Til baka

Lystigarðurinn á Akureyri

Eyrarlandsholti
600 Akureyri
Sími: 462 7487
Heimasíða: www.lystigardur.akureyri.is

Garðurinn er einn af fegurstu perlum Akureyrarbæjar. Stofnað var til hans fyrir forgöngu kvenna og stóð frú Anna Schiöth þar í fararbroddi. Í garðinum er að finna brjóstmynd af frú Margarethe Schiöth, tengdadóttur Önnu sem hélt starfinu áfram, og á stöpul hennar er letrað "Hún gerði garðinn frægan".

Lystigarðurinn er nú í eigu Akureyrarbæjar en hann var opnaður árið 1912. Í honum má finna nánast allar þær plötur er finnast á Íslandi eða um 450 tegundir og rúmlega 6.000 erlendar tegundir.

Garðurinn er opinn frá 1. júní til 30. september frá klukkan 8-22 virka daga en 9-22 um helgar.

Starfsmenn Lystigarðsins halda úti fróðlegri heimasíðu þar sem er að finna hafsjó upplýsinga um plöntur og fleira.