Til baka

Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir (ágúst)

Ein með öllu árið 2023 verður haldin 3.-6. ágúst

Hátíðin býður upp á fjölda viðburða og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem er í boði er tívolí, barnaskemmtun, Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju, fjáröflunarviðburðurinn „Mömmur og möffins“ og „Sparitónleikar“ á lokakvöldinu sem eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Þar koma fram þekktir söngvarar, hljómsveitir og upprennandi stjörnur. Hátíðinni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu.

Samhliða Einni með öllu eru Íslensku Sumarleikarnir haldnir þar sem m.a. fer fram Akureyri.bike áskorunin 2022, rafhjólaleikarnir 2022 og Kirkjutröppuhlaupið.

 

Dagskrá 2022 (ný dagskrá fyrir 2023 verður birt þegar nær dregur)
Allar upplýsingar um dagskrá og margt fleira má finna á heimasíðu leikanna www.einmedollu.is

Hægt er að senda fyrirspurnir um hátíðina á netfangið david@vidburdastofa.is.

Opnunartímar

 • · Listasafnið: Daglega 10.00-17.00 
 • · Minjasafnið: Daglega 10.00-17.00 
 • · Nonnahús: Daglega 10.00-17.00
 • · Gamli bærinn Laufási: Daglega 09.00-17.00
 • · Iðnaðarsafnið: Daglega 10.00-17.00 
 • · Mótorhjólasafnið: Daglega 13.00-16.00
 • · Flugsafnið: Daglega 11.00-17.00
 • · Amtsbókasafnið: Mánudaga - föstudaga kl. 10.00-19.00, lokað á frídegi verslunarmanna (1.ágúst)
 • · Leikfangasafnið: Daglega 11.00-17.00
 • · Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Daglega 10.00-17.00
 • · Smámunasafnið: Daglega 13.00-17.00
 • · Sundlaug Akureyrar: Mán—fös 06.45-21.00, lau 08.00-21.00—sun 08.00-19.30
 • · Hlíðarfjall: Stólalyftan opin fim 17-21, fös 14-18, lau 10-18, sun 10-16.