Til baka

Dekurleiðsögn á laugardegi

Dekurleiðsögn á laugardegi

Í tilefni Dekurdaga verður boðið upp á sérstaka dekurleiðsögn í Listasafninu
Í tilefni Dekurdaga verður boðið upp á sérstaka dekurleiðsögn í Listasafninu, laugardaginn 11. október kl. 16. Þá mun Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri, taka á móti gestum og fræða þá um sýningar Bergþórs Morthens – Öguð óreiða, Barbara Long – Himnastigi, Óla G. Jóhannssonar – Lífsins gangur og Sigurds Ólasonar – DNA afa. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.

Einnig standa nú yfir sýningar Ýmis Grönvold – Milli fjalls og fjöru, James Merry – Nodens, Sulis & Taranis auk fræðslusýningarinnar Margskonar II og sýndarveruleikasýningarinnar Femina Fabula.

Dekurdagar fara fram á Akureyri dagana 9.-12. október og þá verður hægt að velja úr fjölda viðburða sem auðga andann og gleðja hjartað, þar að auki bjóða margar verslanir og fyrirtæki upp á ýmiskonar uppákomur og dekurlega afslætti. Viðburðurinn er stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Dekurdagar voru fyrst haldnir 2008.
Hvenær
laugardagur, október 11
Klukkan
16:00-16:30
Hvar
Listasafnið á Akureyri
Verð
Innifalið í aðgangseyri inn á safnið - ókeypis fyrir 18 ára og yngri