Til baka

FOLF - Frisbígolf

Folf, eða frisbígolf er íþrótt sem nýtur sí meiri vinsælda og eru 4 vellir staðsettir í bænum og næsta nágrenni, einnig er 1 völlur í Hrísey og 1 í Grímsey (væntanlegur sumar 2020).
Á Hömrum/Kjarna og háskólasvæðinu eru 18 körfu vellir, á Hamarskotstúni og á Eyrinni eru 9 körfu vellir (völlurinn á Eyrinni er dálítið dreifður).  Í Hrísey er 9 körfu völlur og sá sem kemur í Grímsey verður einnig 9 körfur. 
Íþróttin fylgir reglum í golfi upp að vissu marki og er frábær skemmtun utandyra fyrir alla fjölskylduna sem hægt er að stunda allan ársins hring.

Nánari upplýsingar um vellina og kort má finna hér fyrir neðan:  

Eiðsvöllur – púttvöllur
Á Eiðsvelli er skemmtilegur púttvöllur með stuttum brautum en nóg er að taka með sér pútterinn þegar þessi völlur er spilaður.

Eiðsvöllur

 

Hamarkotstún  
Á Hamrakotstúni við Þórunnarstræti (gengt sundlauginni) er 9 körfu völlur. Flestar eru brautirnar frekar stuttar en krefjandi en tveir teigar eru á hverri braut. Völlurinn er mjög skemmtilegur og umhverfið fallegt. Völlurinn er með vinsælli folfvöllum á landinu enda ófáir ásar sem þarna koma. Gott er spila með pútterum eða midrange diskum á vellinum.

hamrakotstún

Hamrakotstun map 

 

Hamrar / Kjarnaskógur
Þessi skemmtilegi og fjölbreytti 18 holu völlur liggur fyrir ofan tjaldsvæðið að Hömrum en fyrsta brautin er reyndar inn á tjaldsvæðinu og þá er kastað yfir eina af tjörnunum sem þar eru. Völlurinn reynir töluvert á hæfni spilara en hægt er að velja um bláa og rauða teiga. Verið er að vinna að stækkun vallarins í 18 brautir og verður hann þá annar völlurinn á landinu með 18 brautir, hinn er í Gufunesi. Skorkort og kort fást í þjónustumiðstöðinni.

Hér getur þú sótt mynd og skorkort af vellinum. Sækja kort.

 

hamrar2

 

Háskólasvæði 

Haustið 2019 var settur upp nýr völlur á frábæru svæði við Háskólann á Akureyri.
Völlurinn er með 18 brautum og aðeins sá þriðji í þeirri stærð á landinu en hann einnig sá fyrsti sem ekki er hannaður sem keppnisvöllur í þessari stærð. 
Þannig eru flestar brautir stuttar og þægilegar en lengsta brautin er 116 metrar og einungis eru 4 brautir yfir 100 metra á lengd. Það er von okkar að völlurinn fái góðar viðtökur.

Hér er kort af vellinum 


Hrísey

Í Hrísey er flottur 9 körfu völlur á frábærum stað í skógræktinni með upphafsteig við gamla skólann. Tveir teigar eru á hverri braut sem gerir völlinn hentugan fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Almennar upplýsingar:

Hægt er að leigja diska hjá fuzz.is/akureyri/  - akureyri@fuzz.is

Frekari upplýsingar: 

Folf Samband Akureyrar

Folfvellir á Íslandi

 

Nánari upplýsingar

Hægt er að leigja diska hjá fuzz.is/akureyri/  - akureyri@fuzz.is

Folf Samband Akureyrar

Folfvellir á Íslandi