Barnamenningarhátíð 2024 er haldin 1-30 apríl. Viðburðir hátíðarinnar eru kynntir á sérstöku viðburðadagatali þegar nær dregur
ALMENN ÞÁTTTAKA
Opið fyrir umsóknir til og með 4. mars 2024
Þeir sem hafa áhuga á að halda viðburði undir merkjum Barnamenningarhátíðar geta sent verkefnastjóra þátttökuumsókn.
Umsókn má finna HÉR
VERKEFNASTYRKIR
Lokað fyrir umsóknir fyrir árið 2024.
Markmið með stuðningnum er að styrkja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi yfir hátíðina og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. Umsóknareyðublað er að finna undir umsóknir á þjónustugátt Akureyrarbæjar.
Styrkir eru að upphæð 20.000 - 300.000 kr.
Styrkir eru veittir til einstaklinga, lögaðila, listhópa, fyrirtækja eða stofnana.
Verklagsreglur Barnamenningarsjóðs Akureyrarbæjar má finna HÉR
Markmið Barnamenningarhátíðar á Akureyri er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem efla sköpunarkraftinn. Árlega er allur aprílmánuður helgaður Barnamenningarhátíð á Akureyri.
Leiðarljós hátíðarinnar eru fagmennska, fjölbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi fyrir öll börn og ungmenni. Vettvangur hátíðarinnar er Akureyri og leitast er við að nýta spennandi og áhugverð rými þar sem börn geta skapað, notið, sýnt og túlkað. Meginreglan er að aðgengi að viðburðum sé ókeypis.
Barnamenningarhátíð á Akureyri tekur mið af markmiðum Menningarstefnu Akureyrarbæjar og aðgerðaráætlun barnvæns sveitarfélags.
Heimili Barnamenningarhátíðar á Akureyri á samfélagsmiðlum er að finna á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig mælum við með að gestir hátíðarinnar noti myllumerkið #barnamenningak.
Verkefnastjórn Barnamenningarhátíðarinnar er í höndum Almars Alfreðssonar. Hægt að senda honum línu á netfangið barnamenning@akureyri.is eða hringja í síma 460-1157.
STYRKT VERKEFNI FYRRI ÁRA
Árið 2019
Árið 2020
Árið 2021
Árið 2022
Árið 2023
KYNNINGAREFNI
Merki hátíðarinnar - PNG
Merki hátíðarinnar - PDF
Merki Akureyrarbæjar - Ýmsar útgáfur