Fyrsta Hinsegin hátíðin var haldin í Hrísey árið 2023 .
Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti. Fólk er hvatt til að taka þátt í hátíðinni og samstöðu, hvort heldur sem það er með því að mæta á viðburði, skreyta, flagga eða með því að vekja athygli á hátíðinni á einhvern hátt.
Hátíðardagskráin fer yfirleitt fram á laugardeginum á útisvæðinu. Meðal viðburða er gleðiganga og gleðiakstur á dráttarvélum, Pub Quiz, dagskrá á sviði, sundlaugardiskó fyrir börnin og margt fleira.