Til baka

Dekurdagar (október)

Dekurdagar 2025 fara fram 9. - 12. október. Þetta er helgi þar sem vinkonur, vinir, pör, fjölskyldur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt er að velja úr fjölda viðburða sem auðga andann og gleðja hjartað, þar að auki bjóða margar verslanir og fyrirtæki upp á ýmiskonar uppákomur og dekurlega afsætti. Viðburðurinn er stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Verslunareigendur á Akureyri standa að Dekurdögum með aðstoð Akureyrarbæjar. (Dömulegu) Dekurdagar voru fyrst haldnir árið 2008. 

Fylgist með á Facebook síðu Dekurdaga þar sem m.a. má sjá frekari upplýsingar. 


Dagskrá 2025

(Dagskráin er í vinnslu og viðburðir bætast við reglulega). Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. 

Miðvikudagur 8. október
Almenn þjónusta eins og: Sundlaug Akureyrar kl. 6.45-21.00, Amtsbókasafnið kl. 8.15-19.00, Skógarböðin kl. 10.00-00.00. Sjá einnig hér Afþreying og afgreiðslutímar.
12.00 - 17.00 Listasafnið á Akureyri: Sýningar Bergþór Morthens – Öguð óreiða, Barbara Long – Himnastigi, Óli G. Jóhannsson – Lífsins gangur,
Sigurd Ólason – DNA afa, Valin verk fyrir sköpun og fræðslu – Margskonar II, Sýndarveruleiki – Femina Fabula, Ýmir Grönvold – Milli fjalls og fjöru. Sjá nánar hér.
17.00 - 19.00 Amtsbókasafnið á Akureyri. Bleikt teboð til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Sjá nánar hér

 


Fimmtudagur 9. október
Almenn þjónusta eins og: Sundlaug Akureyrar kl. 6.45-21.00, Amtsbókasafnið kl. 8.15-19.00, sögustund fyrir börn kl. 16.30, Skógarböðin kl. 10.00-00.00. Sjá einnig hér Afþreying og afgreiðslutímar.

9 - 12. október A! Gjörningahátíð, dagskrá hér
09.00 - 17.00 Flóra Menningarhús í Sigurhæðum: opið
10.00 - 22.00 Glerártorg: Kvöldopnun á Glerártorgi til kl. 22.00. Sjá nánar hér
12.00 - 17.00 Listasafnið á Akureyri: Sýningar 
Bergþór Morthens – Öguð óreiða, Barbara Long – Himnastigi, Óli G. Jóhannsson – Lífsins gangur,
Sigurd Ólason – DNA afa, Valin verk fyrir sköpun og fræðslu – Margskonar II, Sýndarveruleiki – Femina Fabula, Ýmir Grönvold – Milli fjalls og fjöru. Sjá nánar hér.
13.00 - 16.00 Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús og Minjasafnskirkjan: Sýningarnar: Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri, Ástarsaga Íslandskortanna, 17. júní 1944 á Akureyri. Sjá nánar www.minjasafnid.is
16.30 - 18.00 Amtsbókasafnið: Sögustund og föndur á Amtsbókasafninu. Allir velkomnir. Sjá nánar hér
17.00  Flóra Menningarhús í Sigurhæðum: Klippimyndir og textar með Hlyni Hallssyni. Sjá nánar hér
20.00 - 20.40 Glerártorg: Danskennsla og kynning á Dekurdögum. Prófaðu salsa og Bachata með Salsa North, sjá nánar hér
21.00 - 23.00 Vamos: Salsakvöld. Allir velkomnir og það þarf ekki að mæta með félaga né kunna neitt í salsa. Sjá nánar hér


Föstudagur 10. október
Almenn þjónusta eins og: Sundlaug Akureyrar kl. 6.45-21.00, Amtsbókasafnið Opið kl. 8.15-19.00, Skógarböðin kl. 10.00-00.00. Sjá einnig hér Afþreying og afgreiðslutímar. 

9 - 12. október A! Gjörningahátíð, dagskrá hér
09.00 - 17.00 Flóra Menningarhús í Sigurhæðum: opið.
10.00 - 22.00 Miðbærinn á Akureyri: Kvöldopnun í miðbænum
12.00 - 17.00 Listasafnið á Akureyri: Sýningar Bergþór Morthens – Öguð óreiða, Barbara Long – Himnastigi, Óli G. Jóhannsson – Lífsins gangur,
Sigurd Ólason – DNA afa, Valin verk fyrir sköpun og fræðslu – Margskonar II, Sýndarveruleiki – Femina Fabula, Ýmir Grönvold – Milli fjalls og fjöru. Sjá nánar hér.

