Til baka

Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir (ágúst)

Ein með öllu árið 2022 verður haldin 29.júlí til 1.ágúst

Öllum stórviðburðum á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu árið 2021 var aflýst s.s. tónleikarnir, en margir skemmtilegir minni viðburðir voru haldnir í þeirra stað sem rúmuðust innan þeirra sóttvarnarreglna sem þá voru í gildi.

Hátíðin býður upp á fjölda viðburða og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem er í boði er tívolí, barnaskemmtun, Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju, markaðsstemning í miðbænum, fjáröflunarviðburðurinn „Mömmur og möffins“ og „Sparitónleikar“ á lokakvöldinu sem eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Þar koma fram þekktir söngvarar, hljómsveitir og upprennandi stjörnur. Hátíðinni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu.

Samhliða Einni með öllu eru Íslensku Sumarleikarnir haldnir þar sem m.a. fer fram Kirkjutröppuhlaupið við Akureyrarkirkju, strandhandboltamót í Kjarnaskógi, hópkeyrsla mótorhjólaklúbbsins Tíunnar og þríþrautarkeppni á Hrafnagili. 

 

Allar upplýsingar um dagskrá og margt fleira má finna á heimasíðu leikanna www.einmedollu.is

Hægt er að senda fyrirspurnir um hátíðina á netfangið david@vidburdastofa.is.

Dagskrá 2021 ( yfirlit ársins 2022 verður sett inn þegar nær dregur) 

Nóg verður um útivist og hreyfingu fyrir alla aldurshópa en helst má þar nefna fjallahlaupið Súlur Vertical og Hjólreiðahátíð Greifans.
Kirkjutröppuhlaupið við Akureyrarkirkju verður á sínum stað og eru allir krakkar velkomnir og mun Hvolpasveitin mæta og hitta krakkana og allir fá gefins glaðning frá Ölgerðinni,

AquaZumba með Þórunni Kristínu verður í sundlaug Hrafnagils og paramót á vegum líkamsræktarstöðva Norður AK verður haldið frá föstudegi til sunnudags.

Rafhjólaklúbbur Akureyrar verður með Rafhjólaleikana 2021 og AKUREYRI.BIKE götuhjólaáskorunin verður haldin eins og undanfarin ár.

Á flötinni fyrir neðan leikhúsið verður komið upp sannkallaðri fjölskylduflöt þar sem Sprell tívolí mun vera með opið til 23:30 alla dagana, Kastalar ehf mæta með Nerfstríð, og hinir sívinsælu Vatnaboltar verða á staðnum . Kjörið að taka með sér teppi og leyfa börnunum að njóta sín í góða veðrinu.

Handverks- og hönnunarmessu verður slegið upp í húsi Rauða krossins og hvetjum við fólk til að kíkja við og skoða skemmtilega hönnun og handverk.
Húllaverksmiðja með Húlludúllunni verður fyrir krakkana í Kjarnaskógi og markaðsstemning verður á Ráðhústorginu þar margt skemmtilegt verður til sölu.

Þá er ekki allt upp talið því Sambíóin ætla að vera með Verslótilboð á nýju Space Jam myndina og söfn bæjarins verða opin.
Að sjálfsögðu verður opið í einum fallegasta skógi landsins, Kjarnaskógi. Hvað er betra en að njóta með fjölskyldu og vinum í góða veðrinu, smyrja nesti og nýta þessa fallegu náttúruaðstöðu innan bæjarmarka á Akureyri.

 

Opnunartímar

 • · Listasafnið: Daglega 10.00-17.00 
 • · Minjasafnið: Daglega 10.00-17.00 
 • · Nonnahús: Daglega 10.00-17.00
 • · Gamli bærinn Laufási: Daglega 09.00-17.00
 • · Iðnaðarsafnið: Daglega 10.00-17.00 
 • · Mótorhjólasafnið: Daglega 10.00-17.00
 • · Flugsafnið: Þri-Sun 11.00-17.00
 • · Amtsbókasafnið: Mánudaga - föstudaga kl. 10.00-19.00
 • · Norðurslóð - Into the Arctic: Mánudag -föstudaga 11.00-18.00, laugardaga - sunnudaga 11.00-17.00
 • · Leikfangasafnið: Daglega 12.00-17.00
 • · Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Daglega 10.00-17.00
 • · Smámunasafnið: Daglega 11.00-17.00
 • · Sundlaug Akureyrar: Mán—fös 06.45-21.00, lau 08.00-21.00—sun 08.00-19.30
 • · Hlíðarfjall: Stólalyftan opin fim 17-21, fös 14-18, lau 10-18, sun 10-16.