Til baka

Bíladagar (júní)

Bíla- og tækjasýning og einskonar árshátíð allra áhugamanna um mótorsport.

Bílaklúbbur Akureyrar býður upp á tjaldsvæði á félagssvæði sínu þessa daga þar sem gestir geta fengið gúmmífnykinn beint í æð. Á svæðinu er einnig boðið upp á opnar æfingarbrautir fyrir alla gesti Bíladaga. Allir viðburðir munu fara fram á svæði Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg 13 nema að annað verði tekið fram.
Bíladagar verða haldnir dagana 14. - 17. júní 2023

Dagskrá 2022 (ný dagskrá fyrir 2023 verður birt þegar nær dregur)

Dagsskrá Bíladaga 2022

16. Júní – Driftleikar kl. 18:00
17. Júní – Bílasýning kl. 10:00 – 18:00
17. Júní – Sandspyrna kl. 20:00
18. Júní – Götuspyrna kl. 13:00
18. Júní – Burnout kl. 20:00

Siðareglur Bíladaga.

  • Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnframt gestir sem heimamenn.
  • Virðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum úti.
  • Við spólum einungis á akustursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
  • Gestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegir.
  • Við berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera bíladaga frábæra!
  • Gestir bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt.

Sjá nánari dagskrá og upplýsingar um miðasölu á heimasíðu Bílaklúbbs Akureyrar og á fésbókarsíðu Bílaklúbbs Akureyrar.