér.  

Leiðin er um 4 km (fram og tilbaka)

 

Söguskiltaganga

Víða um eldri hluta bæjarins, allt frá Oddeyrarbryggju að miðbænum og áfram suður í innbæinn, hafa verið reist skilti, svokallaðar "söguvörður", sem segja sögu húsa og staðhátta í máli og myndum. Nánari upplýsingar um skiltin og staðsetningu þeirra má finna hér 

Upphaf söguvarðanna má rekja til 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar árið 2012, en í tilefni af því var ákveðið að reisa skilti víðsvegar um eldri hluta bæjarins sem segði sögu hvers staðar fyrir sig.
Skiltin eru gjöf Norðurorku til bæjarins. Minjasafnið, Akureyrarstofa og Umhverfis og Mannvirkjasvið Akureyrarbæjar stóðu að gerð skiltanna.

Skiltin gera grein fyrir sögu húsa og staðhátta í máli og myndum, alla leið frá Ráðhústorginu í miðbæ Akureyrar og inn í Innbæinn. Árið 2018 var síðan bætt við sex nýjum skiltum sem segja sögu Oddeyrarinnar, meðfram Strandgötunni. 

Einnig hefur verið bætt við fleiri skiltum í anda söguvarðanna fyrir tilstilli áhugamannahópa og félagasamtaka svo sem við Eiðsvöll, Eyrarlandsveg og Menntastíginn.

Gönguleiðin Oddeyrarbryggja - Miðbær - Innbær er rúmlega 4 km hringur.

Powered by Wikiloc
Nánari upplýsingar

Lengd: 4Km

Tími: 60min

Undirlag: Malbik

Upphaf/Endir: Ráðhústorg

Bílastæði: Hof/Miðbær

Áhugaverðir staðir: Söguskilti, innbær, menningarhús.