Akureyrarvaka verður haldin hátíðleg 29.-30. ágúst árið 2025
Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð, sem haldin er helgina sem er næst afmæli Akureyrarbæjar þann 29. ágúst. Sannkölluð menningarveisla sem bæjarbúar, listamenn og gestir skapa í sameiningu.
Enn er opið er fyrir almenna þátttöku á Akureyrarvöku. Ef þú ert með viðburð sem þú vilt halda í tengslum við hátíðina þá sendu tölvupóst á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is eða hringdu í síma 460-1157.
Heimili Akureyrarvöku á samfélagsmiðlum er að finna á facebook síðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig hvetjum við gesti Akureyrarvöku til að nota myllumerkin #akureyrarvaka og #hallóakureyri