Til baka

Oddeyrin

Oddeyrin er gamall og fallegur hluti af Akureyri með mikla sögu.
Svæðið er ekki mjög stór þannig að það tekur stuttan tíma að ganga hringinn en hægt er að taka auka króka og á leiðinni eru mörg söguskilti m.a.  meðfram Strandgötunni og við Eiðsvöllinn.

Gangan byrjar við Ráðhústorg og gengið er fram hjá Hofi, meðfram Strandgötunni við sjóinn, yfir brúna á göngustígnum og niður að húsinu "Vitanum" sem stendur við Oddeyrarbryggju. Meðfram gönguleiðinni eru söguskilti sem fræða um Oddeyrina og göturnar sunnan megin á eyrinni.

Þegar komið er niður á Oddeyrarbryggjuna er snúið við og gengið aftur upp Strandgötuna að norðan, farið yfir Hjalteyrargötuna og beygt inn Hríseyjargötuna, yfir Gránufélagsgötuna og við Eiðsvallagötu er beygt til vinstri.  Eiðsvallagötunni er fylgt að enda, á leiðinni má sjá Eiðsvöllinn sem er falleg gróðurvin með trjám, blómum og bekkjum, þar er einnig Folf (frisbígolf) völlur. Áfram er haldið eftir Glerárgötunni til vinstri og á gatnamótunum farið upp Gránufélagsgötuna, gengið framhjá Ráðhúsi Akureyrar og áfram að gatnamótum Brekkugötunnar þar sem sjá má Amtsbókasafnið á hægri hönd. Beygt er til vinstri niður Brekkugötuna og göngunni lokið á Ráðhústorgi.

Skiltin á gönguleiðinni eru:  

Oddeyrin 

Lundargata

Norðurgata

Hríseyjargata

Grundargata

Gránufélagið

Eiðsvöllur

Ráðhústorg

Powered by Wikiloc

 

Nánari upplýsingar

Lengd: 1.9 km

Tími: 20 min

Undirlag: Malbik

Upphaf/Endir: Ráðhústorg

Bílastæði: Hof, Miðbær

Áhugaverðir staðir: Hof menningarhús, "Farið" listaverk, "Samstaða á Oddeyri" listaverk, Eiðsvöllur, Ráðhús Akureyrar, Amtsbókasafnið og Ráðhústorg.