Danskennsla og kynning á Dekurdögum
Prófaðu salsa og bachata með Salsa North
Salsa North býður gestum Glerártorgs upp á stutta kennslu í salsa dansi milli kl. 20.00-20.15 og bachata dansi kl. 20.15-20.30.
Meðlimir Salsa North dansa Salsa og Bachata fyrir gesti og gangandi milli kl. 20.30-20.40.
Markmiðið er að vekja athygli á málstað Dekurdaga og um leið kynna starfsemi Salsa North fyrir bæjarbúum.
Þann 17. nóvember hefst 4ra skipta byrjendanámskeið í bachata.
Í byrjun janúar 2026 hefst aftur byrjendanámskeið í salsa.
Allar frekari upplýsingar í netfanginu salsanorth@outlook.com eða í síma 6978217.
Hlökkum til að sjá ykkur.