Jólatorgið verður opnað í annað sinn á Ráðhústorgi laugardaginn 29. nóvember og stefnt er að því að hafa það opið frá kl. 15-18 allar helgar fram að jólum.
Laugardaginn 29. nóvember kl. 16 verður Jólatréð á Ráðhústorgi tendrað við hátíðlega dagskrá sem auglýst verður bráðlega.
Jólatorgið verður opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 15-18.
Tímabil Jólatorgsins:
Fyrsta helgin: 29.-30. nóvember (kveikt er á jólatrénu við hátíðlega athöfn kl. 16 á laugardeginum 29. nóvember).
Önnur helgin: 6.-7. desember.
Þriðja helgin: 13.-14. desember.
Fjórða helgin: 20.-21. desember.
Á torginu verða skreytt söluhús með ýmislegan varning sem minnir á jólin. Nánari upplýsingar munu birtast hér bráðlega.
Nánari upplýsingar um Jólatorgið veitir Elísabet Ögn verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ í netfanginu elisabetogn@akureyri.is