Til baka

Klippimyndir og textar - smiðja með Hlyni Hallssyni

Klippimyndir og textar - smiðja með Hlyni Hallssyni

Listsmiðja fyrir fullorðna í gerð klippimynda og texta úr pappír með Hlyni

Notaleg stund í anda Pastel þar sem hægt er að búa til myndir, póstkort, bókamerki og fleira með því að klippa saman texta og myndir. Efni og áhöld á staðnum og allt sem þarf að taka með er áhugi á að búa til og skapa. Engin forkunnátta nauðsynleg.
Leiðbeinandi er Hlynur Hallsson myndlistamaður.
Verð kr 6.000 - innifalið er allt efni, ásamt drykkjum og snarli.
Tveggja tíma smiðja kl 17-19 fyrir 16 ára og eldri.
Hámarksfjöldi 8 manns.

Smiðjan er styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNE og Menningarsjóði Akureyrar.

Hvenær
fimmtudagur, október 9
Klukkan
17:00-19:00
Hvar
Flóra, Sigurhæðum
Verð
6000