Til baka

Skiptimarkaður fyrir jólasveina

Skiptimarkaður fyrir jólasveina

Skiptimarkaður þar sem sveinkar og aðstoðarmenn þeirra geta skipst á skógjöfum.
Senn líður að því að jólasveinar haldi til byggða.
 
Fimmtudaginn 17. nóvember fer fram skiptimarkaður fyrir jólasveina á Amtsbókasafninu þar sem sveinkar og aðstoðarmenn þeirra skiptast á skógjöfum.
 
Sama fyrirkomulag verður og hefur verið á öðrum skiptimörkuðum Amtsbókasafnsins. Allt verður lagt í púkk, sveinar mega koma með eins mikið og þeir vilja og mega taka eins mikið og þeir vilja.
Það er velkomið að fá dót án þess að hafi komið með eitthvað í staðinn og eins má koma með dót án þess að taka.

Þeir sveinkar og aðstoðarmenn sem vilja aðeins gefa mega koma með skógjafir í afgreiðsla bókasafnsins dagana fyrir viðburðinn.
Farið verður með afgangs skógjafir í Hertex.
 
Nú er því tími fyrir sveinka til að taka til í hellinum hjá sér og finna til ýmislegt smálegt sem gæti ratað í skó barna.
 
Viðburðurinn fer fram í geymslu á 2. hæð, á móti Gamalt og gott.

AÐGANGUR STRANGLEGA BANNAÐUR BÖRNUM!
 
Ath. Á sama tíma fer fram sögustund í barnadeildinni.
Hvenær
fimmtudagur, nóvember 17
Klukkan
16:00-17:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri