Til baka

Kvikmyndahús

Sambíóin Akureyri
Ráðhústorg 8
600 Akureyri
Sími 575 8900
Netfang akureyri@samfilm.is
www.sambio.is

Sambíóin á Akureyri er tveggja sala bíó sem tekur tæplega þrjú hundruð manns í sæti. Það er í hinu fornfræga húsi Nýja Bíó við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið var byggt árið 1929 og þar rekið kvikmyndahús í áratugi, því var svo breytt í vinsælan skemmtistað undir nafninu 1929. Árið 1995 stórkemmdist húsið í miklum eldsvoða og rekstri var hætt. Þremur árum seinna var bíóið opnað aftur og þá undir nafninu Nýja Bíó, árið 2000 kaupir svo SAMfélagið reksturinn og Sambíóin á Akureyri verða til.