Til baka

Aðventuævintýri (desember)

Aðventuævintýri á Akureyri hefst á laugardegi fyrstu aðventuhelgina fyrir jól með því að ljósin eru tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en tréð er gjöf frá Randers vinabæ Akureyrar í Danmörku. Aðventuævintýri á Akureyri stendur fram að jólum og rekur hver viðburðurinn annan: Ýmiskonar aðventu- og útgáfutónleikar, bókaupplestur, jólamarkaðir, miðbæjarstemning og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.

Hér að neðan eru ýmsar upplýsingar og tengingar á heimasíður sem auðvelda þér að skipuleggja huggulega aðventu. Viðburðadagatalið á www.visitakureyri.is auðveldar þér að fylgjast með því sem er að gerast. Hér má finna yfirlit yfir opnunartíma verslana í miðbænum og á Glerártorgi. Fyrir þá sem leita að afþreyingarmöguleikum um jól og áramót þá má finna yfirlit yfir opnunartíma og afþreyingu sem er í boði hjá fyrirtækjum og upplagt fyrir ferðamenn að kynna sér                                                                            þegar haldið er til Akureyrar. 

 

 Dagskrá Aðventuævintýris 2019

TÓNLIST OG LEIKLIST
Það fylgir aðventunni að njóta góðrar tónlistar og komast þannig í jólaskap. Hjá Menningarfélagi Akureyrar er fjöldi áhugaverðra tónleika og leiksýninga í boði. Skoðaðu heimasíðu Menningarfélagsins eða Facebooksíðu félagsins fyrir frekari upplýsingar. Græni hatturinn er einstakur tónleikastaður sem býður upp á metnaðarfulla tónleikadagskrá allt árið um kring. Fylgstu með viðburðum aðventunnar á heimasíðu Græna hattarins.  Í kirkjum bæjarins eru gjarnan tónleikar á aðventunni auk aðventukvölda. Skoðaðu heimasíður Glerárkirkju og Akureyrarkirkju.

SÖFN OG SÝNINGAR 
Hví ekki að bregða sér á safn í aðventunni!  

Opnunartímar safna og sýninga:
Amtsbókasafnið: Virka daga kl.08.15-19.00 og lau kl.11.00-16.00  (lokað 24.-26 des. og 31. des-1.jan)
Flugsafnið: Laugardaga kl.14.00-17.00 (Lokað 30. nóv og 7. des v/einkasamkvæma)
Minjasafnið og Nonnahús: Daglega kl. 13.00-16.00. (lokað 24.-25. des og 1.jan) Jólasýningin  "Göngum við í kringum" 
Iðnaðarsafnið: Daglega til 8. desember kl. 13.00-16.00. Lokað frá 8. desember - 17. janúar.
Mótorhjólasafnið: Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-16.00.
Listasafnið á Akureyri: Daglega kl.12.00-17.00 (lokað 24.-25. des og 31. des-1.jan)
Norðurslóð - Into the Arctic: Mán-fim 12.00-15.00, fös-sun 14.00-17.00 (lokað 23. des. - 1.jan)

MATUR OG DRYKKUR
Ef einhverntímann er ástæða til að gera vel við sig í mat og drykk þá er það á aðventunni. Á Akureyri eru fjölmargir ómótstæðilegir veitingarstaðir sem bjóða upp á ljúffeng jólahlaðborð og matseðla sem kitla bragðlaukana. Það er líka upplagt að leggja leið sína á eitthvert af fjölmörgum kaffihúsum bæjarins til að hvíla sig við jólagjafainnkaupin og þeir sem vilja kíkja á skyndibitastað hafa úr nægu að velja.


GISTING
Gistimöguleikarnir á Akureyri eru fjölmargir – viltu gista á hóteli eða í hótelíbúð, á gistiheimili eða í íbúðagistingu eða jafnvel í sumarhúsi?  Skoðaðu yfirlit yfir gistimöguleika á visitakureyri.is undir flipanum gisting

VERSLUN
 Það er upplagt að gera jólaverslunina á Akureyri í rólegu og huggulegu umhverfi, þar sem boðið er upp á vandað og fjölbreytt vöruúrval og verslunar- og þjónustuaðilar leggja áherslu á að veita góða og persónulega þjónustu. Þegar nær dregur verður hægt að skoða hér lista yfir opnunartíma verslana í desember.  Hér getur þú skoðað heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs og Miðbæjarsamtökin á Akureyri halda úti Facebooksíðu.

