Til baka

Spila- og púslmarkaður

Spila- og púslmarkaður

Bítta, selja og kaupa notuð borðspil og púsl.
Nóvember er spilamánuður.
Laugardaginn 19. nóvember fer fram spila- og púslmarkaður á kaffihúsi safnsins.
Nú er tækifærið til að bítta, selja og kaupa notuð borðspil og púsl.
 
Þau sem vilja kaupa semja við hvern seljanda fyrir sig.
Þau sem vilja selja halda sjálf utan um sína sölu og standa vaktina.
Við mælum með því að seljendur sendi póst á hronnb@amtsbok.is svo hægt sé að áætla fjölda söluborða.
 
Á staðnum verður einnig ókeypis skiptiborð þar sem fólk má gefa og taka að vild.
 
Á sama tíma fer fram Minecraft-föndur í barnadeildinni.
 
Fleiri spilaviðburði má sjá í viðburðadagatali Amtsbókasafnis og á halloakureyri.is
#halloakureyri #spilamanudur
Hvenær
laugardagur, nóvember 19
Klukkan
13:00-15:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri