Til baka

Ratleikurinn Úti er ævintýri í Kjarnaskógi

Víðs vegar um Kjarnaskóg eru sögupersónur úr barnabókum og ef þú fylgir vísbendingunum þá finnur þú þær allar.

Að lesa skóg og bækur er góð skemmtun!
Margir hafa tekið eftir kynjaverum sem tekið hafa sér bólfestu í Kjarnaskógi. Allar eiga þær sameiginlegt að vera sögupersónur úr barnabókum og ef vísbendingum er fylgt er hægt að finna þær allar.

Skemmtileg gönguleið og útivist þar sem hægt er að hvetja börn til lesturs og finna uppáhaldsbókina, svo er Gosi líka alltaf klassískur

Fyrstu vísbendinguna má finna á upplýsingaskiltinu fyrir ofan Kjarnakot (sjá kortið hér fyrir neðan) og athugið að nauðsynleg er að hafa meðferðis snjalltæki því skanna þarf QR kóða til að fá næstu vísbendingu.

Ratleikurinn Úti er ævintýri var opnaður á Alþjóðadegi læsis, 8. september 2021 og verður í boði fram að snjóum og síðan aftur næsta vor/sumar.

Söguhetjurnar í leiknum eru smíðaðar af börnum í 3.-4. bekk á sumarnámskeiðum Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins. Verkefnið er samstarfsverkefni Skógræktarfélagsins og Amtbókasafnsins.