29.-30. ágúst 2025

Í ár fagnar Akureyrarbær 163 ára afmæli. Hátíðin er full af fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta viðburða saman. Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöldinu með stórtónleikum í Listagilinu en þar koma fram Todmobile, Hjálmar, Birnir, Elín Hall, Strákurinn Fákurinn og Skandall. Bakhjarlar og styrktaraðilar Akureyrarvöku í ár eru: Íslandsbanki, Landsbankinn, Centrum Hotel og Kaldvík.

Viðburðadagatalið má finna hér að neðan!

Fylgstu með Akureyrarvöku á samfélagsmiðlum á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og Instagram.  Gestir hátíðarinnar mega endilega nota myllumerkið #akureyrarvaka.

 

VIÐBURÐADAGATAL

* Birt með fyrirvara um breytingar