Mannfólkið breytist í slím er háskalegasta menningarverkefni Akureyrar sem aldrei fer fram á sama stað. Hátíðin hefur verið haldin ár hvert síðan 2018 af listakollektívinu MBS og á sér fáar hliðstæður í menningarlandslaginu.
Mannfólkið breytist í slím er tileinkuð jaðar- og grasrótarmenningu með áherslu á listafólk úr héraði. Hátíðin er fyrst og fremst helguð tónlist en hefð hefur skapast fyrir gjörningalist í bland við tónlistaratriði auk atriða sem dansa mitt á milli listformanna tveggja.
Meðal markmiða verkefnisins er að festa í sessi öfluga menningarhátíð utan meginstrauma á Akureyri svo hún megi efla listalíf svæðisins til frambúðar og skapa tækifæri fyrir ungt listafólk til að koma fram í bland við reyndara.
Mannfólkið breytist í slím hefur verið haldin árlega af listakollektívinu MBS síðan 2018. Sem fyrr er sérstök áhersla á þá miklu grósku sem er að finna í jaðarsenunni norðan heiða með framúrskarandi gestum annarsstaðar að. Úr verður tveggja daga tónlistarhátíð sem á sér enga hliðstæðu á landsbyggðinni.