Netfang: hallo@ziplineakureyri.is
Vefsíða: www.ziplineakureyri.is
Sannkölluð ævintýraferð í falinni náttúruperlu í miðjum bæ!
Zipline Akureyri hefur sett upp ævintýralega ferð í gegnum áður illfært svæði árgljúfursins í Glerárgili. Fimm mismunandi ziplínur yfir iðandi á og snarbratta kletta í skógi vöxnu gilinu, í bland við léttar göngur á skógarstígum og fróðleikskorn um svæðið.
Þetta er leiðsögð ferð í litlum hópum og tekur tæpa tvo tíma. Ferðin byrjar og endar við bílastæði Frisbí golfvallarins í Glerárgili, nálægt háskólanum. Sjá kort.
Frábær upplifun fyrir fjölskyldur, pör, einstaklinga og hópa á öllum aldri.