Til baka

Öryggi á göngu

Vinsamlegast athugið að það getur verið varasamt og á stundum hættulegt að ferðast um í óbyggðum eða íslensku fjallendi. Veður geta breyst fyrirvaralaust og aðstæður orðið þannig að erfitt er að ráða við þær.

Rétt leiðarval, góð áætlun og réttur búnaður eru lykilþættir í vel heppnaðri gönguferð. Leiðarval skal taka mið af getu göngufólks, líkamsformi þess, reynslu og þekkingu á gönguferðum.

  • Ávallt skilja ferðaáætlun eftir hjá traustum aðila eða skrá á safetravel.is.
  • Áætla tímalengd göngu, halda sig við ferðaáætlunina, ef þarf að breyta, láta þá vita af því.
  • Ætíð kvitta í gestabók ef hún er til staðar.
  • Vera með gott kort og allan útbúnað í lagi


Gagnlegar heimasíður fyrIr göngufólk:
www.vedur.is
www.safetravel.is
www.fi.is
       Öryggisreglur
       Búnaðarlisti m.a. pakkað fyrir dagsferð
       Snjóflóðahætta
www.vegagerdin.is