Til baka

Akureyrarvaka (ágúst)

Akureyrarvaka 27. - 29. ágúst 2021

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð, sem haldin er helgina sem er næst afmæli Akureyrarbæjar þann 29. ágúst. Árið 2021 mun hátíðin standa í þrjá daga, 27.-29. ágúst í tilefni 10+1 afmælis Menningarhússins Hofs.

Óskað er eftir þátttöku bæjarbúa í komandi afmælisveislu Akureyrarbæjar og er hún tilvalið tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að láta ljós sitt skína í fjölbreyttum viðburðum helgarinnar.

 

Ertu með hugmynd?
Er hún spennandi, nýstárleg, ævintýraleg, hugguleg, litrík, hljómfögur, öðruvísi, metnaðarfull og á erindi við bæjarbúa og gesti, jafnt smáa sem stóra, jafnt unga sem aldna?

Ertu með viðburð?
Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga taka þátt í Akureyrarvöku með viðburðum á hverju ári. Tilvalið tækifæri til að láta ljós sitt skína í afmælisveislu Akureyrarbæjar. Hægt er að skrá viðburð HÉR 

 

Viltu sjást í fjöldanum?
Fjöldi bakhjarla styður við eina stærstu hátíð bæjarins. Frábær leið til að auka sýnileika þinn og fyrirtækis þíns í höfuðstað Norðurlands. Kynntu þér leiðirnar sem í boði eru.

 

Verkefnastjórn Akureyrarvöku er Almar Alfreðsson og tekur hann við hugmyndum, fyrirspurnum og öðrum ábendingum á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is eða í síma 460-1157.

Síðasti dagur þátttöku er 18. ágúst

 


Heimili Akureyrarvöku á samfélagsmiðlum er að finna á facebook síðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig hvetjum við gesti Akureyrarvöku til að nota myllumerkin #akureyrarvaka og #hallóakureyri