Til baka

Hríseyjarhátíð (Júlí)

Hríseyjarhátíðin fer fram í júlí ár hvert. Boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá sem felst m.a. í óvissuferðum um eyjuna,  fjöruferð, kvöldvöku, varðeld og söng.

Hríseyjarhátíðin 2022 verður haldin 8-10 júlí.

Hér fyrir neðan má sjá dagskránna árið 2021 sem tók mið af covid takmörkunum þess tíma. Dagskráin 2022 mun birtast hér fyrir neðan þegar nær dregur viðburðinum.

Hríseyjarhátíðin 2021 verður haldin 10. júlí.

 • Listasmiðjur í Sæborg [Skráning á bilda@simnet.is] 11:00 - 13:00, laugardaginn & 10:00 - 13:00, sunnudaginn
 • Fjör á hátíðarsvæðinu 13:00 - 16:00
 • Garðakaffi á fimm stöðum 15:00 - 17:00
  - Rabarbarasmakk í Miðbraut 11
  - Markaður í Miðbraut 2a
  - Markaður í Hlein
  - Hamborgarasala nemendaráðs á hátíðarsvæði
  - Málverkasýning í Verbúðinni 66 (opið 12-21) 
 • Poppvélin á sviðinu 15:30 
 • Hópakstur dráttarvéla 18:00 
 • Krakkadiskó á hátíðarsvæðinu 20:00  
 • Varðeldur & brekkusöngur með Ómari Hlyns 21:00
 • Flugeldasýning í boði Björgunarsveitarinnar

Í Hrísey er öll almenn þjónusta til staðar s.s verslun, veitingahús, sundlaug, tjaldsvæði og gisting. Til Hríseyjar gengur ferjan Sævar og er boðið upp á allt að níu ferðir á dag. Siglingin tekur aðeins 15 mínútur frá Árskógssandi, sem er um 35 kílómetra frá Akureyri. Nánari upplýsingar um Hrísey, ferjuáætlun og þjónustu má nálgast á  og á www.hrisey.net

Aðgangur á hátíðina er ókeypis.
 

Opnunartímar

Hríseyjarbúðin
Fös: 11.30 - 22.00
Lau: 10.00-24.00
Sun: 12.00 - 16.00

Sundlaugin 
Fös: 10.30 - 19.00
Lau: 10.30 - 17.00
Sun: 10.30 - 17.00

Verbúðin 66
Fös: Frá kl. 12, eldhúsið opið til 20.30
Lau: Frá kl. 12, eldhúsið opið til 20.30
Sun: Frá kl. 12-22, eldhúsið opið til 20.30

Hríseyjarferjan Sævar

Frá Hrísey: 9.00 - 11.00 - 13.00 - 15.00 - 17.00 - 19.00 - 21.00 - 23.00 - Aukaferð laugardag á miðnætti frá Hrísey
Frá Árskógssandi: 9.30 - 11.30 - 13.30 - 15.30 - 17.30 - 19.30 - 21.30 - 23.30

Fyrsta hátíðin var haldin árið 1997 og hefur hún verið árlegur viðburður síðan. Það er Ferðamálafélag Hríseyjar sem stendur að hátíðinni.

 

Sjáumst hress í Hrísey!

Nánari upplýsingar

Laugardaginn, 10. júlí.

Ókeypis aðgangur