Listasafnið á Akureyri er við Kaupvangsstræti sem einnig er oft kallað Listagilið. Hefð er fyrir því að þegar Listasafnið opnar nýjar sýningar þá sameinist listamenn, hönnuðir og verslanir í kring um að skapa hálfgerða karnivalstemningu með opnunum, viðburðum, tónlist og tilboðum í verslunum. Með þessu samstarfi hefur skapast afar skemmtileg stemning í Listagilinu, svokallaður Gildagur, þar sem fólk nýtur menningar og listar sem og að hitta mann og annan.
Á Gildögum er oft stærstur hluti Kaupvangsstrætis lokaður fyrir bílaumferð milli kl. 14-17. Hægt verður þó að komast að bílastæðum efst og neðst í Listagilinu. Lokunin er auglýst nánar á www.akureyri.is dagana fyrir hvern Gildag þegar hún á við. Einnig er hægt að sjá kort af lokun neðst á þessari síðu.
Gestir Gildaga eru hvattir til að deila skemmtilegum myndum með því að nota myllumerkið #gildagur og jafnvel líka #listagilid #hallóakureyri og #akureyri
Gildagar ársins 2023
Tímasetningar ekki komnar.
Skýringarmynd á Gildagslokun þegar hún á við.
Smellið á mynd til að fá stærri útgáfu