Til baka

Sjómannadagurinn (júní)

Sjómannadeginum er fagnað á Akureyri og í Hrísey  á formlegan hátt. Settur er krans við minnismerki sjómanna, guðþjónustur helgaðar sjómönnum og siglt um Eyjafjörðinn.

Laugardaginn 1. júní frá kl. 14-16 verður blásið til sjómannadagsskemmtunar fyrir alla fjölskylduna á útivistarsvæðinu að Hömrum. Hoppukastalar, grillaðar pylsur, dagskrá á sviði, rafmagnsbílar fyrir krakkana, smábátar á tjörnunum, hjólabílar, þrautakeppni o.fl. o.fl. Takið daginn frá og njótið með fjölskyldunni.
 
Dagskráin á stóra sviðinu:
 
Gutti & Selma sprella
Lína langsokkur, Anna & Tommi gera gott betra
Guðmundur törframaður vekur furðu
Tónlistarmaðurinn Anton Líni flytur nokkur lög
 
Á sjómannadaginn sjálfan, sunnudaginn 2. júní, verður sjómannadagsmessa í Glerárkirkju kl. 11 og að henni lokinni verður lagður blómsveigur að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn.
 
Kl. 13 sigla Húni II og fleiri bátar frá Torfunefsbryggju að Sandgerðisbót þar sem bátar safnast saman. Hópsigling um Pollinn. Allir velkomnir í siglingu.
 
Kl. 13.45 tekur Lúðrasveit Akureyrar nokkur létt lög á Torfunefsbryggju. Félagar í Siglingaklúbbnum Nökkva sigla seglum þöndum
 
Kl. 16 & 17 siglir Húni II um Pollinn. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.