Akureyri er fjölskylduvænn bær þar sem ýmis konar afþreying fyrir börn er í boði. Hér má finna hugmyndir að afþreyingu þegar ferðast er með börn.
Kjarnaskógur - Upplifið ævintýralega stíga og leiksvæði allan ársins hring.
Sundlaugar á Akureyri, Hrísey og Grímsey
Söfn - Á Akureyri eru mörg söfn sem eru forvitnileg fyrir börn.
Amtsbókasafnið á Akureyri - Gott úrval í barna- og unglingadeild og fjölbreyttir viðburðir.
Frisbí golf - Á Akureyri eru 6 folf vellir! Hægt er að leigja frisbí diska.
Bíó - heimsókn í kvikmyndahús er góð skemmtun, í boði eru kvikmyndir alla daga.
Jólagarðurinn - Andi jólanna ríkir í Jólagarðinum árið um kring, aðeins 10 mín akstur frá Akureyri.
Hrísey - Frá Árskógsströnd tekur aðeins 15 mín að fara með ferju til Hríseyjar, þar sem afslappað andrúmsloft, falleg náttúra og fuglalíf taka á móti gestum
Braggaparkið - Innanhúss aðstaða fyrir hjólabretti, hlaupahjól, línuskauta og BMX.
Ís! Allt árið: Brynjuís / Ísbuðín / Ísgerðin -- Sumar / Turninn / Holtsel rjómaís
Skíði - Hlíðarfjall - Hlíðarfjall er sannkölluð skíðaparadís rétt við bæjardyrnar, einnig er vinsælt að skíða á Dalvík, Siglufirði og fleiri stöðum á Norðurlandi
Skautahöllin á Akureyri - Yfir vetrartímann er opið fyrir almenning fös-sun frá kl. 13-16 og á föstudagskvöldum er skautadiskó frá 19-21
Leiklist - Menningarfélag Akureyrar - Barna dagskrá á sunnudögum
Daladýrð - í Brúnagerði Fnjóskadal, u.þ.b. 20 mín fjarlægð frá Akureyri, er áhugaverður húsdýragarður þar sem gefur að líta öll helstu húsdýrin.
Samkomuhúsið - Leikfélag Akureyrar og leikfélögin í nágrannasveitafélögunum bjóða upp á leiksýningar sem henta jafnt börnum sem allri fjölskyldunni.
Sleðabrekkur - nokkrar skemmtilegar brekkur er að finna í bæjarlandinu sem henta vel til að renna sér á sleða, jólasveinabrekkan er sú vinsælasta.
Hamrar - Við tjaldsvæðið á Hömrum eru tjarnir, bátar, frisbígolf og fjölmargar gönguleiðir í kring.
Daladýrð - í Brúnagerði Fnjóskadal, u.þ.b. 20 mín fjarlægð frá Akureyri, er áhugaverður húsdýragarður þar sem gefur að líta öll helstu húsdýrin.
Nökkvi - Siglingaklúbburinn býður upp á námskeið fyrir börn.
Veiði - skoðið möguleikana.
Hestaleigur - Reiðnámskeið eða stuttar ferðir, ath. að sums staðar er lágmarks aldur/hæð.
Sumaropnun í Hlíðarfjalli - Í Hlíðarfjalli er góð aðstaða til útivistar bæði fyrir hjóla- og göngufólk, stólalyftan er líka opin á sumrin.
Sumarnámskeið og frístundastarf fyrir börn - fjölbreytt námskeið eru í boði fyrir börn á sumrin sjá nánar hér
Brettaparkið við Háskólann - flott úti-aðstaða fyrir hjólabretti, hlaupahjól og hjól.
Listasumar býður upp á fjölbreyttar og skemmtilegar listasmiðjur/viðburði fyrir börn á öllum aldri
Ævintýragarðurinn gallerí í einkagarði með fjölbreyttum ævintýrapersonum
Það má klappa öllum dýrum sem vilja láta klappa sér, fara inn í gerðið hjá geitunum seem og kattaheimilið og knúsa kisur og kettlinga þegar þeir eru nógu stórir til að láta halda á sér.
Leiksvæði fyrir börnin er bæði innan og utandyra. Hlaða til að hoppa í heyið og úti eru trampólín og fleira. Í daladýrð er kaffihús og verslun sem selur íslenskt handverk sem allt tengist sveitinni á einhvern hátt.
Opið er alla daga frá kl.11-18