Til baka

Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir (ágúst)

Ein með öllu er fjölskylduhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina á Akureyri ár hvert. Árið 2021 verður hún haldin 30. júlí til 2. águst.

Hátíðin býður upp á fjölda viðburða og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem er í boði er tívolí, barnaskemmtun, Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju, markaðsstemning í miðbænum, fjáröflunarviðburðurinn „Mömmur og möffins“ og „Sparitónleikar“ á lokakvöldinu sem eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Þar koma fram þekktir söngvarar, hljómsveitir og upprennandi stjörnur. Hátíðinni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu.

Samhliða Einni með öllu eru Íslensku Sumarleikarnir haldnir þar sem m.a. fer fram Kirkjutröppuhlaupið við Akureyrarkirkju, strandhandboltamót í Kjarnaskógi, hópkeyrsla mótorhjólaklúbbsins Tíunnar og þríþrautarkeppni á Hrafnagili. 

 

Allar upplýsingar um dagskrá og margt fleira má finna á heimasíðu leikanna www.einmedollu.is

Hægt er að senda fyrirspurnir um hátíðina á netfangið david@vidburdastofa.is.

Dagskrá 2019 - birt með fyrirvara um breytingar (ný dagskrá fyrir 2021 kemur hér þegar hún er til)

1. ágúst – Fimmtudagur:
Glerártorg: kl. 16.00 – 18.00 Krakkadagskrá 
Lystigarðurinn: kl. 18.00 Leikhópurinn Lotta sýnir „Litlu Hafmeyjuna“
Glerártorg: Kvöldopnun, opið til 22.00. Fram koma Tumi & Gaui, Rán Ringsted, Stefán Haukur, KÁ/AKÁ ásamt fleirum. 
*Græni Hatturinn: Kl. 22.00 – Hvanndalsbræður, tónleikar

Eftir miðnætti:
Götubarinn: Þægileg bar stemning og jafnvel einhver spili á píanóið. 

2. ágúst – Föstudagur:
Hamarkotstún: kl. 13.00 - 17.00 Frisbígolfmót. Keppt verður í þremur flokkum, kk, kvk og 16 ára og yngri. Frítt á mótið og hægt að leigja frisbígolfdiska á staðnum. Frisbígolffélag Akureyrar tekur á móti keppendum.
* Kirkjutröppur Akureyrarkirkju: kl. 16.00-18.00 Kirkjutröppuhlaup. Keppt í fjórum aldursflokkum. Þátttakendur þurfa að skrá sig og mæta í búning. Sjá nánar á vefsíðunni www.einmedollu.is
Sundlaug Akureyrar: kl. 19.00 Aqua Zumba með Þórunni Kristínu.
Akureyrarkirkja: kl. 20.00 Óskalagatónleikar með Óskari Péturssyni og Eyþóri Inga Jónssyni. Miðasala við innganginn, húsið opnar kl. 19.00.
Ráðhústorg: kl. 20.00 Hópkeyrsla Mótorhjólaklúbbsins Tíunnar 
* Miðbærinn: kl. 20.00-22.00 Stjörnukvöld norðlendinga í miðbænum. Fram koma Anton Líni, Stefán Elí, Rán Ringsted, Spiceman, KÁ/AKÁ, Rebekka Hvönn - Birkir Blær ásamt fleirum. Sigyn Blöndal er kynnir kvöldsins. 
Græni Hatturinn: Kl. 22.00 – Killer Queen, tónleikar

Eftir miðnætti:
Götubarinn: Skemmtileg barstemning.

3. ágúst – Laugardagur:
Glerártorg: kl. 13.00 – 17.00 Leikjaland. París, húlla, sippa, snú-snú, mylla, jöfnuspil o.fl.
*
 Ráðhústorg: kl. 13.00-18.00 Markaðsstemning. Hefur þú eitthvað að selja? Hafðu samband við Valdísi á netfangið valdislara@gmail.com eða í síma 8434499 og bókaðu þitt pláss.
Miðbær Tónleikasvið: kl.14.00-16.00. Hátíðardagskrá í miðbænum. Börnin í bæinn í boði Greifans og Flóridana. Fram koma Sigyn Blöndal, Danssýning frá Steps Dancecenter, Zumba Kids, Einar Mikael töframaður, Anton Líni, Húlladúllan, Gutti og Selma. Allir krakkar fá mynd af sér með stjörnunum strax eftir sýningu.
Lystigarðurinn: kl. 15.00 - 17.00 „Mömmur og möffins“ – Möffins, kaffi og svali til sölu til styrktar fæðingadeildar Sjúkahússins á Akureyri. Hægt er að koma með möffins frá kl. 15.00.
* Ráðhústorg: kl. 17.00 Réttstöðulyftumót Kraftlyftingafélags Akureyrar. Keppt í kk og kvk flokki.
Glerártorg: kl. 17.00 Húlladúllan verður með húllasmiðju. Skráning www.hulladullan.is Verð 2500 kr.
* Miðbær Tónleikasvið:  kl. 20.30-23.00 Hátíðardagskrá í miðbænum. Fram koma Omotrack, Svala Björgvins, Stefán Elí, ClubDub og Flóni.
Græni Hatturinn: Kl. 22.00 – Jónas Sig, tónleikar

