Til baka

Vetrarfrí á Akureyri

Vetrarfrí á Akureyri eru ógleymanleg upplifun. Hvort sem þú vilt fara á góða tónleika, renna þér á skíðum í Hlíðarfjalli, skella þér í eina albestu sundlaug landsins eða gera vel við þig og þína í mat og drykk, þá er Akureyri rétti staðurinn.

Komdu norður og gerðu eitthvað skemmtilegt! Upplýsingar um fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna má finna hér og helstu viðburðir eru skráðir á viðburðadagatalið hér. Að neðan eru almennar upplýsingar og alls kyns hugmyndir fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu.

 • Hlíðarfjall. Tilvalið að skella sér á skíði með alla fjölskylduna. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi  óháð aldri eða áhugasviði. Nánari upplýsingar um opnunartíma, skíðaleigu og margt fleira má finna hér
 • Kjarnaskógur. Frábær leikvöllur og skemmtilegar gönguleiðir um skóginn.  Þar er líka völundarhús sem gaman er að spreyta sig á. Vegvísar vísa leiðina að völundarhúsinu. Í Kjarnaskógi eru einnig troðnar brautir fyrir gönguskíðaiðkun.
 • Ferja og sund í Hrísey. Tilvalið að taka ferjuna í Hrísey, njóta kyrrðarinnar og skella sér í sund. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Ferðamálafélgas Hríseyjar
 • Skelltu þér í sundHér má sjá opnunartíma sundlauganna.
 • Skautahöllin. Opið fyrir almenning  föstudag kl. 13-16. Skautadiskó verður síðan á föstudagskvöldið  frá kl.19.00-21.00. Laugardag verður opið kl.13-16 og sunnudag kl 13-16. Aðgangseyrir er 900 fyrir fullorðna og 600 fyrir börn og skautaleigan 500 kr en gjaldskrána má finna hér
 • Innanhússgolf. Í einni bestu aðstöðu innanhúss á landinu í kjallaranum í Íþróttahöllinni. Opnunartími er 09.00-21.00 virka daga (á föstudögum er opið til kl.19.00) og 10.00-18.00 um helgar. Verð er 1000 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn yngri en 18 ára.
 • Krossanesborgir. Þar eru 10 fræðsluskilti sem gaman væri að lesa á – líklegast gott að hafa með sér vettlinga (til að ýta snjónum af) og jafnvel vasaljós (til að sjá ef myrkur er)
 • Söngleikurinn Vorið vaknar er sýndur í Samkomuhúsinu.  Í Hofi eru ýmsir viðburðir á döfinni, sjá nánar hér

Komdu í heimsókn á safn.

 • Flugsafnið
  Opið á laugardögum kl. 14-17
  Sjá nánar á www.flugsafn.is
 • Mótorhjólasafnið
  Opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13-16
 • Hælið, Kristnesi
  Frá 29. Febrúar, opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14-18
  Sjá nánar á www.haelid.is
 • Minjasafnið á Akureyri og Nonnahús:
  • Akureyri bærinn við Pollinn. Hvernig var Akureyri í upphafi? Þekkir þú furðugripina?
  • Á safninu er einnig sýningin Þekkir þú staðinn, fólkið, tilefnið, tímann eða? Á sýningunni gefur að líta142 ljósmyndir sem eru óþekktar. Sýningin er opin til 1. mars
  • Safnið er opið alla daga frá 13-16. Aðgangseyrir 1600 kr., ókeypis fyrir yngri en 18 ára. Sjá nánar á www.minjasafnid.is
 • Listasafnið á Akureyri: 
  • Línur – Samsýning
  • Elín Pjet. Bjarnason – Handanbirta/ Andansbirta
  • Marzena Skubatz - HEIMAt
  • Hrafnhildur Arnardóttir – Faðmar
  • Eiríkur Arnar - Turnar
  • Vídeóvinda
  • Úrval
  • Frá Kaupfélagsgili til Listagils
  • Sýningarnar eru opnar alla daga kl 12-17. Leiðsögn um sýningar safnsins alla fimmtudaga kl. 12. Aðgangseyrir 1500 kr, ókeypis fyrir yngri en 18 ára.  Sjá nánar á www.listak.is
 • Iðnaðarsafnið
  • Safnið varðveitir blómlega iðnaðarsögu Akureyrar í formi véla, framleiðsluvöru, handverks, umbúða og ljósmynda svo eitthvað sé nefnt.
  • Safnið er opið mán-lau frá kl. 13-16. Aðgangseyrir 1500 kr, ókeypis fyrir 17 ára og yngri. Sjá nánar á www.idnadarsafnid.is
 • Amtsbókasafnið á Akureyri. Á Amtsbókasafninu finna allir fjölskyldumeðlimir eitthvað við sitt hæfi 
  • Sögustundir alla fimmtudaga kl. 16:30.
  • Fimmtudaginn 27. febrúar verður opinn spilaklúbbur fyrir krakka frá kl. 13-16 og einnig verður boðið upp á bingó kl. 14.
  • Laugardaginn 29. Febrúar kl. 13 verður sýnd fyrsta kvikmyndin í seríunni Ævintýralandið Narnía: Ljónið, nornin og skápurinn.
  • Safnið er opið mán-fös frá kl.8.15-19.00 og laugardaga 11.00-16.00.
  • Nánari upplýsingar á www.amtsbok.is

Alls kyns aðrar hugmyndir fyrir fjölskylduna í vetrarfríinu:

 • Lesið á ljósastaura. Hægt að fylgja járnbókunum sem festar eru á ljósastaura frá Amtsbókasafninu að Nonnahúsi í Innbænum eða öfugt. Hér getur öll fjölskyldan sameinast í lestri (kannski með vasaljósi) og endað á bókasafninu með góðar hugmyndir að skemmtilegu lestrarefni.
 • Sleðabrekkur. Vinsæla sleðabrekku má finna í Lundahverfi, hin svokallaða Jólasveinabrekka sem er upplýst á sama tíma og götulýsingarnar í bænum.  Auðveldast er að koma að brekkunni með því að aka inn Brálund, brekkan er við enda götunnar á vinstri hönd.
  Önnur vinsæl sleðabrekka er í Giljahverfi en best aðgengi er að henni frá Vættagili eða Valagili fyrir þá sem eru akandi en brekkan er staðsett við enda Vættagils. Brekkan er upplýst á sama tíma og götulýsingar í bænum.
 • Innbærinn í nýju ljósi. Tilvalið er að ganga um Innbæinn með bæklinginn  „Frá torgi til fjöru“ í hönd til að kynnast sögu bæjarins. Þegar komið er inní Innbæ eru söguskilti sem gaman er að lesa á og skoða myndirnar til að setja söguna í enn betra samhengi. 
  Það má líka undirbúa sig heima með því að lesa þetta: Frá torgi til fjöru
 • Þekkir þú Útlagana, Sólúrið, Tilveru og þrumguðinn Þór? Ef ekki þá er tilvalið að nálgast bæklinginn „Útilistaverk á Akureyri“ á upplýsingamiðstöðinni í Hofi velja nokkur verk sem áhugavert væri að skoða og kynnast betur og einfaldlega ganga, hjóla eða keyra af stað. Það má líka undirbúa sig heima með því að lesa þetta: Útilistaverk á Akureyri. Hægt er að nálgast bæklinginn á upplýsingamiðstöðinni í Hofi.