Til baka

Akureyrarvaka (ágúst)

Akureyrarvaka 27. - 29. ágúst 2021

Hægt er að skoða dagskrá afmælis Akureyrarbæjar 2020 HÉR eða fram að því að ný dagskrá 2021 verður tilbúin.

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð, sem haldin er helgina sem er næst afmæli Akureyrarbæjar þann 29. ágúst. Árið 2021 mun hátíðin standa í þrjá daga, 27.-29. ágúst.

Óskað er eftir þátttöku bæjarbúa í komandi afmælisveislu Akureyrarbæjar og er hún tilvalið tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að láta ljós sitt skína í fjölbreyttum viðburðum helgarinnar. Verkefnastjórn Akureyrarvöku er Almar Alfreðsson og tekur hann við hugmyndum, fyrirspurnum  og öðrum ábendingum á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is eða í síma 460-1157.

*Vakin er athygli á að áfram verður farið eftir viðmiðunum og settum reglum almannavarna, varðandi fjöldatakmarkanir, vegna Covid-19. Þá skal tveggja metra nándarreglan virt eins og hægt er og áfram er almenningur hvattur til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Heimili Akureyrarvöku á samfélagsmiðlum er að finna á facebook síðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig hvetjum við gesti Akureyrarvöku til að nota myllumerkin #akureyrarvaka #hallóakureyri og #akureyri