Til baka

Fatareddingakaffi

Fatareddingakaffi

Kanntu að sauma? Stoppa í göt? Eða langar þig að læra það?

Blásið verður til fatareddingakaffis eftir fyrirlestur Kötlu þar sem fólk getur spjallað og hjálpast að við að gera við fötin sín.

Er gat á uppáhaldsflíkinni þinni? Komdu með hana og við hjálpumst að við að gera við hana!

Fatareddingakaffi er viðburður þar sem einstaklingar sem vilja lengja líftíma fatnaðar koma saman og hjálpast að við viðgerðir. Þeir sem kunna að gera við kenna öðrum sem geta þá í framtíðinni séð um viðgerðir á fötunum sínum sjálfir, og í framhaldinu kennt fleirum.

Markmiðið er að minnka fatasóun og miðla viðgerðarþekkingu.
Efni til viðgerða verða í boði á staðnum.

Kl. 20:00 er fyrirlestur Kötlu Eiríksdóttur, verkefnastjóra hjá Vistorku um nægjusemi og fataneyslu. Sjá nánar HÉR

Skoðaðu fleiri skemmtilega viðburði í Evrópsku nýtnivikunni HÉR

Hvenær
þriðjudagur, nóvember 22
Klukkan
20:30-21:30
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald