Til baka

Hrafnagilsstígurinn

Þægileg gönguleið milli Akureyrar og Hrafnagils. Leiðin er malbikuð og nánast enginn hæðarmunur og hentar því vel fyrir flesta.
Vinsælt er að ganga/hlaupa og/eða hjóla leiðina og á veturna er stundum  hægt að fara hana á gönguskíðum.

Vegalengd: 9 km (önnur leiðin)

Áhugavert: Kjarnaskógur, heitavatnslögnin milli Laugalands og Akureyrar, Kristnes og Hælið (kaffihús og þemasýning um berklana), Jólagarðurinn og Hrafnagil (skóli og sundlaug).
Upphafsstaður: Bílastæðið við suðurhluta Akureyrarflugvallar.

Powered by Wikiloc

Kort og myndir af leiðinni.

Nánari upplýsingar

Lengd: 18 km (fram og tilbaka)

Tími: 3-4klst

Undirlag: Malbik

Upphaf/Endir: Flugvöllur

Bílastæði: Flugvöllur

Áhugaverðir staðir: Kjarnaskógur, heitavatnslögnin, Kristnes, Jólagarðurinn og Hrafnagil (skóli og sundlaug).