Til baka

Gildagur í Listagilinu

Dagskrá Gildagsins 25. september 2021

*Birt með fyrirvara um breytingar

Kl. 11.00-17.00
Garn í gangi
Markaðsstemming
Viðburður á Facebook HÉR

Í bakherberginu hjá okkur verður svokölluð markaðsstemming og ýmislegt til sölu á góðu verði, garn, sýnishorn og garntengdar vörur. Kynning á uppskriftum sem eru til sölu hjá okkur og Sigrún Arna frá Náttúruprjón kemur og kynnir sínar uppskriftir milli kl 13-15.

Kl. 12.00-17.00
Listasafnið á Akureyri

Í tilefni Gildagsins er enginn aðgangseyrir inn á safnið. Fjöldi sýninga í boði og tvær opnanir.

Kl. 12.00-23.00
Ketilkaffi

Tilvalið að setjast niður í fallegu umhverfi og njóta veitinga í tilefni Gildagsins. Happy Hour frá kl. 16.00-19.00. 

Kl. 12.00-17.00
Fróði fornbókabúð
Listagilsdagur
Viðburður á Facebook HÉR

Stórt safn bóka til sölu, þar á meðal: Forn og sjaldgæfar bækur úr lager okkar Nýjar töfrabækur frá Black Letter Press. Nýkomnar barnabækur Mikill fjöldi bóka í sumarsölunni okkar (100 krónur eða 50 krónur) Og margir fleiri Við erum einnig að sýna og selja listaverk og póstkort í takmörkuðu upplagi frá Ilze.

Kl. 13.00-17.00
Sjoppan vöruhús
Sjoppugleði
Viðburður á Facebook HÉR

Á þriðja Gildegi ársins verður nóg um að vera í Sjoppunni. Helst ber að nefna kynningu á nýjum Yoga Joes hermönnum. Einnig verður hægt að gera góð kaup á sápum frá Wild lather, vörum frá Rockahula kids, Chase and wonder og fleirum. Jafnframt verður boðið upp á krítar og sápukúlur fyrir börnin. Tekið skal fram að gatan verður lokuð umferð á þessum tíma og því engin hætta á ferð. Viðskiptavinir geta skráð sig í Gildagsleik Sjoppunnar. Dregið verður í lok dags og hljóta tveir heppnir glaðning frá Lakrids by Bulow.

Kl. 14.00-17.00
Gilfélagið - Deiglan - Opnun
SLOW QUICK QUICK SLOW
Viðburður á Facebook HÉR

Gestalistamenn Gilfélagsins þær Ebba Stålhandske og Gudrun Westerlund opna sýningu sína laugardaginn í Deiglunni á Akureyri. Titillinn er vísun í mismunandi efnistök listamannanna og þann tíma sem hvert verk tekur en Ebba er textíllistamaður og vinnur með útsaum, applique og efnalitun og Gudrun er málari sem hefur notað vatnsliti og blek á pappír hér á vinnustofunni. Þær hafa einnig unnið verk saman, þar sem þær vinna til skiptis á tartalan.

Kl. 14.00-17.00
Mjólkurbúðin – Salur Myndlistarfélagsins
RÓ Í NÁTTÚRUNNI
Viðburður á Facebook HÉR

Sólveig Dagmar Þórisdóttir hefur verið starfandi listamaður að Korpúlfsstöðum í Reykjavík frá árinu 2007 til 2020. Hún á langan starfsferil að baki sem myndlistarmaður, grafískur hönnuður og hagnýtur menningarmiðlari. Myndlistarmaðurinn tengir listsköpun sína við sköpunarkraft í ró og flæði í náttúrunni og málar oftast á staðnum á ferðalögum sínum. Þannig miðlar hún myndlist sinni á áhrifaríkan hátt og sýnir sig jafnframt í vídeóverki við undirbúning málverka sinna. Þannig vill hún sýna hve nærandi það er að vinna í ró og flæði úti, með sér á staðnum. „Allir geta málað úti í ró á staðnum“. Sólveig Dagmar hefur ferðast víða um Ísland og einnig til Tenerife, til að vinna málverkin sem sýnd eru. Málverkin á sýningunni eru flest unnin síðastliðin þrjú ár.

Kl. 14.00-17.00
Lista- og menningarfélagið Kaktus
Status - frekir kallar
Viðburður á Facebook HÉR

Fyrir nokkrum árum ákvað Sigurður að hætta að skrifa statusa á Facebook til að fá útrás fyrir gremju sína yfir því sem var að gerast í samfélaginu. Þannig losnaði hann við komment sem vöktu þá enn meiri gremju og streitu. Fyrir einu ári eða svo þurfti hann að finna aðra útrás fyrir pirring og gremju og fór þá að mála stórar portrettmyndir í stað þess að ranta á samfélagsmiðlum. Málverkin eru allskonar, sum fljótfærnisleg, önnur agressíf en einnig fínlega máluð, alveg eins og statusar á samfélagsmiðlum verða gjarnan. Á sýningunni eru tíu statusar ef svo má segja, tíu málverk sem öll veittu Sigurði útrás. Verkin eru öll til sölu. Væntanlegir kaupendur ákveða verð en skuldbinda sig til að leggja upphæðina inn hjá góðgerðarsamtökum að eigin vali. Þannig nýtur samfélagið góðs af ergelsi listamannsins.

