Til baka

Gönguvikur á Akureyri og nágrenni (júní, júlí og ágúst)

Sérstök gönguvika á sér stað árlega á Akureyri og nágrenni í byrjun júlí en dagskrá gönguvikunnar má finna hér fyrir neðan sem og einnig dagská annara gönguviðburða sem eiga sér stað í sumar.

Göngugarpar og annað útivistarfólk kemst í skipulagðar gönguferðir um Eyjafjörð í nánast allt sumar á vegum
Ferðafélags AkureyrarHelga Magra og fleiri.

 


Dagskrá 2019

Gönguvika : 18.-22. júní.

Leyningshólar. 
18. júní. Brottför kl. 19 
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 1.500/1.000. Innifalið: Fararstjórn
Ekið verður upp á hólabrúnina í mynni Villingadals og gengið þaðan eftir vegi og stígum um hólana.

Vaglaskógur. 
19. júní. Brottför kl. 19 
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 1.500/1.000. Innifalið: Fararstjórn
Gengið um stærsta skóg norðan heiða.

Sumarsólstöður á Múlakollu. 970 m.   
20. júní. Brottför kl. 20 
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson og Konráð Gunnarsson. 
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn
Gengið upp á Múlakollu frá gamla Múlaveginum og upp dalinn norðan Brimnesár. 
Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun 930 m.

Kristnesskógur. 
21. júní. Brottför kl. 19 
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Þóroddsson
Verð: 1.500/1.000. Innifalið: Fararstjórn 
Gengið um skóginn og fjallað um sögu staðarins

Jónsmessuferð á Haus í Staðarbyggðarfjalli. 560 m.  
22. júní. Brottför kl. 22 
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Farastjóri: Una Þ. Sigurðardóttir. 
Verð: 1.500/1.000. Innifalið: Fararstjórn
Gengið frá sumarhúsinu Seli upp brekkurnar og að vörðunni nyrst á Hausnum. Útsýni þaðan er mikið og fagurt yfir héraðið.