Hrísey
30. nóvember: Kl. 19.30 Jólahlaðborð í Verbúðinni 66.
7. desember: kl. 12.00-14.00 Möndlugrautur í Hlein, boðið upp á grjónagraut með möndlu og slátri. Verðlaun fyrir möndluna. kl. 19.30 Jólahlaðborð í Verbúðinni 66.
8. desember: kl. 14.00-17.00 Jólamarkaður í Verbúðinni 66
11. desember: Jólabingó Slysavarnafélagsins í Verbúðinni 66. Kl. 17.00 barnabingó, kl. 20.30 fullorðinsbingó.
23. desember: Skötuveisla á Verbúðinni 66 kl. 18:00. Vinsamlegast pantið fyrir 20. desember.

Viðburðadagatal aðventuævintýris: 
(Dagskrá er í vinnslu og uppfærist eftir því sem dagskrárliðir bætast við)

Laugardagur 23. nóvember
Kl. 10.00-11.30 Laugardagskaffi um borð í Húna II við Fiskihöfnina
kl. 10.00-16.00 Aðventu- og jólamarkaður Skógarlundar, miðstöð virkni og hæfingar
Kl. 11.00-12.00 Laugardagsmorgunn í leikhúsinu í Samkomuhúsinu
Kl. 11.00-17.00 Pop-Up Jólamarkaður í Símey – Netverslanir, handverk, hönnun og beint frá býli
Kl. 13.00-15.00 Myndlistasmiðja fyrir fullorðna með Aðalsteini Þórssyni í Listasafninu
Kl. 14.00 Skónýtni skóhönnuðurinn í Iðnaðarsafninu 
Kl. 14.00-17.00 Gildagur í Listagilinu
Kl. 14.00-17.00 Myndlist í pakkann og örsmiðja í Rösk Rými
Kl. 14.00-17.00 Það er draumur að dansa við dáta - Tryggvi Zophónías Pálsson sýnir í Mjólkurbúðinni
Kl. 14.00-17.00 The Dawning of Night – Matt Armstrong sýnir í Deiglunni
Kl. 15.00 Ekki hugmynd Útskriftarsýning VMA opnar í Listasafninu - opin til 1. desember
Kl. 16.00 Tendrað á jólatrénu á Ráðhústorgi
Kl. 16.00 Söngvar Daníels í Akureyrarkirkju 

kl. 22.00 Jónas Sig heldur tónleika á Græna Hattinum

Sunnudagur 24. nóvember
Kl. 11.00 Heimspekikaffi á Bláu Könnunni. Sigurður Kristinsson - Á alltaf að segja sannleikann
Kl. 14.00-17.00 Það er draumur að dansa við dáta - Tryggvi Zophónías Pálsson sýnir í Mjólkurbúðinni
Kl. 14.00-17.00 The Dawning of Night – Matt Armstrong sýnir í Deiglunni 
Kl. 19.30 Svanavatnið. Hátíðarballettinn frá Pétursborg ásamt Sinfoníuhljómsveit Norðurlands í Hofi

Mánudagur 25. nóvember
Kl. 17.00 Ljósaganga í tilefni upphafs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi frá Hofi að Akureyrarkirkju

Miðvikudagur 27. nóvember
Kl. 17.00 Klassískir söngtónleikar Tónlistarskólans á Akureyri í Hofi

Fimmtudagur 28. nóvember

Kl. 12.00 Leiðsögn um sýninguna Verkafólk í Listasafninu á Akureyri
Kl. 16.30 Sögustund á Amtsbókasafninu
Kl. 20.00 Kastali Krumma – lokaþáttur afmælis Svartra fjaðra í Davíðshúsi
Kl. 21.00-23.00 Jazzgeggjaður fimmtudagur á R5 Bar - Ösp Eldjárn & Örn Eldjárn
Kl. 22.00 Skepna, Lost og Nýríki Nonni. Rokktónleikar á Græna Hattinum

Föstudagur 29. nóvember
Kl. 16.00-16.45 Flögr. Ljóðlestur og flutningur á örtónverki í Flóru 
Kl. 20.00-23.00 Opnun á myndlistarsýningu Mak Jürgen „I miss the days chasing lights“ í Kaktus

