Til baka

Gildagur í Listagilinu

Listasafnið á Akureyri er við Kaupvangsstræti sem einnig er oft kallað Listagilið. Hefð er fyrir því að þegar Listasafnið opnar nýjar sýningar þá sameinist listamenn, hönnuðir og verslanir í kring um að skapa hálfgerða karnivalstemningu með opnunum, viðburðum, tónlist og tilboðum í verslunum. Með þessu samstarfi hefur skapast afar skemmtileg stemning í Listagilinu, svokallaður Gildagur, þar sem fólk nýtur menningar og listar sem og að hitta mann og annan. 

Á Gildögum er oft stærstur hluti Kaupvangsstrætis lokaður fyrir bílaumferð milli kl. 14-17. Hægt verður þó að komast að bílastæðum efst og neðst í Listagilinu. Lokunin er auglýst nánar á www.akureyri.is dagana fyrir hvern Gildag þegar hún á við. Einnig er hægt að sjá kort af lokun neðst á þessari síðu.

Gestir Gildaga eru beðnir að deila skemmtilegum myndum með því að nota myllumerkið #gildagur og jafnvel líka #listagilid #hallóakureyri og #akureyri

Gildagar ársins 2021

  • 29. maí
  • 3. júlí
  • 25. september
  • 4. desember

*Ef þú ert með viðburð í nálægð við Listagilið þessar dagsetningar getur þú sent inn þátttökubeiðni á netfangið almar@almar.is. Athugið að þátttökubeiðni verður að berast tíu dögum fyrir Gildaginn.


Dagskrá Gildagsins 29. maí 2021

*birt með fyrirvara um breytingar

 

Kl. 11-17
Garn í gangi
Opnun á Ragnheiðarstofu
Garn í gangi á Facebook HÉR

Garn í gangi stækkar. Við opnum Ragnheiðarstofu sem gefur gestum okkar þann möguleika að setjast niður og gera handavinnu hjá okkur og kíkja í bækur og blöð. Hvetjum hannyrðafólk að koma við og sjá það sem við höfum upp á að bjóða. Karfa með tilboðsvörum.

 

Kl. 12-17
Listasafnið á Akureyri
Takmarkanir – 17 norðlenskir myndlistarmenn - OPNUN
Nýleg aðföng – nýleg verk úr safneign Listasafnsins - OPNUN
Viðburður á Facebook HÉR
*í tilefni Gildagsins er enginn aðgangseyrir inn á safnið

Frá 2015 hefur annað hvert ár verið sett upp sýning á verkum norðlenskra myndlistarmanna í Listasafninu á Akureyri. Það er því komið að fjórða tvíæringnum og að þessu sinni hefur sýningin sérstakt þema: Takmarkanir. Titillinn er að sjálfsögðu bein tilvísun í ástandið í heiminum þessi misserin. Dónmefnd valdi verk 17 norðlenskra myndlistarmanna á sýninguna. Sýninin mun standa í allt sumar eða til 3. oktðober 2021. Eitt af meginhlutverkum listasafna er að safna myndlist og miðla safneigninni. Því miður er ekkert fjármagn áætlað á fjárhagsáætlun Listasafnsins á Akureyri til kaupa á listaverkum og þannig hefur það verið í meira en áratug. Þetta stendur til bóta, enda mikilvægt að safna með reglubundnum hætti listaverkum sem endurspegla listasöguna. Listasafninu hafa aftur á móti borist margar góðar gjafir á síðustu árum og byggir sýningin Nýleg aðföng á hluta af þeim verkum en verk eftir 8 listamenn verða sýnd á þessari sýningu sem stendur til 14. nóvember 2021.

 

Kl. 12-17
Fróði fornbókabúð
Afsláttardagur
Viðburður á Facebook HÉR

Strákarnir í Fróða bjóða upp á góðan afslátt af völdum skáldverkum í tilefni Gildagsins. Einnig mikið úrval af íslenskum og enskum skáldverkabókum á 50 kr. eða 100 kr. Komdu og grúskaðu í notalegu umhverfi, kaffisopi í boði fyrir gesti.

 

Kl. 13-17
Sjoppan vöruhús
Sjoppugleði
Viðburður á Facebook HÉR

Á fyrsta Gildegi ársins verður nóg um að vera í Sjoppunni. Helst ber að nefna kynningu og smakk á sumarlakkrísnum frá Johan Bulow. Einnig verður hægt að gera góð kaup á vörum frá Rockahula kids, töskum frá Sun Jellies, handklæðum frá Takk Home og fleiri flottum vörum. Jafnframt verður boðið upp á krítar og sápukúlur fyrir börnin. Tekið skal fram að gatan verður lokuð umferð á þessum tíma og því engin hætta á ferð. Viðskiptavinir geta skráð sig í Gildagsleik Sjoppunnar. Dregið verður í lok dags og hljóta tveir heppnir glaðning frá Lakrids by Bulow.

 

Kl. 14-17
Deiglan - Gilfélagið
Salon des Refusés
Viðburður á Facebook HÉR

Verið hjartanlega velkomin á opnun Salon des Refusés í Deiglunni. Salon des Refusés, eða Þeim sem var hafnað opnar samhliða Takmarkanir, sýningu Listasafnsins á Akureyri þar sem dómnefnd fer yfir og velur verk á sýninguna. Salon des Refusés vísar í aldagamla sögu myndlistasýninga þar sem listamenn hafa tekið sig saman og sýna verk sem hafa verið hafnað af dómnefndum. Uppruna þessara tegunda sýninga má rekja til sýningar í París árið 1863. Á Salon des Refusés í Deiglunni verða einnig sýnd verk eftir listamenn sem af einhverjum ástæðum sóttu ekki um. Von Gilfélagsins er að sýningarnar í Listagilinu munu veita góða innsýn í hvað listamenn á svæðinu eru að fást við.

 

Kl. 14-17
Grillstofan – Sportbar
Pool-Píla
Grillstofan á Facebook HÉR

Kíktu á Grillstofuna og prófað pool, pílu eða taktu lagið í Karaoke. Í tilefni Gildagsins er tilboð á krana ásamt rauðu og hvítu.

 

Kl. 14-19
Lista- og menningarfélagið Kaktus
Óvart
Kaktus á Facebook HÉR

Óvart í Kaktus Kemur á óvart? Alveg óvart?

 

Kl. 14-17
Mjólkurbúðin – Salur myndlistarfélagsins
Hug-Ljómi
Viðburður á Facebook HÉR

Sýningin einkennist af litríkum verkum þar sem stjörnur og kvenhetjur fortíðar eruaðalpersónur og eru þær umvafðar framandi flóru ásamt dýrum og fantasíu. verkin eru máluð á við með akryl og spray á viðarplötur og eru unnin á árunum 2019-2021. sýningin hentar öllum aldurshópum

 


*Ef þú ert með viðburð í nálægð við Listagilið þessar dagsetningar getur þú sent inn þátttökubeiðni á netfangið almar@almar.is. Athugið að þátttökubeiðni verður að berast tíu dögum fyrir Gildaginn.  Skýringarmynd á Gildagslokun þegar hún á við.