Til baka

Súlur Vertical (júlí-ágúst)

Fjallahlaup

Hlaupasería Súlur Vertical býður upp á stórbrotna upplifun fyrir hlaupara og áhugafólk um óspillta náttúru og fagurt umhverfi. Hlaupin spanna frá 19 km hlaupi á stígum í bæjarlandinu og upp í 100 km hlaup sem hefst hjá Goðafossi. Hundrað kílómetra hlaupið er nú haldið í fyrsta skipti og hefur mikið verið lagt uppúr hlaupaleiðinni.

Súlur Vertical fer fram árlega á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hlaupið var fyrst haldið árið 2016 að frumkvæði Þorbergs Inga Jónssonar ofurhlaupara. UFA Eyrarskokk tók síðan við keflinu 2017 og hélt hlaupið næstu ár á eftir. Félagasamtökin Súlur Vertical standa að viðburðinum í dag. Félagasamtökin Súlur Vertical voru stofnuð árið 2020. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla útivist og hreyfingu, standa að viðburðahaldi, fjölga og bæta utanvegastíga og merkingar í nærumhverfi Akureyrar, efla vinsældir utanvegahlaupa, fjallahlaupa og annarrar hreyfingar í náttúrunni.

Keppt er í fjórum vegalengdum, 100km, 43km, 28km og 19km. Styttri vegalengdirnar fara af stað í Kjarnaskógi en 100km hlaupið hefst við Goðafoss. Öll hlaupin enda í miðbæ Akureyrar. Auk þess er boðið upp á stórskemmtilegt krakkahlaup á föstudeginum í kjarnaskógi sem er tilvalin afþreying fyrir alla fjölskylduna.

Viðburðurinn fer fram 2. og 3. ágúst 2024.

Nánari upplýsingar á www.sulurvertical.is
Netfang: info@sulurvertical.is
FB: Súlur Vertical