Til baka

Hríseyjarhátíð (Júlí)

Hríseyjarhátíðin fer fram í júlí ár hvert. Boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá sem felst m.a. í óvissuferðum um eyjuna,  fjöruferð, kvöldvöku, varðeld og söng.

Hátíðin verður haldin helgina 7. - 9. júlí 2023 og eru viðburðir á dagskrá frá fimmtudeginum fram á sunnudagskvöld.
"Fastir liðir eins og venjulega" eru á sínum stað, Garðakaffið og óvissuferðir á föstudeginum, Hátíðarsvæðið á laugardeginum með kaffisölu kvenfélagsins, leiktæki fyrir börnin, skemmtun á sviðinu, ratleikur og hópakstur traktora. Um kvöldið verður kvöldvakan, brekkusöngurinn og varðeldurinn.

Dagskrá 2022 (ný dagskrá fyrir 2023 verður birt þegar nær dregur)

Fimmtudagurinn 7. júlí
Sæborg kl. 17.00 Kviss og karóki fyrir unglinga 13-17 ára í boði Lukku
Brekka kl. 20.30 Tónleikar með Rúnar Eff

Sæborg kl. 21.00 Basvar og eyjaóki í boði Lukku þar sem áhugasömum gefst færi á að sýna snilli sína - í söng og/eða leikrænni tjáningu


Föstudagurinn 8.júlí
Kaffi í görðum kl. 15.00 - 18.00 Boðið verður upp á ýmiskonar góðgæti á nokkrum stöðum í eyjunni. 
Brekka kl. 15.00 - 18.00 býður upp á súpu og brauð
Sultusjoppan í Miðbraut 11 kl. 15.00 - 18.00 Klukkustrengjasýning og rabarbarasmakk
Verbúðin 66 kl. 16.00 Flosi Þorleifsson opnar myndlistarsýningu í litla sal. Flosi er búsettur í Hrísey. Hann er að eigin sögn sjálflærður listamaður og hefur áhuga á allskonar list og vinnur aðallega með Akrýl málningu. Myndirnar eru allar í sama forminu og táknar höfuðkúpan minningu um það sem við skiljum eftir í þessum heimi. 
Ungmennafélagið Narfi kl. 18.00.  Óvissuferð barna
Ungmennafélagið Narfi kl. 22.00.  Óvissuferð fyrir 18 ára og eldri


Laugardagurinn 9. júlí
Dagskrá hefst kl. 13.00
Sultusjoppan í Miðbraut 11 kl. 13.00 - 17.00
Klukkustrengjasýning og rabarbarasmakk
Kaffisala kvenfélagagsins kl. 14.00 - 16.00
Leiktæki og sprell á Hátíðarsvæðinu:
Ívar Helgason með dagskrá fyrir börnin
Stulli og Danni
Ratleikur kl. 16.30
Hópakstur dráttavéla kl. 18.00
Kvöldvaka kl. 21.00 - Siggi Gunnars, Lukkukonur stíga á stokk, Rúnar Eff, Varðeldur og brekkusöngur með Ómari Hlyns


Sunnudagurinn 10. júlí
Sæborg kl. 21:00. Mandólín með tónleika, Aðgangur ókeypis
Hljómsveitin Mandólín hefur sérstakt dálæti á kitlandi klezmerlögum og tregafullum tangóum en lætur greipar sópa vítt og breitt í leit sinni að skemmtilegri músík, sem meðlimir útsetja sjálfir. Á efnisskrána hafa til dæmis ratað klassísk kvikmyndalög, austurevrópskir þjóðdansar, íslensk gullaldardægurlög og færeyskir hringdansar. Meðal þeirra tungumála sem sungið er á eru gríska, arabíska, finnska, rúmenska og jiddíska. Að þessu sinni ætlar Mandólín að flytja úrval af hressustu og fegurstu uppáhaldslögunum sínum fyrir eyjaskeggja og gesti þeirra.


Almennt
Í Hrísey er öll almenn þjónusta til staðar s.s verslun, veitingahús, sundlaug, tjaldsvæði og gisting. Til Hríseyjar gengur ferjan Sævar og er boðið upp á allt að níu ferðir á dag. Siglingin tekur aðeins 15 mínútur frá Árskógssandi, sem er um 35 kílómetra frá Akureyri. Nánari upplýsingar um Hrísey, ferjuáætlun og þjónustu má nálgast á  og á www.hrisey.is. Aðgangur á hátíðina er ókeypis.

Opnunartímar:

Hríseyjarbúðin
Fös: 11.30 - 22.00
Lau: 11.30-24.00
Sun: 12.00 - 17.00

Sundlaugin 
Fös: 10.30 - 19.00
Lau: 10.30 - 17.00
Sun: 10.30 - 17.00

Verbúðin 66
Fös: Frá kl. 13.00
Lau: Frá kl. 13.00
Sun: Frá kl. 13.00 - 21.00

Brekka
Fös: Frá kl. 12.00
Lau: Frá kl. 12.00
Sun: Frá kl. 12.00 - 17.00

Gallerí Perla
Fös: 12.30 - 17.00
Lau: 12.30 - 17.00
Sun: 12.30 - 17.00

Hríseyjarferjan Sævar
Frá Hrísey: 9.00 - 11.00 - 13.00 - 15.00 - 17.00 - 19.00 - 21.00 - 23.00 
Frá Árskógssandi: 9.30 - 11.30 - 13.30 - 15.30 - 17.30 - 19.30 - 21.30 - 23.30

Fyrsta hátíðin var haldin árið 1997 og hefur hún verið árlegur viðburður síðan. Það er Ferðamálafélag Hríseyjar sem stendur að hátíðinni.

Sjáumst hress í Hrísey!

 

Nánari upplýsingar

Ókeypis aðgangur