Kl. 15.00-17.00
Listasafnið á Akureyri - Opnun
Vísitasíur – Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson
Viðburður á Facebook HÉR

Sýningin Vísitasíur er hluti af listrannsóknarverkefninu Ísbirnir á villigötum, sem unnið er í samstarfi sérfræðinga á sviði myndlistar, þjóðfræði og náttúru- og umhverfisfræði. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á fjölþættum tengslum dýra, manna og umhverfis á tímum loftslagshlýnunar. Áhersla er lögð á að rannsaka birtingarform hvítabjarna á Íslandi í sögulegu og samtímalegu samhengi. Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson vinna saman að þverfaglegum myndlistarverkefnum í listasöfnum víða um heim. Þau vinna jafnt með sérfræðingum sem leikmönnum og í verkum sínum skoða þau birtingarform dýra í samfélagslegu, menningarlegu og umhverfislegu samhengi. Verk þeirra afhjúpa menningartákn, sýna fram á hefðir og viðbrögð manna gagnvart dýrum, um leið og þau varpa ljósi á spurningar um náttúruvernd og ólíka afstöðu manna til útrýmingarhættu innan lífríkisins í vistfræðilegu samhengi. Listrannsóknaverkefnið hefur ótvírætt gildi fyrir uppbygginu rannsóknarumhverfis í listum hér á landi og markar því ákveðin tímamót. Það felur jafnframt í sér þverfaglegt samstarf milli Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands, sem er til þess fallið að opna nýjar leiðir fyrir rannsóknarsamstarf á tímum sem kalla á endurskoðun leiða til þekkingarsköpunar innan fræðasamfélagsins. Verkefnið er stutt af Rannsóknasjóði Rannís og Myndlistarsjóði. Það er hýst hjá Listaháskóla Íslands, þar sem Bryndís gegnir starfi prófessors og fagstjóra meistaranáms myndlistardeildar. Verkefnið er unnið í samvinnu við Anchorage safnið í Alaska og Gerðarsafn í Kópavogi. Sýningarstjóri er Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands.

Kl. 15.00-17.00
Listasafnið á Akureyri - Opnun
Ann Noël, Teikn og tákn
Viðburður á Facebook HÉR

Ann Noël er fædd á Englandi 1944, en hefur verið búsett í Berlín frá 1980. Bakgrunnur hennar er í grafískri hönnun, prenti, ljósmyndun, málun og gjörningum. Eftir útskrift úr grafískri hönnun 1968, frá Bathlistaakademíunni í Corsham, vann Noël með Hansjörg Mayer í Stuttgart, en hann var einn af fyrstu útgefendum bókverka. Þessi reynsla kom sér vel þegar henni bauðst að vinna sem aðstoðarmaður Dick Higgins, útgefanda hjá The Something Else Press í New York. Þar kynntist hún Emmett Williams (1925-2007), ritstjóra forlagsins og fjölmörgum Fluxus listamönnum. Snemma á níunda áratugnum varð Noël virkur meðlimur í Fluxus hreyfingunni og tók þátt í gjörningahátíðum víða um heim, einkum í samvinnu við eiginmann sinn Emmett Williams. Hún fremur ennþá gjörninga innan Fluxus Art Group. Einnig hefur hún sjálf gefið út mörg af sínum eigin bókverkum í gegnum árin. Sýningarstjóri: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.

Kl. 16.00
Listasafnið á Akureyri
Listamannaspjall
Viðburður á Facebook HÉR

Æsa Sigurjónsdóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Vísitasíur, stýrir listamannaspjalli við Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson.

Kl. 18.00-18.45
Gilfélagið - Deiglan
Jónas á tímum loftslagsbreytinga
Viðburður á Facebook HÉR

Jónas á tímum loftslagsbreytinga Deiglan, laugardaginn 25. september kl. 18:00 Hvernig hefði Jónas Hallgrímsson ort kvæðaflokkinn „Annes og eyjar“ nú á tímum loftslagsbreytinga? Þessari spurningu er auðvitað ekki hægt að svara en Anton Helgi Jónsson hefur ort „tilgátukvæði“ sem kallast á við liðna tíma og skoðar áfangastaði þjóðskáldsins í ljósi nýrrar þekkingar. Í dagskrá sem flutt verður í Listagilinu þann 25. september les Anton Helgi kvæði Jónasar og sín eigin en tengir þau saman með því að rekja tilurð kvæða Jónasar og hvernig þau kveiktu nýjar hugsanir á okkar ógnvænlegu tímum. Jónas fór í kvæðaflokknum kringum landið og upp á hálendið en Anton Helgi fetar í slóð hans og reynir að endurvekja andblæinn úr kvæðum hans í sínum. Nýju kvæðin eru ort undir sama bragarhætti og Jónas notaði en innihaldið spannar allt frá íhugulli angurværð yfir í gráglettið spaug. Með flutningi þessarar dagskár í Listagilinu vill Anton Helgi heiðra minningu bróður síns Akureyringsins Finnboga Jónssonar, sem lést 9. september, en þeir voru samfeðra.

