Til baka

Göngukort/-bæklingar

Í bænum má finna fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir. Á meðfylgjandi korti (útgefið 2004) er hægt að sjá nokkrar þeirra. Einnig hefur verið gefið út sérstakt kort yfir hjóla- og gönguleiðir (uppfært reglulega).  Auk þess sem til er sérstakt götukort af Akureyri þar sem hanna má sína eigin gönguleið: í lit og í svart/hvítu

Vert er að vekja athygli á fræðandi og forvitnilegri samantekt um nokkrar merkar konur sem bjuggu í Innbænum og settu svip sinn á bæjarlífið: sjá nánar Kvennasögugangan.  Gott er að prenta út skjalið og hafa með sér í heillandi gönguferð um gamla Innbæinn.

Göngubæklingur "Frá torgi til fjöru" söguganga um Akureyri, er bæklingur sem gefur upplýsingar í myndum og máli um gönguleiðina frá miðbænum og yfir í innbæinn með greinargóðu korti af gönguleiðinni

Gönguferð um Akureyri (Leið A) er bæklingur sem tekur fyrir nokkrar markverðar byggingar í miðbæ og innbæ Akureyrar.

Kjarnaskógur, Hamrar og Naustaborgir eru vinsæl útivistarsvæði með úrval gönguleiða og leiksvæða. Búið er að færa allar leiðirnar sem í boði eru inn á meðfylgjandi kort. Auk þess sem skoða má eftirfarandi sérkort
Naustaborgir - léttar leiðir
Hamrar - léttar leiðir
Kjarnaskógur - léttar leiðir
Gönguskíði

Á appinu "Wappið" má finna kort og kynningu á ýmsum gönguleiðum á Akureyri og í nágrenni bæjarins, eins og t.d. leiðina upp á Súlur. Leiðin á Súlur er ókeypis og á það við um fleiri leiðir á meðan sumar kosta smá gjald. Með því að hlaða niður appinu og vera með leiðina í símanum má ætíð sjá hvar leiðin er, hvar viðkomandi er staddur á leiðinni og finna ýmsa fróðleiksmola um leiðina, hægt er að nálgast appið á meðfylgjandi slóðum:
Iphone/Appstore 
Android/Playstore