Til baka

Hrísey

Hús Hákarla Jörundar
Norðurvegi 3
630 Hrísey
Sími: 695 0077
Netfang: hrisey@hrisey.net
Heimasíða: hrisey.is

Hrísey er hluti Akureyrarkaupstaðar en eyjan er í utanverðum Eyjafirði og er önnur stærsta eyjan við Ísland, næst á eftir Heimaey sem einnig er eina eyjan hér við land þar sem búa fleiri en í Hrísey. Heimsókn út í Hrísey er ógleymanlegt ævintýri enda er eyjan ekki kölluð "Perla Eyjafjarðar" að ástæðulausu.

Hún er um 7,5 km að lengd og 2,5 km að breidd þar sem hún er breiðust að sunnanverðu. Eyjan mjókkar til norðurs og þar rís hún hæst í um 110 m.y.s. þar sem stendur viti sem reistur var á svonefndum Bratta árið 1920.

Norðurhluti Hríseyjar, Ystabæjarland, er alfriðað land í einkaeign. Sérstakt leyfi landeiganda þarf til að fá að fara um þann hluta eyjarinnar.

Í Hrísey er u.þ.b. 150 manna byggð í snyrtilegu sjávarþorpi með hellulögðum götum, ræktarlegum görðum og útsýni sem á sér fáa líka til fjallahringsins um Eyjafjörð.

Til Hríseyjar gengur ferjan Sævar, nýtt og glæsilegt skip, á einnar til tveggja stunda fresti (sjá áætlun) frá Árskógssandi. Tekur siglingin aðeins um 15 mínútur.

Í eynni er m.a. hægt að fara í skemmtilegar gönguferðir og/eða strandferð, skoða hákarlasafnið í húsi Hákarla Jörundar, fara í sund eða bara njóta friðsældarinnar og fuglalífsins á þessum einstaka stað. Hægt er að nálgast ýtarlegri upplýsingar um ferðaþjónustu á vef Hríseyjar og einnig skoða upplýsingar í eftirfarandi bæklingi um Hrísey.Í Hrísey eru a.m.k. 4 gönguleiðir sem auðvelt er að fara sjá nánari upplýsingar, leiðalýsingar og kort af leiðunum.

Skýrsla um gróðurfar í Hrísey.

Nánari upplýsingar


Leiðarlýsing:

Google maps

Staðsetning: 65.978772, -18.380282 (65° 58.726'N, 18° 22.817'W)

Vegnúmer: 1, 82 & 808

Vegalengd frá Akureyri: 35 km auk 15 mín siglingar með ferju