Kl. 17.30-20.00
RÖSK RÝMI
Áróður - Alfrún Axels
Viðburður á Facebook HÉR

Áróður er fyrsta einkasýning myndlistarkonunnar Álfrúnar Axels. Sýningin Áróður er málverkasýning sem bendir á það sem er athugunarvert í nútíma samfélagi og einkalífi fólks. Póletísk skírskotun er stórt viðfangsefni Álfrúnar sem keppist við að svipta hulunni af tilhugalífi hversdagsins með verkum sínum. Aðalmarkmið Álfrúnar er að listaverkin veiti uppljómun eða nýtt sjónarhorn í hugarfari áhorfanda en oftar en ekki er einhverskonar ágreiningur eða ádeila bakvið hvert verk. Á sýnungunni verða flest verkin til sölu á uppboði. Verðgrunnur er merktur við hvert verk en hægt er að bjóða í verkin með því að tala við listakonuna á staðnum eða senda tilboð með heiti verksins á; alfrunaxels@icloud.com Um listamanninn: Álfrún stundaði myndlistarnámskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur frá barnsaldri. Síðar meir útskrifaðist hún árið 2018 af myndlistarbraut með leiklistar kjarna í FG. Í náminu lagði hún áherslu á alla sjónræna list en útskriftarverkið hennar var ádeila á hugarlíf ungra kvenna í ofbeldissamböndum. Lokasýningin var vel heppnuð og Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, vitnaði í hana í útskriftarræðu sinni það ár en Álfrúnu tókst að flétta saman málverkum, ljóðum og gjörning á nýjan og eftirtektarverðan hátt til að skapa eina heild. Á síðustu árum hefur Álfrún haldið áfram að sinna listinni í stúdíóinu sínu og kláraði nýlega, meðal annars, námskeið í listmálun í Myndlistarskólanum. Verkin á sýningunni eru uppspretta frá því námskeiði. Sérstakar þakkir til kennarana og Myndlisarskólans fyrir stuðninginn og leiðsögnina.

Kl. 19.00-00.00
Lista- og menningarfélagið Kaktus - Opnun
Lýðræðið er pulsa
Viðburður á Facebook HÉR

Lýðræðið er Pulsa er myndband eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur frá árinu 2009. Myndbandið er satíra um lýðræði og hið meinta frelsi sem felst í kosningum. Þjóðarréttur Íslendinga , PULSAN, er myndgerfingur lýðræðisins, pulsasalan Bæjarins Bestu er kjörklefinn og kosningarnar eru val þegnsins/borgarans á sósum og steiktum eða hráum lauk. Sjálf pulsan er hinsvegar ekki val – hana skulu allir gleypa, sjálfviljugir eða með valdi. Myndbandið hefur verðir sýnt á hverjum alþingiskosnigardegi Íslendinga frá árinu 2009.

 


*Ef þú ert með viðburð í nálægð við Listagilið þessar dagsetningar getur þú sent inn þátttökubeiðni á netfangið almar@almar.is. Athugið að þátttökubeiðni verður að berast tíu dögum fyrir Gildaginn.  Skýringarmynd á Gildagslokun þegar hún á við. 

 

Gildagur í Listagilinu

Listasafnið á Akureyri er við Kaupvangsstræti sem einnig er oft kallað Listagilið. Hefð er fyrir því að þegar Listasafnið opnar nýjar sýningar þá sameinist listamenn, hönnuðir og verslanir í kring um að skapa hálfgerða karnivalstemningu með opnunum, viðburðum, tónlist og tilboðum í verslunum. Með þessu samstarfi hefur skapast afar skemmtileg stemning í Listagilinu, svokallaður Gildagur, þar sem fólk nýtur menningar og listar sem og að hitta mann og annan.

Á Gildögum er oft stærstur hluti Kaupvangsstrætis lokaður fyrir bílaumferð milli kl. 14-17. Hægt verður þó að komast að bílastæðum efst og neðst í Listagilinu. Lokunin er auglýst nánar á www.akureyri.is dagana fyrir hvern Gildag þegar hún á við. Einnig er hægt að sjá kort af lokun neðst á þessari síðu.

Gestir Gildaga eru beðnir að deila skemmtilegum myndum með því að nota myllumerkið #gildagur og jafnvel líka #listagilid #hallóakureyri og #akureyri

Gildagar ársins 2021

  • 29. maí
  • 3. júlí
  • 25. september
  • 4. desember

*Ef þú ert með viðburð í nálægð við Listagilið þessar dagsetningar getur þú sent inn þátttökubeiðni á netfangið almar@almar.is. Athugið að þátttökubeiðni verður að berast tíu dögum fyrir Gildaginn.