Til baka

Hríseyjarhátíð (Júlí)

Hríseyjarhátíðin fer fram í júlí ár hvert. Boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá sem felst m.a. í óvissuferðum um eyjuna,  fjöruferð, kvöldvöku, varðeld og söng. Þetta ár verður Hríseyjarhátíðin eingöngu laugardaginn (10.júlí), en óvissuferð fyrir lengra komna (18+) er á föstudeginum (9.júlí) kl.22:00 á hátíðarsvæðinu.

Hríseyjarhátíðin 2021 verður haldin 10. júlí.

 • Listasmiðjur í Sæborg [Skráning á bilda@simnet.is]
  11:00 - 13:00, laugardaginn
  10:00 - 13:00, sunnudaginn

 • Fjör á hátíðarsvæðinu
  13:00 - 16:00

 • Garðakaffi á fimm stöðum
  15:00 - 17:00
  - Rabarbarasmakk í Miðbraut 11
  - Markaður í Miðbraut 2a
  - Markaður í Hlein
  - Hamborgarasala nemendaráðs á hátíðarsvæði
  - Málverkasýning í Verbúðinni 66 (opið 12-21)

 • Poppvélin á sviðinu
  15:30

 • Hópakstur dráttarvéla
  18:00

 • Krakkadiskó á hátíðarsvæðinu
  20:00

 • Varðeldur & brekkusöngur með Ómari Hlyns
  21:00

 • Flugeldasýning í boði Björgunarsveitarinnar

 

Í Hrísey er öll almenn þjónusta til staðar s.s verslun, veitingahús, sundlaug, tjaldsvæði og gisting. Til Hríseyjar gengur ferjan Sævar og er boðið upp á allt að níu ferðir á dag. Siglingin tekur aðeins 15 mínútur frá Árskógssandi, sem er um 35 kílómetra frá Akureyri. Nánari upplýsingar um Hrísey, ferjuáætlun og þjónustu má nálgast á  og á www.hrisey.net

Aðgangur á hátíðina er ókeypis.
 

Opnunartímar

Hríseyjarbúðin
Fös: 11.30 - 22.00
Lau: 10.00-24.00
Sun: 12.00 - 16.00

Sundlaugin 
Fös: 10.30 - 19.00
Lau: 10.30 - 17.00
Sun: 10.30 - 17.00

Verbúðin 66
Fös: Frá kl. 12, eldhúsið opið til 20.30
Lau: Frá kl. 12, eldhúsið opið til 20.30
Sun: Frá kl. 12-22, eldhúsið opið til 20.30

Hríseyjarferjan Sævar

Frá Hrísey: 9.00 - 11.00 - 13.00 - 15.00 - 17.00 - 19.00 - 21.00 - 23.00 - Aukaferð laugardag á miðnætti frá Hrísey
Frá Árskógssandi: 9.30 - 11.30 - 13.30 - 15.30 - 17.30 - 19.30 - 21.30 - 23.30

Fyrsta hátíðin var haldin árið 1997 og hefur hún verið árlegur viðburður síðan. Það er Ferðamálafélag Hríseyjar sem stendur að hátíðinni.

 

Sjáumst hress í Hrísey!

Nánari upplýsingar

Laugardaginn, 10. júlí.

Ókeypis aðgangur