Bleik fjölskyldusamvera
Hugleiðsla og perl
Dekurdagar á Akureyri
Laugardaginn 11. október klukkan 13:00 ætlum við að eiga saman notalega fjölskyldustund í barnadeildinni.
Við byrjum á hugleiðslu, þar sem við komum okkur vel fyrir og Eydís barnabókavörður leiðir okkur í gegnum hugleiðslusögu.
Eftir hugleiðsluna færum við okkur yfir á kaffiteríuna og perlum eitthvað flott og leyfum bleika litnum að vera ríkjandi.
Dekurdagar á Akureyri eru haldnir á hverju ári. Einkennis litur Dekurdaga er bleikur. Dagarnir er stór styrktaraðili fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
Á viðburðinum verður hægt að gefa frjáls framlög til Krabbameinsfélags Akureyrar.
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Hjólabogar eru við safnið auk þess sem frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá bókasafninu.