Til baka

Franska kvikmyndahátíðin (febrúar)

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri er haldin í febrúar ár hvert með bíósýningum á nokkrum vel völdum stöðum. Athugið að enginn aðgangseyrir er á sýningar hátíðarinnar. Sýningar í Sambíóunum þarf að sækja um miða en aðrar sýningar er nóg að mæta á staðinn. 

Dagskrá Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri 2023

*Birt með fyrirvara um breytingar.

 

8. febrúar kl. 17 - Sambíóin Akureyri
Grand Marin / Sjókonan
Sýningu lokið

Aðalhlutverk: Dinara Drukarova, Sam Louwyck, Björn Hlynur Haraldsson.
Leikstjóri: Dinara Drukarova.
Stikla HÉR
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR
Lengd: 84 mín.
Tungumál: Franska og enska með íslenskum texta.

Myndin ger­ist við Íslands­strend­ur og er fram­leidd af Bene­dikt Erl­ings­syni og í auka­hlut­verk­um eru meðal ann­ars Björn Hlyn­ur Har­alds­son og Hjört­ur Jó­hann Jó­hanns­son. Hún fjall­ar um Lili sem hef­ur yf­ir­gefið allt sem hún þekk­ir til að elta draum sinn um að ferðast um heim­inn og veiða í Norður­sjón­um. Mynd­in var að miklu leyti tek­in upp á Íslandi.  

 

14. febrúar kl. 16.30 - Amtsbókasafnið á Akureyri
Calamity

Sýningu lokið
Aðalhlutverk: Salomé Boulven, Alexandra Lamy, Alexis Tomassian.
Leikstjórn: Rémi Chayé
Stikla HÉR
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR
Lengd: 85 mín.
Tungumál: Franska með íslenskum texta.

Gullfalleg og spennandi teiknimynd fyrir yngri kynslóðina um æsku og uppvöxt Calamity Jane, sem síðar varð goðsögn í villta vestrinu!
Ameríka, 1863. Lest landnema ferðast með hestvögnum vestur á bóginn með von um betra líf. Martha verður að flýja og klædd eins og strákur leitar hún að leiðum til að sanna sakleysi sitt. Um leið uppgötvar hún nýjan heim í mótun þar sem einstakur persónuleiki hennar fær að njóta sín.
Ævintýralegt ferðalag, fyrir alla fjölskylduna en kvikmyndin hefur hlotið fjölda Alþjóðlegra verðlauna.15. febrúar kl. 17 - Sambíóin Akureyri
Cuopez! / Final Cut!
Sýningu lokið

Aðalhlutverk: Romain Duris, Bérénice Bejo, Grégory Gadebois.
Leikstjóri: Michel Hazanavicius.
Stikla HÉR
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR
Lengd: 110 mín.
Tungumál: Franska og japanska með íslenskum texta.

Stórkostleg gamanmynd þar sem hópur kvikmyndagerðarmanna lendir í kröppum dansi í tökum á lítilli uppvakningamynd, þar sem hlutinir flækjast þegar alvöru uppvakningar fara trufla framleiðsluna! Myndin, sem var opnunarmynd Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2022 er endurgerð á hinni stórkostlegu One Cut of the Dead.

 

19. febrúar kl. 15 - Listasafnið á Akureyri
Les Invisibles / Invisibles
Sýningu lokið
Aðalhlutverk: Yann, Pierre, Bernard Romieu.
Leikstjóri: Sébastien Lifshitz.
Stikla HÉR
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR
Lengd: 115 mín.
Tungumál: Franska með enskum texta.

Ellefu karlar og konur sem ólust upp í Frakklandi á millistríðsárunum og eiga ekkert sameiginlegt annað en að vera samkynhneigð, segja frá reynslu sinni af forpokuðu samfélagi sem í rauninni hafnaði tilvist þeirra. Reynsla fólksins afhjúpar þau ljón sem urðu í veginum þegar það reyndi að lifa sínu eðlilega lífi. Sébastien Lifshitz, leikstjóri myndanna PRESQUE RIEN og WILD SIDE, opnar okkur sýn á líf samkynhneigðra á árum áður. Ástúðleg og hreinskilin frásögn.

Vínglas í boði fyrir gesti í boði sendiráði Frakklands á Íslandi.


Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, Sambíóunum Akureyri og Akureyrarbæ.

Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir á sýningar hátíðarinnar