Til baka

Jólatréð á Ráðhústorgi

Jólatréð á Ráðhústorgi

Söfnumst saman og fögnum aðventunni þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi laugardaginn 26. nóvember kl. 16.
Söfnumst saman og fögnum aðventunni þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi laugardaginn 26. nóvember kl. 16.

Jólasveinar stíga á stokk, sendiherra Danmerkur á Íslandi flytur kveðju frá vinabænum Randers, Elma Eysteinsdóttir bæjarfulltrúi ávarpar gesti, Barna- og æskulýðskórar Glerárkirkju syngja, Lúðrasveit Akureyrar spilar og Stefán Jens Tómasson 3ja ára tendrar ljósin á trénu.

Að lokum syngja jólasveinarnir eins og þeim einum er lagið og gefa börnum hollt góðgæti.
Hvenær
laugardagur, nóvember 26
Klukkan
15:45-17:00
Hvar
Ráðhústorg, Akureyri