Til baka

Evrópska nýtnivikan (nóvember)

Nýtnivikan er samevrópsk og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur. Hún er haldin með ýmsum atburðum sem stuðla að vitundarvakningu. Áhersla er lögð á að draga úr, endurnota og endurvinna.

Nýtnivikan 2023 verður haldin 18 til 26 nóvember.
Þema ársins 2023 er "A campaing to recycle" þ.e. "Átak í endurvinnslu.". Sjá nánar ewwr.eu

Hefur þú áhuga á að vera með viðburð?
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri Evrópsku nýtnivikunnar Rut Jónsdóttir, forstöðumaður umhverfis- og sorpmála Akureyrarbæjar í netfanginu rut@akureyri.is


Dagskrá Evrópsku nýtnivikunnar 2023 birtist hér fyrir neðan þegar nær dregur...
þangað til má skoða dagskránna eins og hún var 2022

Tilvalin upphitun fyrir Evrópsku nýtnivikuna
17. nóvember – Amtsbókasafnið á Akureyri
Kl. 16-17 - Skiptimarkaður fyrir jólasveina
Sveinkar og aðstoðarmenn geta skipst á skógjöfum.
Nánar um viðburð HÉR

19. nóvember

Kl. 13-15 – Atmsbókasafnið á Akureyri
Spila- og púslmarkaður
Nú er tækifærið til að bítta, selja og kaupa notuð borðspil og púsl.
Nánar um viðburð HÉR

Kl. 14-17 – Listasafnið á Akureyri
Hannyrðapönk með Sigrúnu Braga
Komdu að graffa í textíl.
Nánar um viðburð HÉR

21.- 24. nóvember

Fataskiptimarkaður vinnustaða
Tekur þinn vinnustaður ekki örugglega þátt?

22. nóvember

Kl. 9.40 – Menntaskólinn á Akureyri
Tískusýning og fatamarkaður í Kvosinni
Rauði krossinn í samstarfi við nemendafélag MA halda upp á Evrópsku nýtnivikuna.

Kl. 20.00-20.30 – Amtsbókasafnið á Akureyri
Nægjusemi og fataneysla
Fyrirlestur Kötlu Eiríksdóttur hjá Vistorku.
Nánar um viðburðinn HÉR

Kl. 20.30-21.30 – Amtsbókasafnið á Akureyri
Fatareddingakaffi
Komdu og fáðu ráðleggingar og aðstoð við fataviðgerðir.
Nánar um viðburðinn HÉR

24. nóvember

Kl. 9.40 – Verkmenntaskólinn á Akureyri
Tískusýning og fatamarkaður í Grifjunni
Rauði krossinn í samstarfi við nemendafélag VMA halda upp á Evrópsku nýtnivikuna.

Kl. 13-18 – Verkmenntakskólinn á Akureyri
Opinn tími í Fab Lab
Ertu hugmyndasmiður? Grúskari? Grallari? Brallari? Fiktari? Kíktu í heimsókn.
Nánar um viðburðinn HÉR

26. nóvember

Kl. 12.-15 – Amtsbókasafnið á Akureyri
Sóun er ekki lengur í tísku! - Fataskiptimarkaður
Pik Nik fatadeilihagkerfið í samstarfi við Amtsbókasafnið halda upp á Evrópsku nýtnivikuna.
Nánar um viðburðinn HÉR

27. nóvember – Listasafnið á Akureyri

Kl. 11 - Fjölskylduleiðsögn og endurvinnslusmiðja
Skemmtileg og fræðandi leiðsögn um sýningarnar Málverk og Innan víðáttunnar. Eftir leiðsögnina verður boðið upp á spennandi endurvinnslusmiðju í tilefni Evrópsku nýtnivikunnar.
Nánar um viðburðinn HÉR

Sniðugt í Evrópsku nýtnivikunni

  • Frísskápurinn við Amtsbókasafnið
    Frísskápurinn er sameign sem miðar að því að draga úr matarsóun og byggja upp samheldnara samfélag með því að deila mat. Hver sem er má skilja eftir matvæli og taka matvæli. Opinn allan sólarhringinn.
  • Saumavél í Amtsbókasafninu.
    Á Amtsbókasafninu er saumavél sem allir geta nýtt sér til að framlengja líftíma textíls. Aðgengileg á opnunartíma bókasafnsins.

Rut Jónsdóttir, forstöðumaður umhverfis- og sorpmála Akureyrarbæjar er verkefnastjóri Evrópsku nýtnivikunnar á Akureyri. Hægt er að senda henni línu á netfangið rut@akureyri.is eða hringja í síma 460-1137.

Að Evrópsku nýtnivikunni 2022 koma:
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, Atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar, Amtsbókasafnið á Akureyri, Vistorka, Rauði Krossinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Listasafnið á Akureyri, Sigrún hannyrðapönkari,Pik Nik fatadeilihagkerfið og Fab Lab Akureyri.