Til baka

Hestaleigur

Hestaleigur í nágrenni Akureyrar. Pólar Hestar sem er í um 20 mínútna akstri frá miðbænum býður upp á styttri og lengri ferðir um sveitir og óbyggðir og Hestaleiga á Gásum sem er staðsett rétt fyrir utan Akureyri býður uppá styttri reiðtúra fyrir hópa og einstaklinga um nágrenni Gása.


 

Pólar Hestar

Grýtubakki II
IS-601 Akureyri
Sími: 8961879 og 8931879
Netfang: polarhestar@polarhestar.is
Vefsíða: www.polarhestar.is

Hestaleigan er opin allt árið.

Hestaleigan býður uppá styttri og lengri ferðir. Stuttu ferðirnar eru frá eins til sex klukkustunda langar og þær lengri rúmlega viku langar. Hestaleigan er staðsett í Grýtubakkahrepp eða í uþb. 25 mínútna akstri frá Akureyri.


AK Hestaferðir

Dagverðareyrarvegur
IS-604 Akureyri
Sími 897 5756
Netfang: esteranna@internet.is
Vefsíða: www.akureyriridingtours.is

Býður uppá styttri reiðtúra fyrir hópa og einstaklinga um nágrenni Gása.
Í boði eru eins tíma ferðir sem henta öllum aldurshópum. Reynt er að verða við öllum séróskum varðandi þjónustu þannig að endilega hafið samband ef það er eitthvað sérstakt sem óskað er.
Hestaleigan býður uppá á gott úrval af hestum sem bæði henta óvönum og vönum knöpum, öryggisvesti/bakvesti eru til staðar sé þess óskað og hjálmar eru staðalbúnaður í ferðum okkar.

Ferðir eru 10.00 og 13.00 yfir tímabilið september - apríl og frá maí - ágúst bætast við ferðir kl. 16.00 og kvöldreiðtúr kl. 20.00
Lokað desember og janúar.
Möguleiki er á miðnætur reiðtúrum fyrir hópa sé þess óskað.


Hestamannafélagið Léttir

Hestamannafélagið Léttir býður upp á reiðnámskeið, mót og sýningar og fl. Sjá nánari upplýsingar á www.lettir.is