Laugardagur 30. nóvember
Kl. 12.00-17.00 Jólamarkaður í Laugarborg, Hrafnagili 
Kl. 12.00-17.00 Málað á piparkökur. Fjölskyldustund á Kaffi Kú
Kl. 12.00-17.00 List- og Handverksmessa Gilfélagsins í Deiglunni
Kl. 14.00-17.00 Hallgrímur Ingólfsson sýnir í Mjólkurbúðinni
Kl. 14.00-17.00 Mak Jürgen „I miss the days chasing lights“ Myndlistarsýning í Kaktus
Kl. 19.30 og 22.30 Pétur Jóhann í 20 ár í Hofi
Kl. 22.00 Á Móti Sól – Miklu meir en spenntir fyrir jólin á Græna Hattinum

Sunnudagur 1. desember
Kl. 12.00-17.00 Málað á piparkökur. Fjölskyldustund á Kaffi Kú
Kl. 12.00-17.00 List- og Handverksmessa Gilfélagsins í Deiglunni 
Kl. 14.00-17.00 Hallgrímur Ingólfsson sýnir í Mjólkurbúðinni
Kl. 14.00-17.00 Mak Jürgen „I miss the days chasing lights“ Myndlistarsýning í Kaktus
Kl. 14.00-17.00 Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson - Upplestur hjá FFA Strandgötu 23
Kl. 17.00 Aldið út er sprungið. Klassískir tónleikar í Akureyrarkirkju

Mánudagur 2. desember
Kl. 17.30 Jólatónleikar blásarasveita Tónlistarskólans á Akureyri í Hofi

Þriðjudagur 3. desember
Kl. 20.00-22.00 Jólatónleikar Þryms, tónlistarfélags VMA í VMA

Fimmtudagur 5. desember

Kl. 12.00 Leiðsögn um sýninguna Úrval í Listasafninu á Akureyri
Kl. 16.30 Jólasögustund á Amtsbókasafninu
Kl. 17.00 Verðlaunaafhending Ungskálda á Amtsbókasafninu
Kl. 21.00 Þórkatla Haraldsdóttir heldur tónleika á R5 Bar
Kl. 21.00 Eitthvað fallegt – Jólatónleikar Ragnheiðar Gröndal, Kristjönu Stefáns og Svavars Knúts á Græna Hattinum

Föstudagur 6. desember
Kl. 20.00-22.00 Kertakvöld í miðbænum
Kl. 21.00 Prins Jóló á Græna Hattinum
Kl. 21.30 Tónleikar með Viljar Niu á Akureyri Backpackers
Kl. 22.00 Jólatónleikarnir Norðurljósin í Hofi

Laugardagur 7. desember
Kl. 11.00-18.00 Aðventuhelgi í Kaffi Laut Lystigarðinum
Kl. 11.00-17.00 Aðventumarkaður í Hlíðarbæ - Handverk, hönnun og gott í gogginn!
Kl. 12.00-18.00 Jólamarkaður í Holtseli, ljúf jólastemning og úrval af matvöru og handverki 
Kl. 13.00-17.00 Jólamarkaður í Vaglaskógi
Kl. 13.00-15.00 Myndlistasmiðja fyrir fullorðna með Björgu Eiríksdóttur í Listasafninu
Kl. 13.00 Útgáfuhóf Pastelrita í Flóru
Kl. 14.00-17.00 Gildagur í Listagilinu 
Kl. 14.00-17.00 Jólasölusýning Myndlistarfélagsins í Mjólkurbúðinni
Kl. 14.00-17.00 Sýning á grafíkverkum í Deiglunni
Kl. 15.00 Opnun sýninganna HEIMAt  og Handanbirta/Andansbirta í Listasafninu á Akureyri
Kl. 17.00 Skandalakvöld í Kaktus
Kl. 19.00 Hátíðartónleikar Eyþórs Inga í Glerárkirkju
Kl. 19.00 og 22.00 Jólatónleikarnir Norðurljósin í Hofi
Kl. 22.00 Vintage Caravan heldur tónleika á Græna Hattinum

