Til baka

Kvikmyndahús

Borgarbíó
Hólabraut 12,
600 Akureyri
Sími: 462-2602
www.borgarbio.is

Borgarbíó Akureyri er búið 2 kvikmyndasölum og tekur rúmlega 300 manns í sæti, en við það vinnur á annan tug manns. Kvikmyndahúsið er eitt fárra frumsýningabíóa utan höfuðborgarinnar og var stofnað fyrir miðja síðustu öld og er því líklega eitt elsta kvikmyndahús á landinu.

Kvikmyndahúsið hefur verið leiðandi meðal kvikmyndahúsa á landsbyggðinni, enda var það lengi vel eina fjölsala-kvikmyndahúsið utan Reykjavíkur og einnig það stærsta.

 

Sambíóin Akureyri
Ráðhústorg 8
600 Akureyri
Sími 575 8900
Netfang akureyri@samfilm.is
www.sambio.is

Sambíóin á Akureyri er tveggja sala bíó sem tekur tæplega þrjú hundruð manns í sæti. Það er í hinu fornfræga húsi Nýja Bíó við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið var byggt árið 1929 og þar rekið kvikmyndahús í áratugi, því var svo breytt í vinsælan skemmtistað undir nafninu 1929. Árið 1995 stórkemmdist húsið í miklum eldsvoða og rekstri var hætt. Þremur árum seinna var bíóið opnað aftur og þá undir nafninu Nýja Bíó, árið 2000 kaupir svo SAMfélagið reksturinn og Sambíóin á Akureyri verða til.