Til baka

Franska kvikmynda- hátíðin (febrúar)

Í tilefni Frönsku kvikmyndahátíðarinnar verða sýndar þrjár bíómyndir á jafnmörgum stöðum víðsvegar um Akureyri. Nánari upplýsingar um kvikmyndirnar á dagskrá og staðsetning hér fyrir neðan. Dagsetning og viðburðir hátíðarinnar 2022 birtast þegar nær dregur. Athugið að enginn aðgangseyrir er á sýningar hátíðarinnar.

Dagskrá Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri 2021

*Birt með fyrirvara um breytingar.

 

27. febrúar
Kl. 13.00 – Amtsbókasafnið á Akureyri

Hin fræga innrás bjarna á Sikiley / La fameuse invasion des ours en Sicile
Viðburður á Facebook HÉR
Stikla myndar HÉR

Franska sendiráðið og Amtsbókasafnið á Akureyri bjóða þér á upphafsmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri sem er kvikmyndin Hin fræga innrás bjarna á Sikiley.

Dásamleg og hjartnæm teiknimynd fyrir börn á öllum aldri. Leoncé, konungur bjarnanna, gerir innrás í land mannanna ásamt ættbálki sínum til þess að bjarga syni sínum. Hin fræga innrás bjarna á Sikiley er frönsk-ítölsk teiknimynd byggð á frægri barnabók eftir Dino Buzzati sem kom út árið 1945. Myndin var valin til sýninga í Un Certain Regard flokknum á kvikmyndahatíðinni í Cannes árið 2019.

Myndin verður sýnd á frönsku með íslenskum texta sem þýddur er af nemanda í frönsku við Háskóla Íslands.
Raddir: Leïla Bekhti, Thomas Bidegain, Jean-Claude Carrière 
Lengd: 82 mín.

 

4. mars
Kl. 18.00 – Borgarbíó

Sannleikurinn / La Vérité
Viðburður á Facebook HÉR
Stikla myndar HÉR

Akureyrarbæ, franska sendiráðinu á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík er sönn ánægja að því að bjóða ykkur í Borgarbíó í tilefni Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri.

Hægt er að nálgast frímiða í Borgarbíói frá kl. 17 á sýningardegi og gestum er boðið upp á vínglas til að taka með sér inn í salinn á meðan birgðir endast.

Fabienne er frönsk kvikmyndastjarna sem er vön að vefja karlmönnum um fingur sér. Eftir að hún gefur út endurminningar sínar snýr dóttir hennar Lumir aftur til Parísar, ásamt bandarískum eiginmanni sínum og barni. Endurfundir móður og dóttur verða viðburðarríkir og hulunni er svipt af ýmsum leyndarmálum þegar þær neyðast til þess að horfast í augu við sannleikann.

Fyrsta mynd japanska leikstjórans Hirokazu Kore-eda utan heimalands síns!
 
Myndin verður sýnd á frönsku með íslenskum texta.

Aðalhlutverk: Juliette Binoche, Catherine Deneuve og Ethan Hawke
Lengd: 106 mín.

 

14. mars
Kl. 17.00 – Listasafnið á Akureyri

Stuttmyndirnar - Alice Guy
Viðburður á Facebook HÉR

Kynnist þrettán einstökum og sérvöldum stuttmyndum eftir Alice Guy.

Alice Guy, sem var fyrsti kvenleikstjóri sögunnar gleymdist úr sögu kvikmyndanna í langan tíma. Það var Alice Guy sem lagði við Léon Gaumont að hverfa frá stuttum hreyfimyndum yfir í að taka upp litlar handritasögur. Guy vann í framkvæmdarstjórn Gaumont sem leikstjóri, listrænn stjórnandi, handritshöfundur, og við tilraunir og tæknibrellur.

Kvöldið er haldið með styrk frá Institut Francais
 

Þöglar myndir.
Lengd: 50 mín.

 


Samstarfsaðilar Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri eru:

Franska sendiráðið, Akureyrarstofa, Borgarbíó, Amtsbókasafnið á Akureyri, Institut Français og Listasafnið á Akureyri.

Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir á sýningar hátíðarinnar