13.00 - 16.00 Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús og Minjasafnskirkjan: Sýningarnar: Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri, Ástarsaga Íslandskortanna, 17. júní 1944 á Akureyri. Sjá nánar www.minjasafnid.is

21.00 - 22.00 Menningarhúsið Hof: 44 ár á fjölunum, sjá nánar hér


Laugardagur 11. október
Almenn þjónusta eins og: Sundlaug Akureyrar kl. 9.00-19.00, Amtsbókasafnið Opið kl. 11.00-16.00, Skógarböðin kl. 10.00-00.00. Sjá einnig hér Afþreying og afgreiðslutímar.
9 - 12. október A! Gjörningahátíð, dagskrá hér
12.00 - 17.00 Listasafnið á Akureyri: Sýningar Bergþór Morthens – Öguð óreiða, Barbara Long – Himnastigi, Óli G. Jóhannsson – Lífsins gangur,
Sigurd Ólason – DNA afa, Valin verk fyrir sköpun og fræðslu – Margskonar II, Sýndarveruleiki – Femina Fabula, Ýmir Grönvold – Milli fjalls og fjöru. Sjá nánar hér.

13.00 - 15.00 Amstbókasafnið á Akureyri: Bleik fjölskyldusamvera - Hugleiðsla og perl, sjá nánar hér
13.00 - 13.30  Flóra Menningarhús í Sigurhæðum: Laugardags leiðsögn um Sigurhæðir - stuttar og snjallar, sjá nánar hér
13.00 - 16.00 Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús og Minjasafnskirkjan: Sýningarnar: Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri, Ástarsaga Íslandskortanna, 17. júní 1944 á Akureyri. Sjá nánar www.minjasafnid.is
16.00 - 16.30 Listasafnið á Akureyri: Dekurleiðsögn á laugardegi í tilefni Dekurdaga, sjá nánar hér
20.00 - 22.00 Samkomuhúsið á Akureyri: Elskan, er ég heima? Fyrsta verk leikársins, sjá nánar hér
21.00 - 22.00 Menningarhúsið Hof: 44 ár á fjölunum, sjá nánar hér
21.00 - 23.30 Deiglan: Skemmtikvöld Populus tremula og Gilfélagsins lifandi tónlist, sjá nánar hér


Sunnudagur 12. október
Almenn þjónusta eins og: Sundlaug Akureyrar kl. 9.00-19.00, Amtsbókasafnið Opið kl. 11.00-16.00, Skógarböðin kl. 10.00-00.00. Sjá einnig hér Afþreying og afgreiðslutímar. 
9 - 12. október A! Gjörningahátíð, dagskrá hér
10.00 - 11.00 Ferðafélag Akureyrar: Tökum skrefið eru vikulegar göngur hjá Ferðafélagi Akureyrar á sunnudögum. Mæting Strandgötu 23 kl. 10.00. Sjá nánar hér
12.00 - 17.00 Listasafnið á Akureyri: Sýningar Bergþór Morthens – Öguð óreiða, Barbara Long – Himnastigi, Óli G. Jóhannsson – Lífsins gangur,
Sigurd Ólason – DNA afa, Valin verk fyrir sköpun og fræðslu – Margskonar II, Sýndarveruleiki – Femina Fabula, Ýmir Grönvold – Milli fjalls og fjöru. Sjá nánar hér.

13.00 -       Glerárlaug: Huglúf gongslökun í vatni. Í tilefni dekurdaga býður Glerárlaug upp á hugljúfa gongslökun í vatni. Aðeins þarf að greiða aðgang að lauginni. Sjá nánar hér
13.00 - 16.00 Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús og Minjasafnskirkjan: Sýningarnar: Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri, Ástarsaga Íslandskortanna, 17. júní 1944 á Akureyri. Sjá nánar www.minjasafnid.is
16.00 - 18.00 Menningarhúsið Hof: Sagan af dátanum. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, í samstarfi við Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar, býður upp á fjölskylduævintýrið Sagan af dátanum eftir tónskáldið Igor Stravinsky og rithöfundinn Charles Ferdinand Ramuz. Sjá nánar hér

 


Dekurdagar eru viðburður að frumkvæði verslunareiganda á Akureyri til að skapa líf og gleði í bænum í október og sjá fulltrúar þeirra um viðburðinn með aðstoð Akureyrarbæjar. Október er alþjóðlegur mánuður brjóstakrabbameins og er víða um heim notaður til að vekja athygli á sjúkdómnum og safna fé til rannsókna á brjóstakrabbameini. Viðburðurinn er stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og litur mánaðarins og viðburðarins er bleikur.