Til baka

Hestaleigur

Þrjár hestaleigur eru í nágrenni Akureyrar. Hestaleigan Kátur sem er í 5 mínútna akstri frá miðbænum, sérhæfir sig í styttri ferðum meðfram Eyjafjarðaránni. Pólar Hestar sem er í um 20 mínútna akstri frá miðbænum býður upp á styttri og lengri ferðir um sveitir og óbyggðir og Hestaleigan Skjaldarvík sem er staðsett rétt fyrir utan Akureyri býður uppá styttri reiðtúra fyrir hópa og einstaklinga um nágrenni Skjaldarvíkur.

 


 

Pólar Hestar

Grýtubakki II
IS-601 Akureyri
Sími: 463 3179
Netfang: polarhestar@polarhestar.is
Vefsíða: www.polarhestar.is

Hestaleigan er opin allt árið.

Hestaleigan býður uppá styttri og lengri ferðir. Stuttu ferðirnar eru frá eins til sex klukkustunda langar og þær lengri rúmlega viku langar. Hestaleigan er staðsett í Grýtubakkahrepp eða í uþb. 25 mínútna akstri frá Akureyri.


 

Hestaleigan Kátur

Maí-Október: Kaupvangsbakkar, Eyjafjarðarsveit 
IS-601 Akureyri
Nóvember-Apríl: Sörlaskjól 6
IS-603 Akureyri
Sími: 695 7218
Netfang: ferdafakar@gmail.com
Vefsíða: www.hestaleiga.is
You Tube: https://www.youtube.com/channel/UCpvipCAO5M222x2VpZ-FKWQ.

Hestaleigan Kátur á Akureyri býður upp á 1 - 2 tíma langa reiðtúra með leiðsögumanni á hverjum degi. Fjölskyldur, hópar eða ferðalangar sem eru einir á ferð, allir eru velkomnir! Hestaleigan Kátur býður einnig upp á sérsniðnar ferðir, sem fer allt eftir óskum ykkar. Það skiptir ekki máli hvort þú sért vanur hestamennsku eða ekki, við finnum rétta hestinn sem hentar þér.

Hestaleigan býður upp á ferðir allt árið um kring í dagsbirtu. Yfir sumartímann (Maí til október) er farið í allar ferðir frá aðstöðunni okkar á Kaupvangsbökkum. Riðið er meðfram hinni fallegu Eyjafjarðará á bökkum hennar, með fallegri fjallasýn. Á veturna  (nóvember til apríl) er farið frá hesthúsinu okkar í Lögmannshlíð sem er staðsett rétt fyrir ofan Akureyri. Báðir staðirnir eru í 5-10 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Það kemur alltaf að minnstakosti einn leiðsögumaður með í hvern einasta reiðtúr. Vegna öryggisástæðna, bjóðum við upp á hjálma, öryggisístöð og öryggisvesti fyrir unga krakka. Börn 13 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Einnig bjóðum við upp á akstur frá Akureyri í hestaleiguna og aftur til baka, 1500kr á mann.

 Athugið að þyngdar takmark er 120 kg /240 Lbs


 

Hestaleigan Skjaldarvík

Skjaldarvík
IS-601 Akureyri
Sími 552 5200
Netfang: skjaldarvik@skjaldarvik.is
Vefsíða: www.skjaldarvik.is

Býður uppá styttri reiðtúra fyrir hópa og einstaklinga um nágrenni Skjaldarvíkur.
Í boði eru eins og hálfs tíma ferðir sem henta öllum aldurshópum. Reynt er að verða við öllum séróskum varðandi þjónustu þannig að endilega hafið samband ef það er eitthvað sérstakt sem óskað er.
Hestaleigan býður uppá ágætt úrval reiðhesta sem bæði henta óvönum og vönum knöpum, öryggisvesti og hjálmar eru staðalbúnaður í ferðum okkar.

Lengd ferða: 1,5 klst. Ferðir kl.: 10, 14 og 17. Kvöldferðir sé þess óskað.
Eftir reiðtúrinn býðst fólki að stinga sér í heitapottinn og láta líða úr sér.
Við sækjum og ökum að sjálfsögðu til baka aftur sé þess óskað (Upplýsingamiðstöðina í Hofi).
Hestaleigan er opin April - Október.


 

Hestamannafélagið Léttir

Hestamannafélagið Léttir býður upp á reiðnámskeið, mót og sýningar og fl. Sjá nánari upplýsingar á www.lettir.is