Til baka

Akureyrarvaka (águst)

Akureyrarvaka er bæjarhátíð sem haldin er síðustu helgina í ágúst í tilefni afmælis Akureyrarbæjar. Akureyrarvaka er sett í Lystigarðinum á föstudagskvöldinu. Garðurinn er þá skrautlýstur og þykir mörgum rölt um garðinn í rökkurró hinn eini sanni hápunktur Akureyrarvöku.

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð, haldin síðustu helgina í ágúst sem næst afmæli Akureyrarbæjar 29. ágúst. Akureyrarvaka verður haldin 28. - 29. ágúst árið 2020.

Bæði fyrirtæki og einstaklingar taka þátt í viðburðum á Akureyrarvöku og það er endalaust pláss fyrir fleiri. Þetta er því tilvalið tækifæri til að láta ljós sitt skína í afmælisveislu Akureyrarbæjar.

Verkefnastjórn Akureyrarvöku er í höndum Almars Alfreðssonar. Hægt að senda honum línu á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is eða hringja í síma 460-1157.

Heimili Akureyrarvöku á samfélagsmiðlum er finna á facebook síðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig mælum við með að gestir Akureyrarvöku noti myllumerkið #akureyrarvaka #hallóakureyri og #akureyri