Sunnudagur 8. desember
Kl. 11.00-18.00 Aðventuhelgi í Kaffi Laut Lystigarðinum
Kl. 11.00-17.00 Aðventumarkaður í Hlíðarbæ - Handverk, hönnun og gott í gogginn!
Kl. 11.00, 12.30, 15.00 og 16.30 Hvít jól. Jóladanssýning Steps Dancecenter í Hofi
Kl. 12.00-18.00 Jólamarkaður í Holtseli, ljúf jólastemning og úrval af matvöru og handverki 
Kl. 13.00 Perlað af Krafti á aðventunni í Brekkuskóla
Kl. 14.00-17.00 Jólasölusýning Myndlistarfélagsins í Mjólkurbúðinni
Kl. 14.00-17.00 Sýning á grafíkverkum í Deiglunni 

Mánudagur 9. Desember
Kl. 17.00 Jólapeysuföndur á Amtsbókasafninu

Miðvikudagur 11. Desember
Kl. 16.30-18.30 Aðventu borðspil á Amtsbókasafninu

Fimmtudagur 12. Desember
Kl. 12.00 Leiðsögn um sýninguna Handanbirta í Listasafninu á Akureyri
Kl. 15.00-17.00 Opinn samlestur á Vorið Vaknar í Samkomuhúsinu
Kl. 20.00 Æskujól – Ari Ólafsson, Karolína Sif og Pétur Ernir í Akureyrarkirkju
Kl. 21.00 Jólatónleikar með Andreu Gylfa á R5 Bar
Kl. 21.00 Stebbi Jak og Andri Ívars - Jólatónleikar á Græna Hattinum

Föstudagur 13. desember
Kl. 17.00-19.00 Opin vinnustofa í Rösk Rými
Kl. 20.00 JólaKaktus og Drinni - Markaður og tónlist í Kaktus 
Kl. 21.00 Jólastund – Gréta Salóme og Daði Freyr í Akureyrarkirkju
Kl. 22.00 Lúðar og létt tónlist á Græna Hattinum

Laugardagur 14. desember
Kl. 10.00-11.30 Laugardagskaffi um borð í Húna II, Fiskihöfninni
Kl. 11.00-15.00 Höggvið eigið jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk
Kl. 11.00-16.00 Svartar fjaðrir – ljóð lesin og sungin í Davíðshúsi 
Kl. 11.00-18.00 Aðventuhelgi í Kaffi Laut Lystigarðinum
Kl. 12.00-22.00 Jóladagskrá á Glerártorgi
Kl. 13.00-18.00 Beate og Helga búð - Markaður við Flóru
Kl. 14.00-17.00 Jólasölusýning Myndlistarfélagsins í Mjólkurbúðinni
Kl. 14.00-17.00 Rögnvaldur Rögnvaldsson sýnir í Deiglunni
Kl. 14.00-17.00 Opin vinnustofa í Rösk Rými
Kl. 14.00- JólaKaktus markaður í Kaktus
Kl. 16.00 Hugarró á aðventu. Margrét Árnadóttir söngkona flytur ljúfa tónlist í Glerárkirkju
Kl. 16.00, 19.00 og 22.00 Jólatónleikarnir Heima um jólin í Hofi
Kl. 22.00 Lúðar og létt tónlist á Græna Hattinum

Sunnudagur 15. desember
Kl. 11.00-18.00 Aðventuhelgi í Kaffi Laut Lystigarðinum
Kl. 11.00-15.00 Höggvið eigið jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk
Kl. 12.00-22.00 Jóladagskrá á Glerártorgi
Kl. 13.00-16.00 Jólaball Skautahallarinnar
Kl. 13.00-18.00 Beate og Helga búð - Markaður við Flóru
Kl. 14.00-17.00 Jólasölusýning Myndlistarfélagsins í Mjólkurbúðinni
Kl. 14.00-17.00 Rögnvaldur Rögnvaldsson sýnir í Deiglunni 
Kl. 14.00-17.00 Opin vinnustofa í Rösk Rými
Kl. 14.00-17.00 JólaKaktus markaður í Kaktus
Kl. 16.00 Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju ásamt Kvennakór Akureyrar í Glerárkirkju
Kl. 16.00 Jólatónleikarnir Heima um jólin í Hofi 
Kl. 17.00 og kl. 20.00 Jólasöngvar Akureyrarkirkju

Mánudagur 16. Desember
Kl. 13.00-18.00 Beate og Helga búð - Markaður við Flóru
Kl. 16.30 Snjókornaföndur á Amtsbókasafninu
Kl. 20:00-21:00 Aðventusöngvar við kertaljós í Möðruvallakirkju

