Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30
Sögustund og föndur
Sögustund fimmtudaginn 9. október klukkan 16:30
Lesum bókina Lubbi eignast vin. Lítil mús laumast inn í hús þar sem allt ilmar af góðum mat. En inni í eldhúsinu er Jóna bóndi, kötturinn Púki, já, og hundurinn Lubbi sem veit hvað hann þarf að gera!
Lesum, gerum stafaföndur og höfum gaman saman

Kveðja, Eydís barnabókavörður
Öll velkomin!
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Hjólabogar eru við safnið auk þess sem frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá bókasafninu.