Til baka

Danskennsla og kynning á Dekurdögum

Danskennsla og kynning á Dekurdögum

Prófaðu salsa og bachata með Salsa North
Salsa North býður gestum Glerártorgs upp á stutta kennslu í salsa dansi milli kl. 20.00-20.15 og bachata dansi kl. 20.15-20.30.
Meðlimir Salsa North dansa Salsa og Bachata fyrir gesti og gangandi milli kl. 20.30-20.40.
 
Markmiðið er að vekja athygli á málstað Dekurdaga og um leið kynna starfsemi Salsa North fyrir bæjarbúum.
 
Salsa North býður upp á danskvöld á Vamos alla fimmtudaga milli 20.00-23.00 Yfirlit yfir danskvöldin má finna á viðburðadagatalinu á Halló Akureyri: https://www.visitakureyri.is/is/vidburdadagatal
 
Þann 25. október býður Salsa North upp á salsa námskeið fyrir byrjendur í samstarfi við Sigló Hótel. Allar upplýsingar má finna á vefsíðu hótelsins: https://www.keahotels.is/is/siglo-hotel/salsa-namskeid
 
Þann 17. nóvember hefst 4ra skipta byrjendanámskeið í bachata.
 
Í byrjun janúar 2026 hefst aftur byrjendanámskeið í salsa.
 
Allar frekari upplýsingar í netfanginu salsanorth@outlook.com eða í síma 6978217.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Hvenær
fimmtudagur, október 9
Klukkan
20:00-20:40
Hvar
Glerártorg
Verð
ókeypis
Nánari upplýsingar

Salsa North er á  Instagram og facebook