Þriðjudagur 17. Desember
Kl. 13.00-18.00 Beate og Helga búð - Markaður við Flóru
Kl. 16.30-18.30 Aðventu borðspil á Amtsbókasafninu
Kl. 19.00-21.00 Aðventukvöld í Nonnahúsi og Minjasafninu

Miðvikudagur 18. desember

Kl. 13.00-18.00 Beate og Helga búð - Markaður við Flóru
Kl. 17.00 Hátíðartónleikar Tónlistarskólans á Akureyri í Hofi
Kl. 21.00 Jóla-Góss - Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson halda tónleika á Græna Hattinum 

Fimmtudagur 19. desember
Kl. 12.00 Leiðsögn um sýninguna HEIMAt í Listasafninu á Akureyri
Kl. 13.00-18.00 Beate og Helga búð - Markaður við Flóru
Kl. 14.00-17.00 Jólasölusýning Myndlistarfélagsins í Mjólkurbúðinni
Kl. 17.00-21.00 Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar
Kl. 18.00 Jólatónleikar rytmísku deildar Tónlistarskólans á Akureyri í Hofi
Kl. 19.00 Stjörnublik – Jólatónleikar Karlakórs Eyjafjarðar og gesta í Glerárkirkju
Kl. 20:00-22:30 Opin vinnustofa Hjartalags, Þórunnarstræti 97
Kl. 21.00 Jólatónleikar KK & Ellen í Akureyrarkirkju
Kl. 21.00 Góðgerðartónleikar skapandi deildar Tónlistarskólans á Akureyri á R5 Bar

Föstudagur 20. desember
Kl. 13.00-18.00 Beate og Helga búð - Markaður við Flóru
Kl. 14.00-17.00 Jólasölusýning Myndlistarfélagsins í Mjólkurbúðinni
Kl. 19.30 og 22.00 Ari Eldjárn: Áramótaskop í Hofi
Kl. 20.00 Georg Óskar og Yafei - I feel as I have been asleep, asleep so long. Opnun á sýningu í  Kaktus.  
Kl. 22.00 Valdimar og fjölskylda. Jólatónleikar á Græna Hattinum

Laugardagur 21. desember
Kl. 11.00-15.00 Höggvið eigið jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk
Kl. 13.00-18.00 Beate og Helga búð - Markaður við Flóru
Kl. 14.00-17.00 Jólasölusýning Myndlistarfélagsins í Mjólkurbúðinni
Kl. 14.00-18.00  Georg Óskar og Yafei - I feel as I have been asleep, asleep so long. Myndlistarsýning í Kaktus 
Kl. 14.00-18.00 Opið hús í Freyjulundi á aðventu - Opnar vinnustofur Aðalheiðar Eysteinsdóttur og Jóns Laxdal
Kl. 20.30 Þorláksmessutónleikar Bubba í Hofi 
Kl. 22.00 Valdimar og fjölskylda. Jólatónleikar á Græna Hattinum

Sunnudagur 22. desember
Kl. 11.00-15.00 Höggvið eigið jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk
Kl. 13.00-18.00 Beate og Helga búð - Markaður við Flóru
Kl. 14.00-17.00 Jólasölusýning Myndlistarfélagsins í Mjólkurbúðinni
Kl. 14.00-18.00  Georg Óskar og Yafei - I feel as I have been asleep, asleep so long. Myndlistarsýning í Kaktus 
Kl. 14.00-18.00 Opið hús í Freyjulundi á aðventu - Opnar vinnustofur Aðalheiðar Eysteinsdóttur og Jóns Laxdal
Kl. 16.00 og 19.00 Jólatónleikar Jóhönnu Guðrúnar og Eyþórs Inga í Hofi
Kl. 21.00 Jólatónleikar Kammerkórsins Hymnodiu í Akureyrarkirkju

Mánudagur 23. desember
Kl. 13.00-18.00 Beate og Helga búð - Markaður við Flóru
Kl. 14.00- Jólasölusýning Myndlistarfélagsins í Mjólkurbúðinni
Kl. 14.00-18.00 Opið hús í Freyjulundi á aðventu - Opnar vinnustofur Aðalheiðar Eysteinsdóttur og Jóns Laxdal
Kl. 20.00 Friðarganga frá Samkomuhúsinu að Ráðhústorgi