Til baka

Kjarnaskógur

Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa, um 800 hektara að stærð. Við upphaf skógræktar á svæðinu um 1950 var landið skóglaust með öllu. Síðan þá hefur verið plantað um 1.5 milljónum plantna og er þar mikil gróðursæld og gott skjól. Trjágróður í Kjarnaskógi er afar fjölbreyttur og trjásýnistígur liggur um hjarta skógarins meðfram Brunná. 

​Í skóginum má m.a. finna:
* Leiksvæði: Þrjú leiksvæði með fjölda leiktækja m.a. kastala, aparólu, rennibrautir, rólur, ærslabelg, völundarhús og hjólastólarólu.
* Íþróttir: Tveir blakvellir og trimmtæki
* Grillaðstaða: Tvö yfirbyggð grillhús sem hentar jafnt einstaklingum sem hópum
* Gönguskíði: Stærsta skipulagða gönguskíðasvæði landsins (í skóglendi) með allt að 20 km troðnum brautum, þar af eru 6 km upplýstir. Hægt er að nálgast upplýsingar um færð gönguskíðasvæðisins hér, en litirnir á kortinu gefa til kynna tímann frá því að síðast var troðið (grænt, appelsínugult og bleikt eru frá nokkrum klukkustundum upp í 48 klst, meðan ljósblátt, dökkblátt og grátt er frá 2 upp í fleiri en 14 sólarhringar).
* Fjallahjól: Sérhönnuðu fjallahjólabraut á stígum, pöllum og brúum.
* Göngustígar: Um 12 km af gönguleiðum sem liggja um malarborna stíga. Þar af eru 6 km upplýstir, auk fjölda annarra skógarstíga. Sjá kort neðan á síðunni. 
* Þjónusta: Snyrtingar og vatnsbrunnur
* Sleðabrekkur: Á veturna er einnig boðið upp á sleðabrekkur þegar hægt er og eru þær við Einar skógarvörð og fyrir neðan Sólúrið á Kjarnatúni.
* Bílastæði: 4 bílastæði

Svæðið er í eigu Akureyrarbæjar en í umsjá Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Skógræktarfélag Eyfirðinga
Netfang: ingi@kjarnaskogur.is
Heimasíða: kjarnaskogur.is
Sími: 4624047

Kort af svæðinu og gönguleiðunum:
Sjá listann hér til hægri