Akureyrarvaka 30. ágúst - 1. september 2024

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð, haldin síðustu helgina í ágúst sem næst afmæli Akureyrarbæjar 29. ágúst. Hátíðin er full af fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta viðburða saman.

Heimili Akureyrarvöku á samfélagsmiðlum er finna á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig mælum við með að gestir hátíðarinnar noti myllumerkið #akureyrarvaka

Allar upplýsingar um götulokanir, salerni og bílastæði er að finna HÉR 

Verkefnastjórn Akureyrarvöku er í höndum Elísabetar Agnar Jóhannsdóttur verkefnastjóra menningarmála hjá Akureyrarbæ. Hægt er að senda henni línu á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is eða hringja í síma 460-1157.

Máttarstólpar Akureyrarvöku 2023
Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Gilfélagið, HS kerfi, Íslandsbanki, Húni II, Kaktus, Ketilkaffi, Landsbankinn, Listasafnið á Akureyri, LYST, Lystigarður Akureyrar, Menningarhúsið Hof, Menntaskólinn á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Myndlistarfélagið, Reiðhjólaverzlunin Berlín, RÖSK, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Skátafélagið Klakkur, Sundlaug Akureyrar.

VIÐBURÐADAGATAL

* Birt með fyrirvara um breytingar