Til baka

Þingmannaleið yfir Vaðlaheiði

Þetta er 3-4 tíma tiltölulega létt ganga. Gengið er eftir stikaðri leið eftir stígum yfir heiðina. Á leiðinn má meðal annars sjá merkilega steinbrú sem hlaðin var 1871 enda er leiðin gömul samgönguleið yfir Vaðlaheiðina.
Hægt er að velja hvort byrjað eða endað er í Eyjafirðinum eða Fnjóskadal. 

Í Eyjafirði byrjar eða endar gangan við Veigastaðaveg við bæinn Eyrarland gegnt Akureyri.
Í Fnjóskadal byrjar eða endar gangan við Systragil, stutt frá bænum Hróarsstöðum.