Eftir miðnætti:
Götubarinn: Skemmtileg barstemning.
Sjallinn: Club Dub & Flóni.

4. ágúst – Sunnudagur:
* Kjarnaskógur: kl. 12.00-16.00 Skógardagur í Kjarnaskógi. Börnin fá að tálga (þarf að koma með eigin hníf) og geta poppað yfir eldi og foreldrarnir geta svo fengið sér ketilkaffi sem hitað er yfir opnum eldi. Þar að auki eru svo auðvitað öll leiktækin sem fyrir eru í skóginum og markmiðið er að fjölskyldan geti komið, rölt um skóginn og átt glaðan dag saman. Einnig býður Bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs fólki að prófa bogfimi milli kl. 14.00-16.00. Sveppatínsluleiðangur með sveppafræðingi. Nerf stríð. Húlladúllan
*
 Ráðhústorg: kl. 13.00-18.00 Markaðsstemning. Hefur þú eitthvað að selja? Hafðu samband við Valdísi á netfangið valdislara@gmail.com eða í síma 8434499 og bókaðu þitt pláss.
Glerártorg: kl. 14.00 – 16.00 Hæfileikakeppni unga fólksins. Keppt verður í tveimur flokkum, 8-12 ára og 13-16 ára. Flott verðlaun í boði. 
Akureyrarkirkja: kl. 17.00 Sænski organistinn Robert Pauker heldur tónleika.
* Torfunefsbryggja: kl. 17.00 Frí skemmtisigling með Húna II
* Leikhúsflötin: kl. 21.00-24.00 Sparitónleikar. Kynnir er Sigyn Blöndal. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar flytur ávarp. Fram koma AK CITY (Stefán Elí-Anton Líni - KÁ/AKÁ), Gréta Salóme, Jóna Sig, Húlladúllan, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Flammeus.  Sigurvegarar úr hæfileikakeppni unga fólksins. Dagskráin endar á flugeldasýningu.
*Græni Hatturinn: Kl. 22.00 – Jónas Sig, tónleikar.

Eftir miðnætti:
Götubarinn: Skemmtileg barstemning.
Sjallinn: Friðrik Dór og Herra Hnetusmjör

 

Önnur afþreying
Fös-Sun

 • · Tívólí: Tívolí á planinu við Skipagötu er opið til 24.00
 • · Boltafjör: Boltafjör með vatnakúlum við Ráðhústorg
 • · Hof: Tívolí á flötinni fyrir neðan Hof

Opnunartímar

 • · Listasafnið: Daglega 10.00-17.00 
 • · Minjasafnið: Daglega 10.00-17.00 
 • · Nonnahús: Daglega 10.00-17.00
 • · Gamli bærinn Laufási: Daglega 09.00-17.00
 • · Iðnaðarsafnið: Daglega 10.00-17.00 
 • · Mótorhjólasafnið: Daglega 10.00-17.00
 • · Flugsafnið: Þri-Sun 11.00-17.00
 • · Amtsbókasafnið: Mánudaga - föstudaga kl. 10.00-19.00
 • · Norðurslóð - Into the Arctic: Mánudag -föstudaga 11.00-18.00, laugardaga - sunnudaga 11.00-17.00
 • · Leikfangasafnið: Daglega 12.00-17.00
 • · Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Daglega 10.00-17.00
 • · Smámunasafnið: Daglega 11.00-17.00
 • · Sundlaug Akureyrar: Mán—fös 06.45-21.00, lau 08.00-21.00—sun 08.00-19.30
 • · Hlíðarfjall: Stólalyftan opin fim 17-21, fös 14-18, lau 10-18, sun 10-16.

Yfirstandandi sýningar

 • · Lystigarðurinn: ÁLFkonur sýna ljósmyndaverk
 • · Verksmiðjan Hjalteyri: Lítils háttar væta - Stafræn öld vatnsberans. Samsýning opnar 3. ágúst.
 • · Hof: Jón Laxdal - Höggmyndir.