Til baka

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn

Hefð er fyrir því að fagna deginum víða um Eyjafjörðin, má þar m.a. nefna Grímsey, Hrísey, Ólafsfjörð og Akureyri.

Sjómannadeginum er fagnað víða á landinu og er hefð fyrir því að fagna honum víða um Eyjafjörðin, má þar m.a. nefna Grímsey, Hrísey, Ólafsfjörð og Akureyri.
Á Akureyri er m.a. settur krans við minnismerki sjómanna, guðþjónustur helgaðar sjómönnum, siglt um Eyjafjörðinn. Víða er boðið upp á siglingu eða aðra skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Akureyri 2025 

Laugardagur 31. maí 
kl. 9.30 - 13.00 Sandgerðisbót
Verbúðir í Sandgerðisbót opnaðar, trillukarlar bjóða upp á sjávarsmakk.
Karlakór Akureyrar-Geysir syngur sjómannalög.
Grillaðar pylsur í boði Kjarnafæðis, Myllunnar og Nettó og kók drukkið með.
Fiskasýning.
Bátabryggjurnar opnaðar og bátar til sýnis.
Landsbjörg sýnir sjóbjörgunarbúnað.
Kennt að splæsa tóg.
Netabætingar.
Hoppukastalar fyrir börnin.
Skipslíkön verða til sýnis.
Ljósmyndasýning Vitafélagsins.

Kl. 11.00-13.00: Afmæliskaffi ÚA
Í tilefni 80 ára afmælis Útgerðarfélags Akureyringa verður boðið upp á afmæliskaffi á laugardeginum í matsal Fiskvinnsluhúss ÚA, þar sem gestir geta einnig kynnt sér starfsemina. Á sunnudeginum opnar svo sýning í Iðnaðarsafninu á Akureyri, þar sem saga og starfsemi félagsins er rakin í máli, munum og myndum.

Kl. 17.00: Minningarsigling með Húna 
Látinna sjómanna minnst.
„Það vaxa ekki blóm á leiðum sem liggja í votri gröf.“ Blóm lögð í sjóinn á vinnustað sjómanna eftir minningarstund séra Magnúsar Gunnarssonar sóknarprests í Laufási. Öll velkomin meðan skipspláss leyfir. Muna að koma með blóm með sér.

Sunnudagur 1. júní - Sjómannadagurinn 
kl. 08.00 Fánadagur
Bæjarbúar draga fána að hún
kl. 11.00 Sjómannadagsguðþjónusta
Messa í Glerárkirkju.
Að athöfn lokinni verður blómsveigur frá sjómönnum lagður að minnismerki látinna sjómanna.
Súpa í Safnaðarheimili í boði sjómannafélags Eyjafjarðar eftir athöfn.
kl. 13.00 Opnun sýningarinnar "Fiskur úr sjó" í Iðnaðarsafninu um 80 ára sögu ÚA
Afmælisterta, kaffiveitingar, ávarp bæjarstjóra, öll velkomin
kl. 13.00 Hópsigling smábáta og Húni II.

Húni siglir með bæjarbúa og hópsigling smábáta. Öll velkomin. Farið verður í fleiri ferðir ef aðsóknin verður góð.

Grímsey - Sjómannadagurinn
Í Grímsey heldur Kvenfélagið Baugur kaffihlaðborð í félagsheimilinu Múla á sunnudeginum.

Hrísey - Sjómannadagurinn
kl. 10.00 Sigling 
kl. 11.11 Sjómannadagsmessa í Hríseyjarkirkju, sjómaður heiðraður.
kl. 12.00 Ferjumenn grilla pylsur á svæðinu. Tæki björgunarsveitar og slökkviliðs til sýnis.
kl. 13.00 Leikir og sprell á svæðinu og við smábátahöfnina.
kl. 14.00 Opnun ljósmyndasýningarinnar Fegurð fjarða á Verbúðinni 66.
kl. 15.00 Kaffisala í Íþróttamiðstöðinni.
kl. 16.00 Sigling fyrir börnin á björgunarbátnum Kidda.
Sjá nánar á heimasíðu Hríseyjar www.hrisey.is

Hvenær
31. maí - 1. júní
Hvar
Akureyri