Til baka

Hestaleigur

Hestaleigur í nágrenni Akureyrar. Pólar Hestar sem er í um 20 mínútna akstri frá miðbænum býður upp á styttri og lengri ferðir um sveitir og óbyggðir og Hestaleigan Skjaldarvík sem er staðsett rétt fyrir utan Akureyri býður uppá styttri reiðtúra fyrir hópa og einstaklinga um nágrenni Skjaldarvíkur.

 


 

Pólar Hestar

Grýtubakki II
IS-601 Akureyri
Sími: 8961879 og 8931879
Netfang: polarhestar@polarhestar.is
Vefsíða: www.polarhestar.is

Hestaleigan er opin allt árið.

Hestaleigan býður uppá styttri og lengri ferðir. Stuttu ferðirnar eru frá eins til sex klukkustunda langar og þær lengri rúmlega viku langar. Hestaleigan er staðsett í Grýtubakkahrepp eða í uþb. 25 mínútna akstri frá Akureyri.

 

Hestaleigan Skjaldarvík

Skjaldarvík
IS-601 Akureyri
Sími 552 5200
Netfang: skjaldarvik@skjaldarvik.is
Vefsíða: www.skjaldarvik.is

Býður uppá styttri reiðtúra fyrir hópa og einstaklinga um nágrenni Skjaldarvíkur.
Í boði eru eins og hálfs tíma ferðir sem henta öllum aldurshópum. Reynt er að verða við öllum séróskum varðandi þjónustu þannig að endilega hafið samband ef það er eitthvað sérstakt sem óskað er.
Hestaleigan býður uppá ágætt úrval reiðhesta sem bæði henta óvönum og vönum knöpum, öryggisvesti og hjálmar eru staðalbúnaður í ferðum okkar.

Lengd ferða: 1,5 klst. Ferðir kl.: 10, 14 og 17. Kvöldferðir sé þess óskað.
Eftir reiðtúrinn býðst fólki að stinga sér í heitapottinn og láta líða úr sér.
Við sækjum og ökum að sjálfsögðu til baka aftur sé þess óskað.
Hestaleigan er opin April - Október.


 

Hestamannafélagið Léttir

Hestamannafélagið Léttir býður upp á reiðnámskeið, mót og sýningar og fl. Sjá nánari upplýsingar á www.lettir.is